Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2025 14:32 Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir ótækt að breytingar séu ekki kynntar með betri fyrirvara. Vísir/Vilhelm Sjúklingar sem hugðust leysa út ákveðin lyf í vikunni þurftu sumir að greiða tugþúsundum meira en þeir áttu von á út af reglugerðarbreytingu Sjúkratrygginga. Formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir breytinguna hafa verið fyrirvaralausa, sem sé ótækt. Á mánudag fengu lyfsalar senda tilkynningu um breytingar á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga í ákveðnu lyfi. Tilkynningin kom sama dag og breytingin tók gildi eða 1. desember. „Í þessu allavega einstaka tilfelli, sem búið er að taka ákvörðun um að gera núna, er ákveðið ADHD-lyf sem margir þekkja sem Elvanse eða Volidax og það þýðir að ef að viðkomandi einstaklingur er að nota þetta lyf umfram hámarksskammt þá fellur kostnaður á einstaklinginn,“ segir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Hún segist hafa fengið ótal símtöl frá ósáttum lyfjafræðingum. Dæmi hafi verið um að fólk sem var komið umfram hámarksskammt þurfti í stað þess að greiða núll krónur skyndilega að borga 33 þúsund krónur fyrir skammtinn. „Og það eru að koma jól. Og þetta eru bara ekki ásættanleg vinnubrögð.“ Lyfjafræðingafélagið setti sig í samband við Sjúkratryggingar sem tilkynntu á miðvikudag að breytingunni hefði verið frestað um mánuð og tekur gildi á nýju ári. „Við metum það sem svo að það var hlustað á okkur, algjörlega, en tíminn verður að leiða í ljós hvort að nægilegar upplýsingar fáist síðan ef að það á að breyta einhverju. En það er alveg ljóst að þetta vinnulag verður að laga. Vegna þess að svona gengur ekki.“ Læknar og lyfjafræðingar verði að vera upplýstir um breytingarnar, geta útskýrt fyrir sjúklingum sínum að þeir séu komnir umfram hámarksmagn lyfjanna og nú þurfi þeir að greiða kostnaðinn algjörlega sjálfir. „Og þá eiga kost á því að velja um aðra lyfjameðferð eða trappa sig niður. Það sé ekki hægt að skella þessu bara svona afturvirkt á þá þegar þeir sækja lyfin,“ segir Sigurbjörg Sæunn. Lyf Sjúkratryggingar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Á mánudag fengu lyfsalar senda tilkynningu um breytingar á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga í ákveðnu lyfi. Tilkynningin kom sama dag og breytingin tók gildi eða 1. desember. „Í þessu allavega einstaka tilfelli, sem búið er að taka ákvörðun um að gera núna, er ákveðið ADHD-lyf sem margir þekkja sem Elvanse eða Volidax og það þýðir að ef að viðkomandi einstaklingur er að nota þetta lyf umfram hámarksskammt þá fellur kostnaður á einstaklinginn,“ segir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Hún segist hafa fengið ótal símtöl frá ósáttum lyfjafræðingum. Dæmi hafi verið um að fólk sem var komið umfram hámarksskammt þurfti í stað þess að greiða núll krónur skyndilega að borga 33 þúsund krónur fyrir skammtinn. „Og það eru að koma jól. Og þetta eru bara ekki ásættanleg vinnubrögð.“ Lyfjafræðingafélagið setti sig í samband við Sjúkratryggingar sem tilkynntu á miðvikudag að breytingunni hefði verið frestað um mánuð og tekur gildi á nýju ári. „Við metum það sem svo að það var hlustað á okkur, algjörlega, en tíminn verður að leiða í ljós hvort að nægilegar upplýsingar fáist síðan ef að það á að breyta einhverju. En það er alveg ljóst að þetta vinnulag verður að laga. Vegna þess að svona gengur ekki.“ Læknar og lyfjafræðingar verði að vera upplýstir um breytingarnar, geta útskýrt fyrir sjúklingum sínum að þeir séu komnir umfram hámarksmagn lyfjanna og nú þurfi þeir að greiða kostnaðinn algjörlega sjálfir. „Og þá eiga kost á því að velja um aðra lyfjameðferð eða trappa sig niður. Það sé ekki hægt að skella þessu bara svona afturvirkt á þá þegar þeir sækja lyfin,“ segir Sigurbjörg Sæunn.
Lyf Sjúkratryggingar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira