Lífið

Katie Melua með tón­leika í Hörpu í júní

Atli Ísleifsson skrifar
Tónleikarnir verða 25. júní næstkomandi.
Tónleikarnir verða 25. júní næstkomandi. Aðsend

Breska söngkonan Katie Melua verður með tónleika í Eldborgarsal Hörpu í Reykjavík 25. júní næsta sumar.

Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að hún muni þar flytja öll sín bestu lög ásamt hljómsveit sinni.

Hún hefur selt meira en ellefu milljón plötur, haldið tónleika fyrir hundruðir þúsunda og hlotið 56 platínuviðurkenningar.

„Þegar Katie, sem fæddist í Tiblisi Georgíu, skrifaði undir samning hjá Dramatico Records í september árið 2002 grunaði engan mann að við útgáfu þriðju plötu hennar, „Pictures“, væri hún orðin sú söngkona á breskri grundu sem nyti mestrar hylli um heim allan. Fyrstu tvær plötur hennar, „Call Off the Search“ og „Piece By Piece“ náðu báðar fyrsta sæti í mörgum löndum.

Ferill hennar hefur verið ævintýri líkastur og m.a. hefur henni hlotnast sá heiður að spila með uppáhaldshljómsveit sinni, Queen, fyrir Nelson Mandela og einnig hefur hún spilað fyrir og snætt kvöldverð með Elísabetu drottningu í Buckinghamhöll.

Einstök og stórbrotin rödd Katie Melua, full af þroska og dýpt sem hefur þroskast síðustu áratugina, flytur okkur söngva um ástina og lífið,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.