Innlent

Þing­störfin á lokametrunum og styttist í jóla­frí

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttunum fylgjumst við með þingstörfunum sem nú eru á lokametrunum við Austurvöll fyrir jólin.

Kílómetragjald á ökutæki er eitt helsta þrætueplið og við heyrum í formanni efnahags- og viðskiptanefndar í tímanum. 

Einnig verðum við í beinni útsendinu frá Austurvelli og könnum með fyrirhuguð þinglok. 

Að auki höldum við áfram umfjöllun okkar um manndrápið í Súlunesi en dómur í því féll á dögunum. Við ræðum við varaformann velferðarnefndar sem telur að mögulega þurfi að skýra betur í lögum hvenær heilbrigðisstarfsmenn mega rjúfa þagnarskyldu.

Í sportpakkanum fjöllum við um ögurstundina sem Blikar standa nú frammi fyrir í Sambandsdeild Evrópu. Þeir mæta Strasbourg í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×