Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2025 10:54 Bílar í morgunumferð spúa koltvísýringi út í vetrarmyrkrið. Þeim fjölgar á milli ára sem telja stjórnvöld ganga of langt í að koma í veg fyrir slíka losun. Vísir/Vilhelm Þótt flestir telji að íslensk stjórnvöld geri of lítið til þess að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum fjölgar þeim sem telja of langt gengið. Karlar eru mun líklegri til þess að telja of mikið gert og hafa mun minni áhyggjur af loftslagsbreytingum en konur. Þetta er á meðal niðurstaðana skoðanakönnunar sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og er birt á meðan loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er haldin í Belem í Brasilíu. Hnattræn hlýnun nemur nú þegar meira en gráðu frá iðnbyltingu og gæti náð um þremur gráðum fyrir lok aldarinnar verði ekki dregið hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Helsta uppspretta þeirra er bruni mannkynsins á jarðefnaeldsneyti; kolum, olíu og jarðgasi. Hlutfall þeirra sem telur stjórnvöld ekki aðhafast nóg hefur lækkað frá því í fyrra. Þá sögðu 54 prósent að stjórnvöld drægju ekki nógu hratt úr losun Íslendinga en 46 prósent eru þeirrar skoðunar nú. Á sama tíma fjölgar þeim sem telja stjórnvöld gera of mikið. Hlutfallið er nú yfir fjórðungur en það var innan við fimmtungur í október í fyrra. Af þeim finnst 14,5 prósentum alltof mikið gert. Rúmum fjórðungi finnst nóg gert. Hvað loftslagsvandann sjálfan varðar segjast 48 prósent svarenda hafa áhyggjur af loftslagsáhrifum í heiminum en rúmur fjórðungur hvorki miklar né litlar. Fjórðungur hefur litlar eða engar áhyggjur, þar af sex prósent engar áhyggjur. Gjá á milli karla og kvenna Gríðarlegur munur er á afstöðu kynjanna til várinnar og aðgerða stjórnvalda. Þannig eru karlmenn mun torhrifnari en konur. Vel innan við helmingur karla segist hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum, tæp 38 prósent, en hátt í sextíu prósent kvenna. Íslensk stjórnvöld stefna að því að draga úr svonefndri samfélagslosun gróðurhúsalofttegunda um 41 prósent fyrir árið 2030. Stærsti hluti hennar er losun frá vegasamgöngum vegna bruna á bensíni og olíu.Vísir/Vilhelm Þá telja rúm 37 prósent karla stjórnvöld gera of mikið en aðeins fjórtán prósent kvenna. Innan við þriðjungur karla telur stjórnvöld ekki gera nóg en 62,5 prósent kvenna. Sterk fylgni er einnig á milli menntunar og hversu miklar áhyggjur fólk hefur af loftslagsvandanum og viðbrögðum stjórnvalda við honum. Eftir því sem menntunarstig svarenda var hærra voru þeir líklegri til þess að hafa áhyggjur af stöðunni og telja að stjórnvöld gerðu ekki nóg. Miðflokkurinn sker sig úr Kjósendur Miðflokksins skera sig verulega úr í afstöðu til beggja spurninga. Tæp sextíu prósent þeirra hefur litlar eða engar áhyggjur af loftslagsbreytingum, þar af rúm 23 prósent engar. Hverfandi hluti þeirra hefur áhyggjur af stöðunni, aðeins rúm átta prósent. Sama gildir með hvort stjórnvöld gangi nógu langt í að draga úr losun. Tæplega sjötíu prósent miðflokksmanna telja stjórnvöld gera of mikið, þar af 47,5 prósent alltof mikið. Aðeins tæp sjö prósent þeirra telja of lítið gert. Þó að Ísland hafi gerst aðili að Parísarsamningnum í forsætísráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi formanns Miðflokksins, er kjósendur hans mest á móti loftslagsaðgerðum og hafa minnstar áhyggjur af loftslagsbreytingum sem slíkum.Vísir/Lýður Valberg Eini flokkurinn sem kemst eitthvað í áttina að áhyggjuleysi Miðflokksins af loftslagsmálum er Sjálfstæðisflokkurinn. Rúm fjörutíu prósent kjósenda hans segjast litlar eða engar áhyggjur hafa af vandanum, en aðeins þrjú prósent engar. Rúm 46 prósent sjálfstæðismanna segjast telja stjórnvöld ganga of langt í að draga úr losun en um fimmtungur ekki nógu langt. Stór hluti kjósenda Flokks fólksins með efasemdir Af kjósendum flokkanna sem eiga sæti á Alþingi er samfylkingar- og viðreisnarfólk líklegast til að telja að stjórnvöld ekki gera nóg til að draga úr losun. Það er einnig líklegast til þess að lýsa áhyggjum af loftslagsbreytingum. Innan við helmingur framsóknarmanna og kjósenda Flokks fólksins hefur áhyggjur af loftslagsbreytingum. Rúmt 41 prósent kjósenda Flokks fólksins telur of langt gengið í að draga úr losun en aðeins tæp sextán prósent kjósenda Framsóknar. Skoðanakannanir Loftslagsmál Umhverfismál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Félagasamtök Miðflokkurinn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Þetta er á meðal niðurstaðana skoðanakönnunar sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og er birt á meðan loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er haldin í Belem í Brasilíu. Hnattræn hlýnun nemur nú þegar meira en gráðu frá iðnbyltingu og gæti náð um þremur gráðum fyrir lok aldarinnar verði ekki dregið hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Helsta uppspretta þeirra er bruni mannkynsins á jarðefnaeldsneyti; kolum, olíu og jarðgasi. Hlutfall þeirra sem telur stjórnvöld ekki aðhafast nóg hefur lækkað frá því í fyrra. Þá sögðu 54 prósent að stjórnvöld drægju ekki nógu hratt úr losun Íslendinga en 46 prósent eru þeirrar skoðunar nú. Á sama tíma fjölgar þeim sem telja stjórnvöld gera of mikið. Hlutfallið er nú yfir fjórðungur en það var innan við fimmtungur í október í fyrra. Af þeim finnst 14,5 prósentum alltof mikið gert. Rúmum fjórðungi finnst nóg gert. Hvað loftslagsvandann sjálfan varðar segjast 48 prósent svarenda hafa áhyggjur af loftslagsáhrifum í heiminum en rúmur fjórðungur hvorki miklar né litlar. Fjórðungur hefur litlar eða engar áhyggjur, þar af sex prósent engar áhyggjur. Gjá á milli karla og kvenna Gríðarlegur munur er á afstöðu kynjanna til várinnar og aðgerða stjórnvalda. Þannig eru karlmenn mun torhrifnari en konur. Vel innan við helmingur karla segist hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum, tæp 38 prósent, en hátt í sextíu prósent kvenna. Íslensk stjórnvöld stefna að því að draga úr svonefndri samfélagslosun gróðurhúsalofttegunda um 41 prósent fyrir árið 2030. Stærsti hluti hennar er losun frá vegasamgöngum vegna bruna á bensíni og olíu.Vísir/Vilhelm Þá telja rúm 37 prósent karla stjórnvöld gera of mikið en aðeins fjórtán prósent kvenna. Innan við þriðjungur karla telur stjórnvöld ekki gera nóg en 62,5 prósent kvenna. Sterk fylgni er einnig á milli menntunar og hversu miklar áhyggjur fólk hefur af loftslagsvandanum og viðbrögðum stjórnvalda við honum. Eftir því sem menntunarstig svarenda var hærra voru þeir líklegri til þess að hafa áhyggjur af stöðunni og telja að stjórnvöld gerðu ekki nóg. Miðflokkurinn sker sig úr Kjósendur Miðflokksins skera sig verulega úr í afstöðu til beggja spurninga. Tæp sextíu prósent þeirra hefur litlar eða engar áhyggjur af loftslagsbreytingum, þar af rúm 23 prósent engar. Hverfandi hluti þeirra hefur áhyggjur af stöðunni, aðeins rúm átta prósent. Sama gildir með hvort stjórnvöld gangi nógu langt í að draga úr losun. Tæplega sjötíu prósent miðflokksmanna telja stjórnvöld gera of mikið, þar af 47,5 prósent alltof mikið. Aðeins tæp sjö prósent þeirra telja of lítið gert. Þó að Ísland hafi gerst aðili að Parísarsamningnum í forsætísráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi formanns Miðflokksins, er kjósendur hans mest á móti loftslagsaðgerðum og hafa minnstar áhyggjur af loftslagsbreytingum sem slíkum.Vísir/Lýður Valberg Eini flokkurinn sem kemst eitthvað í áttina að áhyggjuleysi Miðflokksins af loftslagsmálum er Sjálfstæðisflokkurinn. Rúm fjörutíu prósent kjósenda hans segjast litlar eða engar áhyggjur hafa af vandanum, en aðeins þrjú prósent engar. Rúm 46 prósent sjálfstæðismanna segjast telja stjórnvöld ganga of langt í að draga úr losun en um fimmtungur ekki nógu langt. Stór hluti kjósenda Flokks fólksins með efasemdir Af kjósendum flokkanna sem eiga sæti á Alþingi er samfylkingar- og viðreisnarfólk líklegast til að telja að stjórnvöld ekki gera nóg til að draga úr losun. Það er einnig líklegast til þess að lýsa áhyggjum af loftslagsbreytingum. Innan við helmingur framsóknarmanna og kjósenda Flokks fólksins hefur áhyggjur af loftslagsbreytingum. Rúmt 41 prósent kjósenda Flokks fólksins telur of langt gengið í að draga úr losun en aðeins tæp sextán prósent kjósenda Framsóknar.
Skoðanakannanir Loftslagsmál Umhverfismál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Félagasamtök Miðflokkurinn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira