Innlent

Skoða mál­sókn vegna látinna sona og hag­stæðustu jóla­inn­kaupin

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Fjölskyldur sem hafa misst syni og lýsa áralangri baráttu við kerfið skoða lagalega stöðu sína. Þær telja gróflega hafa verið brotið á réttindum barnanna. Faðir drengs, sem lést í bruna á Stuðlum, segir málaferli virðast þurfa til að eitthvað breytist.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. Árásarmaðurinn á Bondi-strönd í Ástralíu hefur verið ákærður fyrir voðaverkin. Nokkur fórnarlambanna voru borin til grafar í dag. 

Starfsáætlun Alþingis var kippt úr gildi í dag en til stóð að þetta yrði síðasti starfsdagur haustþings. Við verðum í beinni útsendingu með Sigmari Guðmundssyni þingflokksformanni Viðreisnar og Sigríði Andersen þingflokksformanni Miðflokksins.

Í fréttatímanum skoðum við hvar er hagstæðast að gera jólainnkaupin og sjáum niðurstöður nýrrar könnunar frá Maskínu um afstöðu fólks til ákvörðunar Rúv um að taka ekki þátt í Eurovision. Og við heyrum í hinum sautján ára gamla Viktori Bjarka, sem hefur skotist fram á sjónarsviðið í fótboltanum á árinu. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×