Innlent

Von­brigði í mennta­málum og áramótasprengja

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Ríkisstjórnin virðist ekki hafa staðist væntingar meirihluta landsmanna á því ári sem liðið er frá því að hún tók við völdum samkvæmt nýrri könnun. Ánægja með aðgerðir þeirra í menntamálum mælist einna minnst. Við rýnum í nýja könnun Maskínu í kvöldfréttum á Sýn.

Tíu létust í banaslysum í umferðinni á árinu. Við ræðum við fulltrúa Samgöngustofu sem segir fleiri en áður kjósa að nota ekki bílbelti.

Þá förum við á Bessastaði þar sem ríkisstjórnin kom saman á ríkisráðsfundi í dag. Forsætisráðherra segir ekki ganga til lengdar að ein og sama manneskjan gegni mörgum ráðherraembættum í einu. Við heyrum í ráðherrum.

Um helmingur þeirra sem slasast af völdum flugelda um áramót eru börn allt niður í leikskólaaldur, segir sérfræðingur í forvörnum. Við kynnum okkur öryggisatriðin sem hafa þarf í huga annað kvöld. 

Þá verðum við í beinni frá flugeldasölu - og Borgarleikshúsinu þar sem aðstandendur hlaðvarpsins Þjóðmála munu gera upp árið á svokallaðri áramótasprengju. Við heyrum í Gísla Frey Valdórssyni og Stefáni Einari Stefánssyni og athugum hvað stóð upp úr.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Sýnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×