Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2025 12:16 Jasmín Erla Ingadóttir varð bikarmeistari með Val og vill berjast um fleiri titla. Vísir/Anton Brink „Það eru breyttar forsendur sem ráða þessu,“ segir Jasmín Erla Ingadóttir. Þessi 27 ára fótboltakona hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi við Val og íhugar nú næsta skref. Valur greindi frá brotthvarfi Jasmínar á Facebook í dag. Þar er henni þakkað fyrir árin tvö með liðinu og ekki síst hennar framlag í bikarmeistaratitlinum í fyrra. Jasmín er ósátt við þær breytingar sem urðu eftir leiktíðina í fyrra, þegar Pétur Pétursson og Adda Baldursdóttir hættu sem þjálfarar og öflugir, reynslumiklir leikmenn voru látnir fara. Valur var langt frá titilbaráttu á síðustu leiktíð og nú hafa fleiri leikmenn, landsliðskonur með mikla reynslu, kvatt félagið. Það ákvað Jasmín einnig að gera og ástæðan er skýr. Kom ekki fyrir uppbyggingarstefnu „Breytt stefna. Allt í góðu með það. Það er einhver uppbyggingarstefna í gangi sem er í fínu lagi en ég kom bara ekki fyrir það. Ég kom til að vinna titla og það var aðalmarkmiðið þegar ég kom til Péturs og Öddu [þáverandi þjálfara Vals], og hópurinn var náttúrulega í samræmi við það. En það hafa orðið gríðarlega miklar breytingar á hópnum,“ sagði Jasmín við Vísi í dag. Ánægð með fyrra árið en síðasta sumar tók á Ný stjórn knattspyrnudeildar Vals tók við eftir leiktíðina í fyrra og virðast hugmyndir hennar um kvennaliðið afar ólíkar þeim sem fyrri stjórn hafði. Ungir og efnilegir leikmenn hafa verið sóttir en liðið að sama skapi ekki eins vel í stakk búið til að sækja stóru titlana. „Þegar ég kom var Valur langbesta liðið á landinu og að vinna alla titla. Ég kom í þannig lið og átti eitt tímabil þar sem við vorum bara óheppnar að vinna ekki Íslandsmeistaratitilinn, en unnum bikarinn. Ég er mjög ánægð með það tímabil og þakklát Pétri og Öddu að hafa fengið mig, en svo verður einhver vendipunktur og allt snýst við,“ sagði Jasmín sem naut þess ekki að vera í miðjumoði með Val í sumar: „Þetta var eiginlega mikil vonbrigði og erfitt tímabil. Þetta tók gríðarlega á hópinn. Við vorum alveg með gott lið en náðum ekki að spila nógu vel saman og ég held að atburðir vetrarins, þegar margir leikmenn fóru, hafi setið í okkur.“ Mamma sem vill að næsta skref verði þess virði Aðspurð hvort næsta skref væri þegar ákveðið sagði Jasmín svo ekki vera: „Mér er búið að líða mjög vel með að vera í fríi og ég ætla bara að sjá til með framhaldið. Næsta skref verður að vera þess virði. Í sumar fannst mér þetta ekki þess virði, að vera með barn og eyða öllum þessum tíma. Þetta þarf að vera mjög spennandi og mig langar að prófa eitthvað nýtt, annað hvort hér eða úti.“ Besta deild kvenna Valur Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira
Valur greindi frá brotthvarfi Jasmínar á Facebook í dag. Þar er henni þakkað fyrir árin tvö með liðinu og ekki síst hennar framlag í bikarmeistaratitlinum í fyrra. Jasmín er ósátt við þær breytingar sem urðu eftir leiktíðina í fyrra, þegar Pétur Pétursson og Adda Baldursdóttir hættu sem þjálfarar og öflugir, reynslumiklir leikmenn voru látnir fara. Valur var langt frá titilbaráttu á síðustu leiktíð og nú hafa fleiri leikmenn, landsliðskonur með mikla reynslu, kvatt félagið. Það ákvað Jasmín einnig að gera og ástæðan er skýr. Kom ekki fyrir uppbyggingarstefnu „Breytt stefna. Allt í góðu með það. Það er einhver uppbyggingarstefna í gangi sem er í fínu lagi en ég kom bara ekki fyrir það. Ég kom til að vinna titla og það var aðalmarkmiðið þegar ég kom til Péturs og Öddu [þáverandi þjálfara Vals], og hópurinn var náttúrulega í samræmi við það. En það hafa orðið gríðarlega miklar breytingar á hópnum,“ sagði Jasmín við Vísi í dag. Ánægð með fyrra árið en síðasta sumar tók á Ný stjórn knattspyrnudeildar Vals tók við eftir leiktíðina í fyrra og virðast hugmyndir hennar um kvennaliðið afar ólíkar þeim sem fyrri stjórn hafði. Ungir og efnilegir leikmenn hafa verið sóttir en liðið að sama skapi ekki eins vel í stakk búið til að sækja stóru titlana. „Þegar ég kom var Valur langbesta liðið á landinu og að vinna alla titla. Ég kom í þannig lið og átti eitt tímabil þar sem við vorum bara óheppnar að vinna ekki Íslandsmeistaratitilinn, en unnum bikarinn. Ég er mjög ánægð með það tímabil og þakklát Pétri og Öddu að hafa fengið mig, en svo verður einhver vendipunktur og allt snýst við,“ sagði Jasmín sem naut þess ekki að vera í miðjumoði með Val í sumar: „Þetta var eiginlega mikil vonbrigði og erfitt tímabil. Þetta tók gríðarlega á hópinn. Við vorum alveg með gott lið en náðum ekki að spila nógu vel saman og ég held að atburðir vetrarins, þegar margir leikmenn fóru, hafi setið í okkur.“ Mamma sem vill að næsta skref verði þess virði Aðspurð hvort næsta skref væri þegar ákveðið sagði Jasmín svo ekki vera: „Mér er búið að líða mjög vel með að vera í fríi og ég ætla bara að sjá til með framhaldið. Næsta skref verður að vera þess virði. Í sumar fannst mér þetta ekki þess virði, að vera með barn og eyða öllum þessum tíma. Þetta þarf að vera mjög spennandi og mig langar að prófa eitthvað nýtt, annað hvort hér eða úti.“
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira