„Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. nóvember 2025 12:04 Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem stjörnu Sævar. Gisting á Íslandi er nánast uppbókuð í tengslum við almyrkva á sólu í ágúst á næsta ári og stjórnvöld hafa skipað stýrihóp sem á að samræma og samhæfa undirbúning vegna myrkvans. Sævar Helgi Bragason stjörnuáhugamaður segir að dæmi séu um að verð á gistingu hafi fjórfaldast. Almyrkvi á sólu verður þann 12. ágúst næsta sumar en þetta verður í fyrsta sinn síðan árið 1954 sem almyrkvi verður sýnilegur á Íslandi. Almyrkvaslóðin mun liggja yfir Vestfirði, Snæfellsnes, höfuðborgarsvæðið og Reykjanesskaga og er þegar orðið vart við gríðarlegan áhuga erlendra ferðamanna á að sækja Ísland heim í tengslum við myrkvann. Sævar Helgi Bragason stjörnuáhugamaður sem heldur úti vefsíðunni solmyrkvi2026.is segir að þau fáu hótelherbergi sem séu laus séu á gríðarlega háu verði. „Ég er farinn að fá tölvupósta frá fólki sem ég kannast við og kannast ekki við sem er í vandræðum með að leita og finna gistingu bæði innan og utan slóðar,“ sagði Sævar Helgi í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fjórföld verðhækkun á gistingu Einnig er mikil eftirspurn eftir íbúðagistingu og þar ræður lögmálið um framboð og eftirspurn, fáir láti hátt verð stoppa sig í að sjá viðburð sem þennan. „Ég fékk einmitt tölvupóst frá manni sem var að reyna að bóka Airbnb og lenti í því að honum tókst að bóka en svo var bara afbókað jafnharðan þegar fólk áttaði sig á um hvaða dagsetningu var að ræða og þá var verð hækkað tvöfalt, þrefalt og jafnvel fjórfalt. Þetta hefur líka neikvæðar hliðar, fólk fær pínu neikvæða mynd af því hvernig kaupin gerast á eyrinni og þetta hefur áhrif á orðspor.“ Stjórnvöld hafa skipað stýrihóp í tengslum við sólmyrkvann sem hefur það hlutverk að tryggja yfirsýn allra verkþátta sem tengjast atburðinum. „Það þarf að huga að umferð, sérstaklega á stöðum sem er líklegt að verði mjög annasamir og það á sérstaklega við um Snæfellsnesið, bæði norðanvert og sunnanvert þar sem vegir eru ekki endilega þeir bestu á landinu. Það eru fyrst og fremst umferðamál, safnsvæði þar sem fólk getur komið saman og sömuleiðis þjónusta og salernismál því þetta verður svona þjóðhátíðarstemmning, nema bara margföld“. Lýst yfir neyðarástandi fyrir fram Sævar Helgi segir Íslendinga ekki átta sig á fyrir hversu stór viðburður þetta sé. „Við erum ekki eins illa undirbúin og við vorum fyrir nokkrum mánuðum síðan en það er þökk sé þrotlausri vinnu að ýta á hagsmunaaðila. Þetta er allt að koma en betur má ef duga skal. Þetta er gullið tækifæri sem við eigum að grípa, ekki bara fyrir ferðafólkið heldur fyrir okkur sjálf því við fáum ekki að upplifa þennan atburð aftur fyrr en eftir 170 ár, árið 2196.“ Eins og áður segir má búast við töluverðum atgangi þegar að sólmyrkvanum kemur. „Það er eitthvað sem gerist alls staðar í heiminum og til dæmis í Bandaríkjunum var ákveðið að lýsa yfir neyðarástandi fyrir fram vegna umferðar sem búist var við, við eigum ekki von á alveg eins mikilli umferð en þetta verður mjög mikið fár og fólk þarf að átta sig á því en sem betur fer er það samtal hafið.“ Sveitarfélög þurfi að huga að tjaldsvæðum Þá sé sömuleiðis mikil eftirspurn eftir tjaldsvæðum, tjaldvögnum og bílastæðum fyrir þá. Sveitarfélög þurfi að hafa það í huga. „Ég fæ helling af fyrirspurnum um ráðleggingar hvar fólk á að vera og er að reyna mitt besta við að aðstoða. Ég get voðalega lítið sagt þegar ekki er búið að ákveða hvar fólk á að safnast saman og þarf að vita það sem fyrst hjá sveitarfélögunum.“ Hann segir um að ræða gullið tækifæri til að efla áhuga barna á vísindum og náttúru sem veiti ekki af. Hann vill að farið verði í fræðsluátak og segir að augu allra barna muni beinast til himins þennan dag. „Þau munu öll upplifa eitthvað stórkostlegt sama hvort það verður skýjað eða heiðskírt og við ætlum ekki að missa af því tækifæri, ég bara trúi því ekki,“ sagði Sævar Helgi að lokum. Almyrkvi 12. ágúst 2026 Ferðaþjónusta Airbnb Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Almyrkvi á sólu verður þann 12. ágúst næsta sumar en þetta verður í fyrsta sinn síðan árið 1954 sem almyrkvi verður sýnilegur á Íslandi. Almyrkvaslóðin mun liggja yfir Vestfirði, Snæfellsnes, höfuðborgarsvæðið og Reykjanesskaga og er þegar orðið vart við gríðarlegan áhuga erlendra ferðamanna á að sækja Ísland heim í tengslum við myrkvann. Sævar Helgi Bragason stjörnuáhugamaður sem heldur úti vefsíðunni solmyrkvi2026.is segir að þau fáu hótelherbergi sem séu laus séu á gríðarlega háu verði. „Ég er farinn að fá tölvupósta frá fólki sem ég kannast við og kannast ekki við sem er í vandræðum með að leita og finna gistingu bæði innan og utan slóðar,“ sagði Sævar Helgi í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fjórföld verðhækkun á gistingu Einnig er mikil eftirspurn eftir íbúðagistingu og þar ræður lögmálið um framboð og eftirspurn, fáir láti hátt verð stoppa sig í að sjá viðburð sem þennan. „Ég fékk einmitt tölvupóst frá manni sem var að reyna að bóka Airbnb og lenti í því að honum tókst að bóka en svo var bara afbókað jafnharðan þegar fólk áttaði sig á um hvaða dagsetningu var að ræða og þá var verð hækkað tvöfalt, þrefalt og jafnvel fjórfalt. Þetta hefur líka neikvæðar hliðar, fólk fær pínu neikvæða mynd af því hvernig kaupin gerast á eyrinni og þetta hefur áhrif á orðspor.“ Stjórnvöld hafa skipað stýrihóp í tengslum við sólmyrkvann sem hefur það hlutverk að tryggja yfirsýn allra verkþátta sem tengjast atburðinum. „Það þarf að huga að umferð, sérstaklega á stöðum sem er líklegt að verði mjög annasamir og það á sérstaklega við um Snæfellsnesið, bæði norðanvert og sunnanvert þar sem vegir eru ekki endilega þeir bestu á landinu. Það eru fyrst og fremst umferðamál, safnsvæði þar sem fólk getur komið saman og sömuleiðis þjónusta og salernismál því þetta verður svona þjóðhátíðarstemmning, nema bara margföld“. Lýst yfir neyðarástandi fyrir fram Sævar Helgi segir Íslendinga ekki átta sig á fyrir hversu stór viðburður þetta sé. „Við erum ekki eins illa undirbúin og við vorum fyrir nokkrum mánuðum síðan en það er þökk sé þrotlausri vinnu að ýta á hagsmunaaðila. Þetta er allt að koma en betur má ef duga skal. Þetta er gullið tækifæri sem við eigum að grípa, ekki bara fyrir ferðafólkið heldur fyrir okkur sjálf því við fáum ekki að upplifa þennan atburð aftur fyrr en eftir 170 ár, árið 2196.“ Eins og áður segir má búast við töluverðum atgangi þegar að sólmyrkvanum kemur. „Það er eitthvað sem gerist alls staðar í heiminum og til dæmis í Bandaríkjunum var ákveðið að lýsa yfir neyðarástandi fyrir fram vegna umferðar sem búist var við, við eigum ekki von á alveg eins mikilli umferð en þetta verður mjög mikið fár og fólk þarf að átta sig á því en sem betur fer er það samtal hafið.“ Sveitarfélög þurfi að huga að tjaldsvæðum Þá sé sömuleiðis mikil eftirspurn eftir tjaldsvæðum, tjaldvögnum og bílastæðum fyrir þá. Sveitarfélög þurfi að hafa það í huga. „Ég fæ helling af fyrirspurnum um ráðleggingar hvar fólk á að vera og er að reyna mitt besta við að aðstoða. Ég get voðalega lítið sagt þegar ekki er búið að ákveða hvar fólk á að safnast saman og þarf að vita það sem fyrst hjá sveitarfélögunum.“ Hann segir um að ræða gullið tækifæri til að efla áhuga barna á vísindum og náttúru sem veiti ekki af. Hann vill að farið verði í fræðsluátak og segir að augu allra barna muni beinast til himins þennan dag. „Þau munu öll upplifa eitthvað stórkostlegt sama hvort það verður skýjað eða heiðskírt og við ætlum ekki að missa af því tækifæri, ég bara trúi því ekki,“ sagði Sævar Helgi að lokum.
Almyrkvi 12. ágúst 2026 Ferðaþjónusta Airbnb Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira