Lífið

Hrátt og sjarmerandi einbýlihús listapars í Höfnum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Listaparið Leifur Ýmir Eyjólfsson og Katrína Mogensen hafa sett 170 fermetra einbýlishús við Hafnagötu í Höfnum á sölu.
Listaparið Leifur Ýmir Eyjólfsson og Katrína Mogensen hafa sett 170 fermetra einbýlishús við Hafnagötu í Höfnum á sölu.

Listaparið Leifur Ýmir Eyjólfsson og Katrína Mogensen hafa sett 170 fermetra einbýlishús við Hafnagötu í Höfnum á sölu. Húsið var byggt árið 1929 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar arkitekts en hefur verið mikið endurnýjað á liðnum árum. Ásett verð er 69,9 milljónir.

Leifur Ýmir er þekktur fyrir listaverk sín þar sem hann setur hversdagslegar setningar á striga og gefur þeim nýtt líf í myndlistinni.

Katrína er söngvari hljómsveitarinnar Mammút, sem sigraði í Músíktilraunum árið 2004. Eftir það varð sveitin ein af fremstu rokksveitum landsins og vakti athygli fyrir kraftmikla og tilfinningaþrungna tónlist.

Í maí síðastliðnum setti parið sjarmerandi miðbæjaríbúð við Freyjugötu á sölu. Umrædd íbúð er 77,6 fermetrar að stærð og staðsett á jarðhæð í húsi sem byggt var árið 1928.

Sjávarútsýni og ríkulegt fuglalíf

Nú hafa þau sett hús sitt í Höfnum á sölu. Þau keyptu húsið í maí 2021 og greiddu þá 27 milljónir. 

Viðarklædd loft, flotuð gólf og hráir veggir spila stórt hlutverk í bland við litríka innanstokksmuni sem gefa heildarmyndinni mikinn sjarma.

Húsið er á þremur hæðum og hefur verið mikið endurnýjað á liðnum árum með tilliti til upprunalegs byggingarstíls. 

Á jarðhæð er stofa, borðstofa og eldhús í samliggjandi, opnu og björtu rými með góðum gluggum. Í eldhúsinu er nýleg svört innrétting með viðarborðplötu.

Á efri hæðinni er stórt alrými sem skiptist í tvö aðskilin svæði. Fjölskyldurými og tvö svefnherbergi. Í risinu er þriggja metra lofthæð en þaðan er útgengt á góðar svalir.

Við húsið er sérstæður bílskúr sem hefur verið innréttaður sem vinnustofa.

Frá húsinu er einstakt útsýni yfir hafið, og er staðsetningin sjálf sannkölluð náttúruperla. Í nágrenninu eru margar fallegar fjörur og strendur og bærinn umvefur sig af fjölbreyttu og ríkulegu fuglalífi.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.