Lífið

Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bjarni var umtalsvert harðari en þeir Fannar og Benni þegar hann smakkaði drykkinn. Fannar kláraði úr glasinu að lokum.
Bjarni var umtalsvert harðari en þeir Fannar og Benni þegar hann smakkaði drykkinn. Fannar kláraði úr glasinu að lokum.

Í þættinum Gott kvöld á föstudagskvöldið mætti Bjarni Benediktsson og ræddi við þá Benna, Fannar og Sveppa og það á léttu nótunum. Bjarni hefur tekið sér algjört frí frá því að hann yfirgaf svið stjórnmálanna.

Eins og margir vita var Sverrir Þór lengi vel partur af þættinum 70 mínútum og fóru þeir félagar reglulega í dagskrálið sem ber heitið Ógeðsdrykkur. 

Þá mættu allir með eitt hráefni og var allt sett í blandara.

Nú rúmlega tuttugu árum seinna var komið að næsta ógeðsdrykk og blandaði Sveppi fyrir þá félaga. Menn tóku þessu misjafnlega og kúguðust sumir eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.