Innlent

Glæ­ný Maskínukönnun og jólaóveður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði segir að færu kosningar eins og glæný könnun Maskínu væri glæný staða komin upp í íslenskum stjórnmálum. Við skoðum könnunina og fáum Ólaf til að rýna í hana með okkur í kvöldfréttum.

Skilmálar óverðtryggðra og verðtryggðra lána Landsbankans voru í dag dæmdir  ólöglegir í Hæstarétti. Dómurinn taldi neytendur þó ekki hafa orðið fyrir skaða og segist formaður Neytendasamtakanna hlessa. 

Forstjóri Samherja varð klökkur þegar hann talaði um langa bið föður síns með stöðu sakbornings í Samherjamálinu svokallaða. Óvissa um framhaldið hafi tekið mjög á sakborninga og fjölskyldur þeirra. 

Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna veðurs á aðfangadag. Við ræðum við veðurfræðing í beinni útsendingu. Kristján Már Unnarsson fer yfir væntanlegar styttingar á hringveginum sem kveðið er á um í samgönguáætlun og við gerum jólabókaflóðið upp í fréttatímanum. 

Í sportpakkanum hittum við á fótboltamanninn Dag Dan Þórhallsson sem er á leið til Flórída frá Kanada eftir viðburðaríkan vetur. Í Íslandi í dag heimsækjum við stúdíóið Tónhyl, þar sem bæði mestu reynsluboltar landsins og næstu vonarstjörnur semja og taka upp tónlist.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×