Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. nóvember 2025 12:51 Björgunarsveitin kom ferðalöngum á jeppling til aðstoðar. Landsbjörg Björgunarsveitin kom ferðalöngum til aðstoðar í gærkvöldi eftir að þeir festu sig í vaði norðan Torfajökuls. Verkefnið tók rúmar átta klukkustundir vegna mikils snjós. Björgunarsveitirnar Stjarnan í Skaftártungum og Flugbjörgunarsveitin á Hellu voru boðaðar út í gærkvöldi. Ferðalangarnir voru á litlum jeppa og festu sig í vaði yfir Dalakvísl, skammt frá Glaðheimum norðan Torfajökuls. Í fréttatilkynningu frá Landsbjörg segir að björgunarsveitin Stjarnan hafi lagt af stað á tveimur bílum um klukkan hálf fimm. Þegar komið var áleiðis var ljóst að færðin væri orðin talsvert þung þar sem bæði hafði snjóað og talsvert skafið. Því var ákveðið að kalla einnig út Flugbjörgunarsveitina á Hellu til að mæta Stjörnumönnum og tryggja bjargir á staðnum. Einnig féll lítið snjóflóð rétt hjá Stjörnumönnum en náði það þó ekki niður í slóðann sem björgunarmenn voru að feta. Eftir fjögurra klukkustunda ferðalag komust þeir að jepplingnum sem var orðinn talsvert bólginn af krapa og snjó. Stjörnumenn urðu varir við snjóflóð.Landsbjörg „Tæpum klukkutíma síðar, eða um hálf tíu, voru björgunarmenn frá Hellu komnir á staðinn og var þá farið í að koma taug í bílinn. Dregin var taug austan frá, yfir ána og sett fast í bílinn að framanverðu og hann svo dreginn yfir ána sem gekk vandræðalaust,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Eftir að bíllinn var kominn upp úr vaðinu hélt Flugbjörgunarsveitin heim á leið og var komin þangað að verða eitt um nótt. Stjörnumenn fylgdu ferðalöngunum austur og komu ekki til byggða fyrr en á öðrum tímanum. Ferðalangarnir fengu eldsneyti til áframhaldandi ferðar sinnar hjá björgunarsveitinni og gátu þá haldið ferð áfram í gististað sem þeir höfðu þá útvegað sér. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Björgunarsveitirnar Stjarnan í Skaftártungum og Flugbjörgunarsveitin á Hellu voru boðaðar út í gærkvöldi. Ferðalangarnir voru á litlum jeppa og festu sig í vaði yfir Dalakvísl, skammt frá Glaðheimum norðan Torfajökuls. Í fréttatilkynningu frá Landsbjörg segir að björgunarsveitin Stjarnan hafi lagt af stað á tveimur bílum um klukkan hálf fimm. Þegar komið var áleiðis var ljóst að færðin væri orðin talsvert þung þar sem bæði hafði snjóað og talsvert skafið. Því var ákveðið að kalla einnig út Flugbjörgunarsveitina á Hellu til að mæta Stjörnumönnum og tryggja bjargir á staðnum. Einnig féll lítið snjóflóð rétt hjá Stjörnumönnum en náði það þó ekki niður í slóðann sem björgunarmenn voru að feta. Eftir fjögurra klukkustunda ferðalag komust þeir að jepplingnum sem var orðinn talsvert bólginn af krapa og snjó. Stjörnumenn urðu varir við snjóflóð.Landsbjörg „Tæpum klukkutíma síðar, eða um hálf tíu, voru björgunarmenn frá Hellu komnir á staðinn og var þá farið í að koma taug í bílinn. Dregin var taug austan frá, yfir ána og sett fast í bílinn að framanverðu og hann svo dreginn yfir ána sem gekk vandræðalaust,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Eftir að bíllinn var kominn upp úr vaðinu hélt Flugbjörgunarsveitin heim á leið og var komin þangað að verða eitt um nótt. Stjörnumenn fylgdu ferðalöngunum austur og komu ekki til byggða fyrr en á öðrum tímanum. Ferðalangarnir fengu eldsneyti til áframhaldandi ferðar sinnar hjá björgunarsveitinni og gátu þá haldið ferð áfram í gististað sem þeir höfðu þá útvegað sér.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira