Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. nóvember 2025 11:13 Helgi Magnús þurfti að þola hótanir og áreiti Mohamads Kourani í nokkur ár áður en Sýrlendingurinn var handtekinn í fyrra. Helgi kom upp myndavélakerfi á heimili sínu og leit stöðugt um öxl. Vísir/Lýður Valberg Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, segir árið 2024 hafa verið „annus horribilis“ í lífi hans. Ekki nóg með að vera settur út í kuldann í starfi sínu heldur glímdi hann einnig við slæma sýkingu í gervilið og alvarlega kransæðastíflu. Á sama tíma lauk þó áralöngu áreiti sem Helgi þurfti að þola frá sýrlenska síbrotamanninum Mohamad Kourani. Helgi er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og ræddi hann þar um snemmbúin efirlaun sín, áreitni Mohamads Kourani í hans garð og skoðanir sínar sem þykja umdeildar. „Þetta er búið að vera svolítil rússíbanareið. Ég tek það fram að ég er ekkert að kvarta því það hefur ræst úr þessu, ég stend heill og sterkur eftir,“ segir Helgi um árið 2024 sem einkenndist af miklum erfiðleikum. Annus horribilis Fyrsta áfallið var sýking sem Helgi fékk í gervilið sem hann er með í hnénu í apríl. Hann þurfti að fara í aðgerð og síðan taka sýklalyf í hálft ár. „Í lok júlí fær Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari þá hugmynd að það sé gott að losna við mig af því að ég hafi sagt hluti. Ekki af því þeir hafi verið rangir heldur því að svona megi menn ekki tala,“ segir Helgi. Til að toppa það fékk hann kransæðastíflu í október. „Við höfum nú hist í ræktinni og ég hætti að reykja 21 árs þannig ég hélt ég væri góð heilsa holdi klædd. En þarna kemur í ljós að ég er með níutíu prósent lokun og bara korteri frá því að hrökkva upp af. Þetta reyndist vera hættulegasta gerð af kransæðastíflu sem til er,“ sagði Helgi. Helgi Magnús var vararíkissaksóknari frá 2011 þangað til fyrir skömmu.Vísir/Vilhelm Helgi hafði verið með óreglulegan hjartslátt vikurnar fyrir og fékk síðan örlítinn verk undir bringubeininu. „Ég var búinn að vera fjórum sinnum í ræktinni vikuna á undan, að taka á því eins og ég geri, fann enga verki en svitnaði aðeins meira vanalega. Hélt að það væri aðeins heitara en á að vera en ég fór upp á slysó og þá kom þetta í ljós,“ sagði hann. Helgi furðaði sig á því við lækninn hvernig hann hefði getað fengið kransæðastíflu verandi reyklaus og duglegur að hreyfa sig. Læknirinn hafi þá tjáð honum að hann hefði bara verið óheppinn. „Þetta er svona tíu ára skammtur af leiðindum fyrir venjulegt fólk,“ segir Helgi um það árið. Honum liði eins og alheimurinn eða einhver æðri máttur hefði verið að reyna að ýta honum í aðra átt með erfiðleikunum. Sagði Kourani að drullast til Sýrlands Helgi Magnús fór yfir samskipti sín við síbrotamanninn Mohamad Kourani sem hótaði honum og fjölskyldu hans yfir langt tímabil. Sagðist Helgi standa við allt sem hann hefði sagði í fjölmiðlum um málið sem varð til þess að hann missti vinnuna. „Ég er af gamla skólanum og þú gerir ekkert fjölskyldunni minni: „Over my dead body“. Mér er andskotann sama um sjálfann mig ef fjölskyldan er í húfi,“ segir Helgi. Í eitt skiptið hefði Kourani setið fyrir Helga á gangi embættis ríkissaksóknara. „Ég mat hann ekki svo að hann væri í einhverjum árásarham þannig ég ákvað að lofa honum að tala. Svo kom ekkert af viti út úr honum. Það hefði verið allt í lagi að ræða við hann ef hann hefði getað rökrætt hlutina,“ segir Helgi. Eftir að hafa hlustað á öskrin í Kourani fékk Helgi nóg og svaraði fullum hálsi. „Ég sagði honum að hann gæti bara farið til Sýrlands ef hann héldi að honum liði betur þar, ef það væri ekki nógu gott fyrir hann á Íslandi. Ég hefði engan áhuga á að eyða skattpeningunum mínum í að halda honum uppi, hann gæti bara drullast til Sýrlands og svo rak ég hann út,“ segir Helgi. Alltaf á vaktinni og leit stöðugt um öxl Helgi segist hafa hálfpartinn vonast til að Kourani myndi reyna að ráðast á sig því þá hefði hann haft ástæðu til að taka á honum. Helgi gerði varúðarrástafanir við heimili sitt og kom upp öryggiskerfi. „Hann kom aldrei heim að húsinu mínu. Ég setti myndavélar á húsið mitt þannig það kom ekki köttur að húsinu mínu án þess að ég vissi af því. Í tvö-þrjú ár fékk ég alltaf klikk í símann þegar hreyfiskynjarinn fór í gang. Ég fylgdist með því að það væri enginn að koma,“ segir hann. Helgi varð að vera stöðugt á varðbergi vegna Kourani. Börn Helga séu í skóla á Nesinu og vildi hann ekki að þau myndu rekast á hann við heimilið. „Það gerðist ekki. En varð til þess að maður var alltaf á vaktinni,“ segir Helgi. Helgi segist ekki hafa verið hræddur en samt sýnt ákveðna fyrirhyggju og verið reiðubúinn undir það versta. „Í hvert skipti sem ég labbaði út úr embættinu leit ég alltaf um öxl og vildi alltaf vera viss um að hann myndi ekki koma aftan að mér,“ segir Helgi. „Ég var oftar en ekki með bíllykilinn kláran í hendinni, þannig að ef að ef hann hefði komið með hníf hefði ég sennilega tekið í sundur á honum hálsæðina.“ Hægt er að horfa á styttri útgáfu af viðtalinu við Helga Magnús að neðan og öll viðtöl og hlaðvörp Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is. Podcast með Sölva Tryggva Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mál Mohamad Kourani Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Sjá meira
Helgi er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og ræddi hann þar um snemmbúin efirlaun sín, áreitni Mohamads Kourani í hans garð og skoðanir sínar sem þykja umdeildar. „Þetta er búið að vera svolítil rússíbanareið. Ég tek það fram að ég er ekkert að kvarta því það hefur ræst úr þessu, ég stend heill og sterkur eftir,“ segir Helgi um árið 2024 sem einkenndist af miklum erfiðleikum. Annus horribilis Fyrsta áfallið var sýking sem Helgi fékk í gervilið sem hann er með í hnénu í apríl. Hann þurfti að fara í aðgerð og síðan taka sýklalyf í hálft ár. „Í lok júlí fær Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari þá hugmynd að það sé gott að losna við mig af því að ég hafi sagt hluti. Ekki af því þeir hafi verið rangir heldur því að svona megi menn ekki tala,“ segir Helgi. Til að toppa það fékk hann kransæðastíflu í október. „Við höfum nú hist í ræktinni og ég hætti að reykja 21 árs þannig ég hélt ég væri góð heilsa holdi klædd. En þarna kemur í ljós að ég er með níutíu prósent lokun og bara korteri frá því að hrökkva upp af. Þetta reyndist vera hættulegasta gerð af kransæðastíflu sem til er,“ sagði Helgi. Helgi Magnús var vararíkissaksóknari frá 2011 þangað til fyrir skömmu.Vísir/Vilhelm Helgi hafði verið með óreglulegan hjartslátt vikurnar fyrir og fékk síðan örlítinn verk undir bringubeininu. „Ég var búinn að vera fjórum sinnum í ræktinni vikuna á undan, að taka á því eins og ég geri, fann enga verki en svitnaði aðeins meira vanalega. Hélt að það væri aðeins heitara en á að vera en ég fór upp á slysó og þá kom þetta í ljós,“ sagði hann. Helgi furðaði sig á því við lækninn hvernig hann hefði getað fengið kransæðastíflu verandi reyklaus og duglegur að hreyfa sig. Læknirinn hafi þá tjáð honum að hann hefði bara verið óheppinn. „Þetta er svona tíu ára skammtur af leiðindum fyrir venjulegt fólk,“ segir Helgi um það árið. Honum liði eins og alheimurinn eða einhver æðri máttur hefði verið að reyna að ýta honum í aðra átt með erfiðleikunum. Sagði Kourani að drullast til Sýrlands Helgi Magnús fór yfir samskipti sín við síbrotamanninn Mohamad Kourani sem hótaði honum og fjölskyldu hans yfir langt tímabil. Sagðist Helgi standa við allt sem hann hefði sagði í fjölmiðlum um málið sem varð til þess að hann missti vinnuna. „Ég er af gamla skólanum og þú gerir ekkert fjölskyldunni minni: „Over my dead body“. Mér er andskotann sama um sjálfann mig ef fjölskyldan er í húfi,“ segir Helgi. Í eitt skiptið hefði Kourani setið fyrir Helga á gangi embættis ríkissaksóknara. „Ég mat hann ekki svo að hann væri í einhverjum árásarham þannig ég ákvað að lofa honum að tala. Svo kom ekkert af viti út úr honum. Það hefði verið allt í lagi að ræða við hann ef hann hefði getað rökrætt hlutina,“ segir Helgi. Eftir að hafa hlustað á öskrin í Kourani fékk Helgi nóg og svaraði fullum hálsi. „Ég sagði honum að hann gæti bara farið til Sýrlands ef hann héldi að honum liði betur þar, ef það væri ekki nógu gott fyrir hann á Íslandi. Ég hefði engan áhuga á að eyða skattpeningunum mínum í að halda honum uppi, hann gæti bara drullast til Sýrlands og svo rak ég hann út,“ segir Helgi. Alltaf á vaktinni og leit stöðugt um öxl Helgi segist hafa hálfpartinn vonast til að Kourani myndi reyna að ráðast á sig því þá hefði hann haft ástæðu til að taka á honum. Helgi gerði varúðarrástafanir við heimili sitt og kom upp öryggiskerfi. „Hann kom aldrei heim að húsinu mínu. Ég setti myndavélar á húsið mitt þannig það kom ekki köttur að húsinu mínu án þess að ég vissi af því. Í tvö-þrjú ár fékk ég alltaf klikk í símann þegar hreyfiskynjarinn fór í gang. Ég fylgdist með því að það væri enginn að koma,“ segir hann. Helgi varð að vera stöðugt á varðbergi vegna Kourani. Börn Helga séu í skóla á Nesinu og vildi hann ekki að þau myndu rekast á hann við heimilið. „Það gerðist ekki. En varð til þess að maður var alltaf á vaktinni,“ segir Helgi. Helgi segist ekki hafa verið hræddur en samt sýnt ákveðna fyrirhyggju og verið reiðubúinn undir það versta. „Í hvert skipti sem ég labbaði út úr embættinu leit ég alltaf um öxl og vildi alltaf vera viss um að hann myndi ekki koma aftan að mér,“ segir Helgi. „Ég var oftar en ekki með bíllykilinn kláran í hendinni, þannig að ef að ef hann hefði komið með hníf hefði ég sennilega tekið í sundur á honum hálsæðina.“ Hægt er að horfa á styttri útgáfu af viðtalinu við Helga Magnús að neðan og öll viðtöl og hlaðvörp Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is.
Podcast með Sölva Tryggva Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mál Mohamad Kourani Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Sjá meira