Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2025 14:32 Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir ótækt að breytingar séu ekki kynntar með betri fyrirvara. Vísir/Vilhelm Sjúklingar sem hugðust leysa út ákveðin lyf í vikunni þurftu sumir að greiða tugþúsundum meira en þeir áttu von á út af reglugerðarbreytingu Sjúkratrygginga. Formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir breytinguna hafa verið fyrirvaralausa, sem sé ótækt. Á mánudag fengu lyfsalar senda tilkynningu um breytingar á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga í ákveðnu lyfi. Tilkynningin kom sama dag og breytingin tók gildi eða 1. desember. „Í þessu allavega einstaka tilfelli, sem búið er að taka ákvörðun um að gera núna, er ákveðið ADHD-lyf sem margir þekkja sem Elvanse eða Volidax og það þýðir að ef að viðkomandi einstaklingur er að nota þetta lyf umfram hámarksskammt þá fellur kostnaður á einstaklinginn,“ segir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Hún segist hafa fengið ótal símtöl frá ósáttum lyfjafræðingum. Dæmi hafi verið um að fólk sem var komið umfram hámarksskammt þurfti í stað þess að greiða núll krónur skyndilega að borga 33 þúsund krónur fyrir skammtinn. „Og það eru að koma jól. Og þetta eru bara ekki ásættanleg vinnubrögð.“ Lyfjafræðingafélagið setti sig í samband við Sjúkratryggingar sem tilkynntu á miðvikudag að breytingunni hefði verið frestað um mánuð og tekur gildi á nýju ári. „Við metum það sem svo að það var hlustað á okkur, algjörlega, en tíminn verður að leiða í ljós hvort að nægilegar upplýsingar fáist síðan ef að það á að breyta einhverju. En það er alveg ljóst að þetta vinnulag verður að laga. Vegna þess að svona gengur ekki.“ Læknar og lyfjafræðingar verði að vera upplýstir um breytingarnar, geta útskýrt fyrir sjúklingum sínum að þeir séu komnir umfram hámarksmagn lyfjanna og nú þurfi þeir að greiða kostnaðinn algjörlega sjálfir. „Og þá eiga kost á því að velja um aðra lyfjameðferð eða trappa sig niður. Það sé ekki hægt að skella þessu bara svona afturvirkt á þá þegar þeir sækja lyfin,“ segir Sigurbjörg Sæunn. Lyf Sjúkratryggingar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira
Á mánudag fengu lyfsalar senda tilkynningu um breytingar á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga í ákveðnu lyfi. Tilkynningin kom sama dag og breytingin tók gildi eða 1. desember. „Í þessu allavega einstaka tilfelli, sem búið er að taka ákvörðun um að gera núna, er ákveðið ADHD-lyf sem margir þekkja sem Elvanse eða Volidax og það þýðir að ef að viðkomandi einstaklingur er að nota þetta lyf umfram hámarksskammt þá fellur kostnaður á einstaklinginn,“ segir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Hún segist hafa fengið ótal símtöl frá ósáttum lyfjafræðingum. Dæmi hafi verið um að fólk sem var komið umfram hámarksskammt þurfti í stað þess að greiða núll krónur skyndilega að borga 33 þúsund krónur fyrir skammtinn. „Og það eru að koma jól. Og þetta eru bara ekki ásættanleg vinnubrögð.“ Lyfjafræðingafélagið setti sig í samband við Sjúkratryggingar sem tilkynntu á miðvikudag að breytingunni hefði verið frestað um mánuð og tekur gildi á nýju ári. „Við metum það sem svo að það var hlustað á okkur, algjörlega, en tíminn verður að leiða í ljós hvort að nægilegar upplýsingar fáist síðan ef að það á að breyta einhverju. En það er alveg ljóst að þetta vinnulag verður að laga. Vegna þess að svona gengur ekki.“ Læknar og lyfjafræðingar verði að vera upplýstir um breytingarnar, geta útskýrt fyrir sjúklingum sínum að þeir séu komnir umfram hámarksmagn lyfjanna og nú þurfi þeir að greiða kostnaðinn algjörlega sjálfir. „Og þá eiga kost á því að velja um aðra lyfjameðferð eða trappa sig niður. Það sé ekki hægt að skella þessu bara svona afturvirkt á þá þegar þeir sækja lyfin,“ segir Sigurbjörg Sæunn.
Lyf Sjúkratryggingar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira