Lífið

Ás­geir Kol­beins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Ásgeir Kolbeins trúði ekki eigin augum yfir steininum í jólapakkanum.
Ásgeir Kolbeins trúði ekki eigin augum yfir steininum í jólapakkanum.

Mágkonurnar Hera Gísladóttir og Alexandra Ósk Jónsdóttir léku á fjölskyldumeðlimi sína þegar þau voru að opna gjafir á aðfangadagskvöld.

Þær pökkuðu inn ósköp venjulegum steini sem Alexandra gaf svo Heru. Hún opnaði pakkann og var himinlifandi, sagðist einmitt hafa viljað fá svoleiðis stein. Alexandra greindi síðan fjölskyldunni frá því að hann hafi verið keyptur í Epal, og kostaði almennt 30 þúsund krónur, en hún hefði fengið hann á tilboði og því einungis borgað 25 þúsund.

Fjölskyldan var furðu lostin. Þar á meðal var unnusti Heru, athafnamaðurinn þjóðþekkti Ásgeir Kolbeinsson, sem sagðist fyrr um daginn hafa verið niðri í fjöru og séð þar alls kyns steina ekki ólíka þessum.

Myndband náðist af hrekknum sem má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.