Íslenski boltinn

Axel verður á­fram hjá Aftur­eldingu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Axel Óskar með hvatningaróp til liðsfélaga sinna í sumar.
Axel Óskar með hvatningaróp til liðsfélaga sinna í sumar. vísir

Axel Óskar Andrésson hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu um tvö ár til viðbótar og verður leikmaður liðsins í Lengjudeildinni á næsta ári.

Axel gekk til liðs við uppeldisfélag sitt í Mosfellsbænum fyrir síðasta tímabil og var lykilleikmaður í frumraun Aftureldingar í efstu deild, eftir að hafa spilað með KR árið áður.

Hann gekk ungur til liðs við Reading á Englandi og spilaði síðan í Noregi, Lettlandi og Svíþjóð áður en leiðin lá heim til Íslands árið 2024.

Jökull Andrésson, markmaður og bróðir Axels, gekk einnig til liðs við Aftureldingu fyrir síðasta tímabil en söðlaði um þegar félagið féll og samdi við FH.

„Afturelding fagnar því að Axel hafi framlengt samning sinn og spennandi verður að sjá hann taka næstu skref áfram með liðinu næstu árin“ segir í tilkynningu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×