Íslenski boltinn

Þor­lákur sagði upp störfum hjá ÍBV

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, vildi ekki halda áfram með ÍBV.
Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, vildi ekki halda áfram með ÍBV. Vísir/Diego

Þorlákur Árnason verður ekki áfram þjálfari ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta þrátt fyrir að hafa framlengt samning sinn í haust.

Knattspyrnudeild ÍBV sagði frá því í kvöld að Þorlákur hefði sagt upp störfum frá og með deginum í dag.

„Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV harmar þessa ákvörðun. Þorlákur tilkynnti þessa ákvörðun í dag til framkvæmdastjóra ÍBV íþróttafélags,“ segir í frétt á miðlum ÍBV.

Þorlákur gerði frábæra hluti með ÍBV í sumar þrátt fyrir mikið mótlæti og mikla óheppni með meiðsli lykilmanna.

Eyjamenn enduðu í þriðja sæti í neðri hlutanum en liðið vann 9 af 27 leikjum sínum og var með markatöluna 34-37.

Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV mun hefjast strax handa við að ráða nýjan þjálfara fyrir karlalið ÍBV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×