Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. desember 2025 11:37 Joakim Vigelius og Juho Eerola lýstu yfir stuðningi við Söruh Dzafce, annar með mynd og hinn með færslu. Finnsk fegurðardrottning, sem var svipt titlinum Ungfrú Finnland í gær vegna rasískrar hegðunar, hefur fengið stuðning frá tveimur finnskum stjórnmálamönnum úr hægriflokknum Sönnum Finnum. Annar birti mynd af sér að gera sig skáeygðan og hinn lýsti því yfir að honum þætti miskunnar- og húmorslaust að svipta hana titlinum. Hin sænsk-kósovska Sarah Dzafce var kjörin Ungfrú Finnland 6. september síðastliðinn og keppti í Ungfrú heimi í lok nóvember. Eftir heimkomuna birti Dzafce mynd af sér á samfélagsmiðlinum Jodel þar sem hún gerði sig skáeygða og skrifaði við hana: „Borðað með Kínverja“. Eins og gefur að skilja vakti gjörningurinn sterk viðbrögð, Dzafce sagðist í fyrstu bara hafa verið að nudda á sér gagnaugun vegna höfuðverkjar en gekkst á endanum við rasísku gríninu og baðst afsökunar. Hún var síðan svipt titlinum á blaðamannafundi í gær og fór hann til þeirrar sem hreppti annað sætið upphaflega. „Ég er Sarah“ Síðdegis í gær breytti finnski þingmaðurinn Juho Eerola prófílmynd sinni á Facebook. Á nýju myndinni mátti sjá hann gera sig skáeygðan á sama máta og fegurðardrottningin hafði gert. Finnski miðillinnHelsingin Sanomat fjallar um málið. Myndin sem Eerola birti á Facebook. Við myndina skrifaði hann „Je Suis Sarah“ eða „Ég er Sarah“ sem er vísun í „Je Suis Charlie“ sem varð að slagorði eftir hryðjuverkaárásina á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París 2015. Eerola hefur verið í þjóðernissinnaða hægriflokknum Sönnum Finnum frá 2006, var fyrst kjörinn á finnska þingið 2011 og hefur jafnframt verið í leiðtogahlutverkum innan flokksins. Eitt helsta baráttumál flokksins er að hefta straum innflytjenda til landsins. Hakkarahópurinn Anonymous lak árið 2011 umsóknum í nýnasistahópinn Norðurvígi og reyndist aðstoðarmaður Eerola, Ulla Pyysalo, hafa sótt um. Eerola sjálfur hafði verið meðlimur í þjóðernissinnuðu samtökunum Suomen Sisu en sagði sig úr þeim því honum fannst þátttaka hans í samtökunum notuð sem vopn gegn Sönnum Finnum. Miskunnarlaust, teprulegt og húmorslaust Eerola er ekki sá eini úr Sönnum Finnum sem hefur tjáð sig um málið. Joakim Vigelius, þingmaður flokksins og fyrrverandi formaður ungliðahreyfingar hans, tjáði sig um málið á X (Twitter) og Instagram. Hann sagði þar að fjölmiðla- og samfélagsmiðlaumhverfið í dag einkenndist af miskunnarleysi. Fólk mætti ekki gera mistök, tala frjálslega, grínast eða móðga neinn, annars verði það traðkaða ofan í jörðina. Fólk mætti ekki grínast lengur og spurði hann svo hvort fólki þætti það sanngjarnt að Dzafce hefði verið svipt titlinum vegna þessa. „Mér finnst það ekki. Mér finnst þetta sjúkt. Teprulegt, húmorslaust og umfram allt miskunnarlaust. Og ég er ekki bara að tala um fegurðarsamkeppnishneykslið heldur stöðugar nornaveiðarnar og móralska rausið.“ View this post on Instagram A post shared by Joakim Vigelius (@joakimvigelius) Finnland Fegurðarsamkeppnir Samfélagsmiðlar Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira
Hin sænsk-kósovska Sarah Dzafce var kjörin Ungfrú Finnland 6. september síðastliðinn og keppti í Ungfrú heimi í lok nóvember. Eftir heimkomuna birti Dzafce mynd af sér á samfélagsmiðlinum Jodel þar sem hún gerði sig skáeygða og skrifaði við hana: „Borðað með Kínverja“. Eins og gefur að skilja vakti gjörningurinn sterk viðbrögð, Dzafce sagðist í fyrstu bara hafa verið að nudda á sér gagnaugun vegna höfuðverkjar en gekkst á endanum við rasísku gríninu og baðst afsökunar. Hún var síðan svipt titlinum á blaðamannafundi í gær og fór hann til þeirrar sem hreppti annað sætið upphaflega. „Ég er Sarah“ Síðdegis í gær breytti finnski þingmaðurinn Juho Eerola prófílmynd sinni á Facebook. Á nýju myndinni mátti sjá hann gera sig skáeygðan á sama máta og fegurðardrottningin hafði gert. Finnski miðillinnHelsingin Sanomat fjallar um málið. Myndin sem Eerola birti á Facebook. Við myndina skrifaði hann „Je Suis Sarah“ eða „Ég er Sarah“ sem er vísun í „Je Suis Charlie“ sem varð að slagorði eftir hryðjuverkaárásina á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París 2015. Eerola hefur verið í þjóðernissinnaða hægriflokknum Sönnum Finnum frá 2006, var fyrst kjörinn á finnska þingið 2011 og hefur jafnframt verið í leiðtogahlutverkum innan flokksins. Eitt helsta baráttumál flokksins er að hefta straum innflytjenda til landsins. Hakkarahópurinn Anonymous lak árið 2011 umsóknum í nýnasistahópinn Norðurvígi og reyndist aðstoðarmaður Eerola, Ulla Pyysalo, hafa sótt um. Eerola sjálfur hafði verið meðlimur í þjóðernissinnuðu samtökunum Suomen Sisu en sagði sig úr þeim því honum fannst þátttaka hans í samtökunum notuð sem vopn gegn Sönnum Finnum. Miskunnarlaust, teprulegt og húmorslaust Eerola er ekki sá eini úr Sönnum Finnum sem hefur tjáð sig um málið. Joakim Vigelius, þingmaður flokksins og fyrrverandi formaður ungliðahreyfingar hans, tjáði sig um málið á X (Twitter) og Instagram. Hann sagði þar að fjölmiðla- og samfélagsmiðlaumhverfið í dag einkenndist af miskunnarleysi. Fólk mætti ekki gera mistök, tala frjálslega, grínast eða móðga neinn, annars verði það traðkaða ofan í jörðina. Fólk mætti ekki grínast lengur og spurði hann svo hvort fólki þætti það sanngjarnt að Dzafce hefði verið svipt titlinum vegna þessa. „Mér finnst það ekki. Mér finnst þetta sjúkt. Teprulegt, húmorslaust og umfram allt miskunnarlaust. Og ég er ekki bara að tala um fegurðarsamkeppnishneykslið heldur stöðugar nornaveiðarnar og móralska rausið.“ View this post on Instagram A post shared by Joakim Vigelius (@joakimvigelius)
Finnland Fegurðarsamkeppnir Samfélagsmiðlar Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira