Innlent

Grind­víkingar fá orðið, hálku­slys og frestun barn­eigna

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Grindavíkurnefndin mun leggja það til við ríkisstjórnina að allir þeir sem voru með lögheimili í Grindavík áður en bærinn var rýmdur geti kosið í sveitarfélaginu í kosningum á næsta ári. Við verðum í beinni frá Grindavík í kvöldfréttum, förum yfir málið og ræðum við bæjarbúa um framtíð Grindavíkur.

Ung kona gagnrýnir fæðingarorlofskerfið harðlega og segir marga í kringum sig fresta barneignum til að mæta þörfum kerfisins. Við ræðum við Guðfinnu Kristínu sem hvetur Kvenréttindafélag Íslands til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín.

Margir hafa leitað á bráðamóttökuna eftir að hafa runnið í fljúgandi hálku. Við ræðum við hjúkrunarfræðing í beinni.

Klippa: Kvöldfréttir 26. nóvember 2025

Þá sjáum við sláandi myndir frá miklum eldsvoða í Hong Kong, heyrum í atvinnuvegaráðherra um fyrirhugað laxeldi í Mjóafirði og kíkjum í dýraathvarf þar sem fólki býðst að ættleiða kalkún í stað þess að borða hann á þakkargjörðarhátíðinni.

Í Sportpakkanum gerum við upp opnunarleik HM kvenna í handbolta þar sem Íslendingar mættu heimakonum í Þýskalandi. Í Íslandi í dag kynnum við okkur nýútkomna plötu Rosalíu sem hefur bæði verið kölluð meistaraverk og plata áratugarins, en Íslendingar eru þar í lykilhlutverki.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×