Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Forlagið 27. nóvember 2025 09:10 „Ég lagði upp með að tefla saman nútíma unglingi og formæðrum hennar og svo spunnust þessir þræðir sem stundum leituðu í óvæntar áttir. Útkoman varð á köflum ansi dramatísk en þannig er lífið jú líka, það tekur stundum óvænta stefnu,“ segir Brynhildur Þórarinsdóttir um nýju bók sína Silfurgengið. Mynd/Gunnar Freyr Steinsson. Fyrir stuttu kom út hjá Forlaginu ný unglingabók eftir Brynhildi Þórarinsdóttur sem ber nafnið Silfurgengið og er grípandi saga um vináttu og óvænt örlög. Brynhildur er afkastamikill og margverðlaunaður barna- og unglingabókahöfundur en hún hefur einnig getið sér gott orð fyrir endursagnir á Íslendingasögunum og hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin 2007 fyrir endursagnir sínar á Njálu, Eglu og Laxdælu. Silfurgengið segir frá Sirrýlei sem er að skipuleggja fimmtán ára afmælispartí fyrir vini sína. Undirbúningurinn gengur vel enda verða foreldrar hennar þá í útlöndum. En plönin ganga ekki alveg eftir og meira að segja amma hennar gefur henni eldgamla nælu í stað flottu úlpunnar sem hún hafði óskað sér. Ekki batnað svo ástandið þegar saga nælunnar og fyrri eigenda hennar, Silfurgengisins, nær tökum á henni. Vinkonur hennar botna lítið í henni og ekki batnar það þegar Sirrýlei velur nördalegasta áfangann í skólanum. Þar lendir hún í hópi með undarlegum krökkum, meðal annars nýja stráknum með skrýtna nafnið og skyrhárið. Hvaðan sprettur hugmyndin að þessari skemmtilegu bók? „Hugmyndirnar koma úr ýmsum áttum,“ segir Brynhildur. „Ég lagði upp með að tefla saman nútíma unglingi og formæðrum hennar og svo spunnust þessir þræðir sem stundum leituðu í óvæntar áttir. Útkoman varð á köflum ansi dramatísk en þannig er lífið jú líka, það tekur stundum óvænta stefnu.“ Brynhildur segist hafa gaman af að flétta sögunni inn í skáldskapinn, bæði atburðum og tíðaranda. „Bókin gerist í samtímanum en lesendur kynnast líka lífi unglinga um miðja tuttugustu öld og undir lok 19. aldar. Að sumu leyti eru unglingar alltaf að takast á við sambærilegar tilfinningar, að öðru leyti eru aðstæður og tækifæri allt önnur. Ég las alls kyns efni til að draga upp skýrari mynd af fyrri tímabilunum, nýti mér jafnt innflutningsskýrslur sem auglýsingar í blöðum til að fanga stemningu.“ Svo eru sumir hlutir eldri en fólk áttar sig á. „Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar kemur við sögu á öllum tímabilunum, rétt eins og Lækjargata 4, þótt húsið sjálft hafi flutt upp á Árbæjarsafn. Annars læt ég lesendum eftir að leita svona þætti uppi í bókinni.“ Hestar fyrir utan Bókabúð Sigfúsar Eymundssonar, Lækjargötu 4 í Reykjavík. Búðin og húsið koma bæði við sögu í bókinni. Það var Sigfús sjálfur sem tók myndina.Mynd/Penninn Eymundsson Síðan nýtir hún ýmislegt úr eigin lífi, sem hún hefur rekist á eða heyrt. „Sem dæmi get ég nefnt að pabbinn í bókinni er frá borginni Mostar en þangað fór ég rétt eftir stríðið á Balkanskaganum og það var sláandi upplifun sem hefur setið í mér. Amman í bókinni býr í íbúð sem ég skoðaði einu sinni á Ásvallagötu en þessir gömlu verkamannabústaðir hafa heillað mig síðan ég bjó í Vesturbænum sem krakki.“ Sagan gerist að mestu í Reykjavík en sögusviðið teygir sig þó mun víðar, bæði innanlands og utan. „Einn staðurinn er Borðeyri, mér finnst það mjög áhugavert þorp. Langamma mín, sem var frá Miðfirði í Húnavatnssýslu, talaði um Borðeyri eins og stórborg. Mig hefur lengi langað að skrifa um þessa óvæntu borg og leiddi eina söguhetjuna því þangað árið 1888. Á þeim tíma lá leið margra um Borðeyri til að ná skipi vestur um haf og hefja nýtt líf í Ameríku. Það eru margir angar á þessari sögu.“ Eins og fyrr segir er Brynhildur afkastamikill og margverðlaunaður barna- og unglingabókahöfundur. Finnst þér alltaf jafn gefandi að skrifa fyrir þennan aldurshóp? „Það er alltaf gaman að skrifa fyrir börn og unglinga. Krakkar eru skemmtilegir lesendur og hlustendur, maður finnur það vel þegar upplestrartörn stendur yfir. Reyndar er ég sannfærð um að allur skáldskapur sé gefandi, bæði fyrir höfunda og lesendur. Börn og fullorðnir hafa sömu þörf fyrir bókmenntir, að geta flúið á vit skáldskapar, gleymt sér um stund og hrifist með.“ Og hún segir að það megi alveg færa fyrir því rök að bóklestur hafi sjaldan verið mikilvægari. „Að lifa sig inn í góða bók er eins og hugleiðsla, kyrrir sálina og kallar fram alls konar tilfinningar sem gott er að upplifa, hvort sem það er gleði, sorg, ótti eða ást. Það styrkir mann á svo margan hátt að kynnast fjölbreyttum persónum gegnum bókmenntir, það eflir til dæmis mannþekkingu og samkennd, sem mikilvægt er að rækta því mannlífið er svo fjölbreytt.“ Auk þess að sinna skrifum hefur Brynhildur verið mjög virk í barnabókmenntasenunni, m.a. sem formaður Samtaka íslenskra barna- og ungmennabókahöfunda (SÍUNG) og verið í forsvari fyrir Barnabókasetur. Hvaða helstu áskorunum standa barna- og unglingabókmenntir frammi fyrir á þessum litla markaði sem Ísland er? „Bókin á í hörkusamkeppni um tíma og athygli, það fer ekkert á milli mála, en þörfin fyrir góðar bækur er alltaf sú sama. Það þarf að tryggja það að ungir lesendur fái fjölbreytt úrval af bókum að velja úr, við viðhöldum ekki læsi eða tungumálinu nema ala upp virka lesendur. Við rithöfundar finnum fyrir stöðu skólasafnanna sem hafa verið vanfjármögnuð og ekki getað svalað lestrarþörf barna. Við erum stöðugt að minna á að skólasöfnin gegna lykilhlutverki í lestraruppeldinu og þar fjárfestum við til framtíðar.“ Það er þó ekki þannig að allir krakkar vilji lesa sömu bókina en það þarf hins vegar að vera til bók fyrir alla krakka, hvern og einn einasta. „Það er hins vegar erfitt að viðhalda fjölbreytileikanum í útgáfunni á svona litlum markaði því hver árgangur er ekki nema um 4500 börn. Við höfum viljað fara svipaða leið og Norðmenn sem tryggja fjölbreytni í útgáfu með því að ríkið kaupir ákveðinn fjölda eintaka af almennilegum barna- og unglingabókum.“ Hún segir unglingabækur vera reyndar kapítula út af fyrir sig. „Við sem skrifum fyrir unglinga finnum að þau eru spennt fyrir bókum, okkar glíma er fyrst og fremst við þann neikvæða tón sem oft er hafður um lestur unga fólksins. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir allar upphrópanir um ólæsi unglinga eru fjölmargir virkir lesendur í þeim hópi. Það mætti alveg gefa þeim meiri gaum og tala á jákvæðari hátt um bóklestur unglinga.“ Þessi neikvæðni hefur að hennar mati dregið úr útgáfu fyrir unglinga en í ár eru sex nýjar íslenskar ungmennabækur í Bókatíðindum. „Ég á einu raunsæisbókina þar, hinar eru allar fantasíur. Það kalla ég ekki mikið úrval. Við sem bókaþjóð verðum að passa sérstaklega upp á þennan viðkvæma lesendahóp, sjá til þess að áfram verði skrifað fyrir unglinga og að áfram fái unglingar bækur í jólagjöf. Ég bind vonir við að tekið verði á þessu því Logi Einarsson, ráðherra menningarmála, hefur sagt að skoða þurfi hvort einhverjir hópar standi höllum fæti á bókamarkaðinum. Svarið er augljóst þegar um unglinga er að ræða.“ Hvað ert þú helst að lesa þessa dagana? „Ég er aðallega að lesa bækur eftir kollega mína unglingabókahöfundana því við erum heilmikið að lesa upp saman. Ég er að lesa Silfurberg eftir Sesselíu Ólafs og líst mjög vel á hana, það er sniðugt hvernig hún lætur söguhetjuna eiga tvöfalt líf í álfheimum og mannheimum. Ég er líka búin að ná mér í Sólgos eftir Arndísi Þórarinsdóttur, svakalega áhugaverða heimsendasögu sem ég hef heillast af í upplestrunum. Hlakka mikið til að lesa hana.“ Nýlega keypti hún tvær sægrænar glæpakiljur í Leifsstöð því þær voru svo fallega í stíl. „Þetta eru nýjustu bækur Lilju Sigurðardóttur og Evu Bjargar Ægisdóttur. Gleypti í mig hálfa bókina eftir Evu í flugvélinni og finnst hún spennandi, en Lilja verður lesin á aðventunni. Ég hef líka verið að lesa nýjar barnabækur, Torf, grjót og burnirót eftir Sigrúnu Eldjárn sem er alveg í hennar anda, falleg og fróðleg, og nýju fjörlegu Obbulóar bókina hennar Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, en barnabörnin elska Obbuló.“ Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur „Ma & pa í apríl“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Sjá meira
Silfurgengið segir frá Sirrýlei sem er að skipuleggja fimmtán ára afmælispartí fyrir vini sína. Undirbúningurinn gengur vel enda verða foreldrar hennar þá í útlöndum. En plönin ganga ekki alveg eftir og meira að segja amma hennar gefur henni eldgamla nælu í stað flottu úlpunnar sem hún hafði óskað sér. Ekki batnað svo ástandið þegar saga nælunnar og fyrri eigenda hennar, Silfurgengisins, nær tökum á henni. Vinkonur hennar botna lítið í henni og ekki batnar það þegar Sirrýlei velur nördalegasta áfangann í skólanum. Þar lendir hún í hópi með undarlegum krökkum, meðal annars nýja stráknum með skrýtna nafnið og skyrhárið. Hvaðan sprettur hugmyndin að þessari skemmtilegu bók? „Hugmyndirnar koma úr ýmsum áttum,“ segir Brynhildur. „Ég lagði upp með að tefla saman nútíma unglingi og formæðrum hennar og svo spunnust þessir þræðir sem stundum leituðu í óvæntar áttir. Útkoman varð á köflum ansi dramatísk en þannig er lífið jú líka, það tekur stundum óvænta stefnu.“ Brynhildur segist hafa gaman af að flétta sögunni inn í skáldskapinn, bæði atburðum og tíðaranda. „Bókin gerist í samtímanum en lesendur kynnast líka lífi unglinga um miðja tuttugustu öld og undir lok 19. aldar. Að sumu leyti eru unglingar alltaf að takast á við sambærilegar tilfinningar, að öðru leyti eru aðstæður og tækifæri allt önnur. Ég las alls kyns efni til að draga upp skýrari mynd af fyrri tímabilunum, nýti mér jafnt innflutningsskýrslur sem auglýsingar í blöðum til að fanga stemningu.“ Svo eru sumir hlutir eldri en fólk áttar sig á. „Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar kemur við sögu á öllum tímabilunum, rétt eins og Lækjargata 4, þótt húsið sjálft hafi flutt upp á Árbæjarsafn. Annars læt ég lesendum eftir að leita svona þætti uppi í bókinni.“ Hestar fyrir utan Bókabúð Sigfúsar Eymundssonar, Lækjargötu 4 í Reykjavík. Búðin og húsið koma bæði við sögu í bókinni. Það var Sigfús sjálfur sem tók myndina.Mynd/Penninn Eymundsson Síðan nýtir hún ýmislegt úr eigin lífi, sem hún hefur rekist á eða heyrt. „Sem dæmi get ég nefnt að pabbinn í bókinni er frá borginni Mostar en þangað fór ég rétt eftir stríðið á Balkanskaganum og það var sláandi upplifun sem hefur setið í mér. Amman í bókinni býr í íbúð sem ég skoðaði einu sinni á Ásvallagötu en þessir gömlu verkamannabústaðir hafa heillað mig síðan ég bjó í Vesturbænum sem krakki.“ Sagan gerist að mestu í Reykjavík en sögusviðið teygir sig þó mun víðar, bæði innanlands og utan. „Einn staðurinn er Borðeyri, mér finnst það mjög áhugavert þorp. Langamma mín, sem var frá Miðfirði í Húnavatnssýslu, talaði um Borðeyri eins og stórborg. Mig hefur lengi langað að skrifa um þessa óvæntu borg og leiddi eina söguhetjuna því þangað árið 1888. Á þeim tíma lá leið margra um Borðeyri til að ná skipi vestur um haf og hefja nýtt líf í Ameríku. Það eru margir angar á þessari sögu.“ Eins og fyrr segir er Brynhildur afkastamikill og margverðlaunaður barna- og unglingabókahöfundur. Finnst þér alltaf jafn gefandi að skrifa fyrir þennan aldurshóp? „Það er alltaf gaman að skrifa fyrir börn og unglinga. Krakkar eru skemmtilegir lesendur og hlustendur, maður finnur það vel þegar upplestrartörn stendur yfir. Reyndar er ég sannfærð um að allur skáldskapur sé gefandi, bæði fyrir höfunda og lesendur. Börn og fullorðnir hafa sömu þörf fyrir bókmenntir, að geta flúið á vit skáldskapar, gleymt sér um stund og hrifist með.“ Og hún segir að það megi alveg færa fyrir því rök að bóklestur hafi sjaldan verið mikilvægari. „Að lifa sig inn í góða bók er eins og hugleiðsla, kyrrir sálina og kallar fram alls konar tilfinningar sem gott er að upplifa, hvort sem það er gleði, sorg, ótti eða ást. Það styrkir mann á svo margan hátt að kynnast fjölbreyttum persónum gegnum bókmenntir, það eflir til dæmis mannþekkingu og samkennd, sem mikilvægt er að rækta því mannlífið er svo fjölbreytt.“ Auk þess að sinna skrifum hefur Brynhildur verið mjög virk í barnabókmenntasenunni, m.a. sem formaður Samtaka íslenskra barna- og ungmennabókahöfunda (SÍUNG) og verið í forsvari fyrir Barnabókasetur. Hvaða helstu áskorunum standa barna- og unglingabókmenntir frammi fyrir á þessum litla markaði sem Ísland er? „Bókin á í hörkusamkeppni um tíma og athygli, það fer ekkert á milli mála, en þörfin fyrir góðar bækur er alltaf sú sama. Það þarf að tryggja það að ungir lesendur fái fjölbreytt úrval af bókum að velja úr, við viðhöldum ekki læsi eða tungumálinu nema ala upp virka lesendur. Við rithöfundar finnum fyrir stöðu skólasafnanna sem hafa verið vanfjármögnuð og ekki getað svalað lestrarþörf barna. Við erum stöðugt að minna á að skólasöfnin gegna lykilhlutverki í lestraruppeldinu og þar fjárfestum við til framtíðar.“ Það er þó ekki þannig að allir krakkar vilji lesa sömu bókina en það þarf hins vegar að vera til bók fyrir alla krakka, hvern og einn einasta. „Það er hins vegar erfitt að viðhalda fjölbreytileikanum í útgáfunni á svona litlum markaði því hver árgangur er ekki nema um 4500 börn. Við höfum viljað fara svipaða leið og Norðmenn sem tryggja fjölbreytni í útgáfu með því að ríkið kaupir ákveðinn fjölda eintaka af almennilegum barna- og unglingabókum.“ Hún segir unglingabækur vera reyndar kapítula út af fyrir sig. „Við sem skrifum fyrir unglinga finnum að þau eru spennt fyrir bókum, okkar glíma er fyrst og fremst við þann neikvæða tón sem oft er hafður um lestur unga fólksins. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir allar upphrópanir um ólæsi unglinga eru fjölmargir virkir lesendur í þeim hópi. Það mætti alveg gefa þeim meiri gaum og tala á jákvæðari hátt um bóklestur unglinga.“ Þessi neikvæðni hefur að hennar mati dregið úr útgáfu fyrir unglinga en í ár eru sex nýjar íslenskar ungmennabækur í Bókatíðindum. „Ég á einu raunsæisbókina þar, hinar eru allar fantasíur. Það kalla ég ekki mikið úrval. Við sem bókaþjóð verðum að passa sérstaklega upp á þennan viðkvæma lesendahóp, sjá til þess að áfram verði skrifað fyrir unglinga og að áfram fái unglingar bækur í jólagjöf. Ég bind vonir við að tekið verði á þessu því Logi Einarsson, ráðherra menningarmála, hefur sagt að skoða þurfi hvort einhverjir hópar standi höllum fæti á bókamarkaðinum. Svarið er augljóst þegar um unglinga er að ræða.“ Hvað ert þú helst að lesa þessa dagana? „Ég er aðallega að lesa bækur eftir kollega mína unglingabókahöfundana því við erum heilmikið að lesa upp saman. Ég er að lesa Silfurberg eftir Sesselíu Ólafs og líst mjög vel á hana, það er sniðugt hvernig hún lætur söguhetjuna eiga tvöfalt líf í álfheimum og mannheimum. Ég er líka búin að ná mér í Sólgos eftir Arndísi Þórarinsdóttur, svakalega áhugaverða heimsendasögu sem ég hef heillast af í upplestrunum. Hlakka mikið til að lesa hana.“ Nýlega keypti hún tvær sægrænar glæpakiljur í Leifsstöð því þær voru svo fallega í stíl. „Þetta eru nýjustu bækur Lilju Sigurðardóttur og Evu Bjargar Ægisdóttur. Gleypti í mig hálfa bókina eftir Evu í flugvélinni og finnst hún spennandi, en Lilja verður lesin á aðventunni. Ég hef líka verið að lesa nýjar barnabækur, Torf, grjót og burnirót eftir Sigrúnu Eldjárn sem er alveg í hennar anda, falleg og fróðleg, og nýju fjörlegu Obbulóar bókina hennar Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, en barnabörnin elska Obbuló.“
Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur „Ma & pa í apríl“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Sjá meira