Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Hólmfríður Gísladóttir og Vilhelm Gunnarsson skrifa 10. janúar 2026 09:02 Vilhelm Gunnarsson, Anton Brink og aðrir ljósmyndarar og tökumenn fréttastofu voru á vettvangi til að fanga stærstu atburði ársins á mynd. Þegar farið er yfir myndirnar sem ljósmyndarar og tökumenn fréttastofu Sýnar tóku á árinu 2025 má segja að mótmæli og pólitískar sviptingar hafi verið áberandi. Myndir af eldsumbrotum voru færri en árin á undan en í safninu er að finna fjölmörg önnur kunnuleg stef úr daglegu lífi samheldinnar þjóðar á hjara veraldar. Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins komu saman á vinnufundi í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum 3. janúar til að „þétta hópinn“. Ráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur tók við völdum 21. desember 2024, í kjölfar þingkosninga 30. nóvember sama ár.Vísir/RAX Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða aðfaranótt 8. janúar. Geirdís Hanna Kristjánsdóttir missti heimili sitt í brunanum og sagði borgaryfirvöld ábyrg fyrir því hversu illa fór.Vísir/Vilhelm Alþingi var sett þann 4. febrúar eftir langt þinghlé. Mikil nýliðun var á þinginu en tæplega þriðjungur þingheims hafði aldrei áður setið á þingi.Vísir/Vilhelm Nýr borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna, Sósíalista og Flokks fólksins tók við í Reykjavík í febrúar, undir forystu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur sem varð borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar og fráfarandi borgarstjóri, hafði áður slitið meirihlutasamstarfinu við Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata og freistað þess að mynda nýjan meirihluta en ekki haft erindi sem erfiði.Vísir/Vilhelm Lagið RÓA með VÆB-bræðrum var framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Það lenti í næstneðsta sæti í keppninni með 33 stig en sigurlagið var Wasted Love frá Austurríki, sem hlaut 436 stig.Vísir/Hulda Margrét Venju samkvæmt var skellt í vöfflur hjá Ríkissáttasemjara þegar skrifað var undir nýjan kjarasamning aðildarfélaga Kennarasambands Íslands við ríki og sveitarfélög í lok febrúar. Félagsfólk KÍ samþykkti samningana í atkvæðagreiðslu sem lauk í byrjun mars.Vísir/Vilhelm Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason fengu fyrstu Mottumarssokkapörin afhent á Bessastöðum. Sokkarnir voru hannaðir af Birni Þór Björnssyni, sem þekktur er undir viðurnefninu Bobby Breiðholt, og Berglindi Häsler, ekkju listamannsins Svavars Péturs Eysteinssonar. Svavar Pétur var þekktari sem Prins Póló en hann lést úr krabbameini árið 2022.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson lét af störfum sem formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í lok febrúar. Notaði hann tækifærið til að skjóta föstum skotum á ríkisstjórnarflokkana en hvatti flokksmenn um leið til að elta ekki andstæðinga sína á hættulegri braut popúlismans.Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin nýr formaður Sjálfstæðisflokksins. Hafði hún sigur úr býtum eftir harða baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur en aðeins nítján atkvæðum munaði á milli þeirra.Vísir/Anton Brink Það var skiljanlega súrt fyrir Áslaugu að tapa með svo litlum mun, ekki síst í ljósi þess að sumir stuðningsmanna hennar mættu of seint til að fá kjörseðil eða sátu veðurtepptir heima. Þá voru því gerðir skórnir að gleðskapur kvöldið áður hefði átt sinn þátt í ósigrinum. Áslaug lét hins vegar engan bilbug á sér finna, vatt kvæði sínu í kross og hélt til Bandaríkjanna í nám.Vísir/Anton Brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gaf sér tíma fyrir ríkisstjórnarfund í mars til að ræða við mótmælendur, sem kölluðu eftir aðgerðum af hálfu ríkisstjórnarinnar vegna árása Ísraels á Gasa.Vísir/Anton Brink Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík morguninn 1. apríl. Gosið þótti hafa komið upp á óheppilegum stað og talið ógna bænum en reyndist fremur máttlaust og stóð aðeins yfir í tvo sólahringa.Vísir/Anton Brink Bogi Ágústsson las sinn síðasta fréttatíma í sjónvarpi Ríkisútvarpsins í lok apríl, eftir 48 ára starfsferil. Í kjölfarið gaf hann búningadeild RÚV veglegt bindasafn, sem hann hafði eignast á ferlinum.Vísir/Anton Brink Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún í byrjun maí. Umrædd íbúð er í eigu Félagsbústaða og hafði konan ekki greitt leiguna. Hún og aðrir íbúar höfðu um langt skeið sætt áreitni af hálfu annarar konu í húsinu. Vísir/Anton Brink Mótmæli vegna hernaðaraðgerða Ísraels á Gasa voru áberandi á árinu og ítrekað kallað eftir viðbrögðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Á mótmælum við utanríkisráðuneytið í júlí sauð upp úr og einn viðstaddra skvetti rauðri málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins.Vísir/Anton Brink Reykjavíkurborg samþykkti á vormánuðum að selja Perluna og tvo tanka til Perlunar þróunarfélags ehf. fyrir 3,5 milljarða króna. Kveðið var á um að Perlan yrði áfram nýtt undir afþreyingartengda starfsemi og að grunnskólabörn gætu áfram heimsótt náttúrusöfn hússins tvisvar sinnum á skólagöngunni.Vísir/Anton Brink Til átaka kom þegar tvær fylkingar mótmælenda mættust fyrir utan þinghúsið í lok maí, þar sem hópurinn Ísland - þvert á flokka hafði boðað til fjöldafundar til að mótmæla stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Aðrir mættu í miðborgina á sama tíma til að hvetja til samstöðu gegn rasisma og aðskilnaði. Fréttamaður á vettvangi varð var við hróp og köll milli hópa og þá voru gjallarhorn, fánar og skilti rifin af fólki.Vísir/Viktor Freyr Veðurguðirnir gerðu vart við sig á 17. júní og létu meðal annars rigna hressilega á hátíðargesti á Seltjarnarnesi.Vísir/Anton Brink Enn eitt gosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni 16. júlí en menn höfðu á orði að það væri bæði fallegt og á heppilegum stað. Fresta þurfti meistaramóti Golfklúbbs Grindavíkur vegna gossins, sem hafði annars lítil áhrif á líf og störf í Grindavík. Töluverð mengun fylgid hins vegar gosinu. Vísir/ Vilhelm Fjöldi Þjóðhátíðargesta neyddist til að leita skjóls í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum vegna snarvitlauss veðurs. Menn voru hins vegar ekki á því að láta það hafa áhrif á stemninguna. „Íslendingar eru harðir í horn að taka þannig að við bara tökum því sem kemur. Við höldum okkar striki bara,“ sagði formaður Þjóðhátíðarnefndar.Vísir/Viktor Freyr Norskir kafarar komu til landsins í ágúst til að sinna eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu. Þá höfðu laxar með skýr einkenni eldisfiska verið að veiðast í ánni. „Þetta er innrás, ekkert nema innrás og við áskiljum okkur þann rétt að verja ána á allan þann hátt sem við getum,“ sagði formaður Veiðifélags Vatnsdalsár. Um eldisfiskinn... ekki Norðmennina.Vísir/Anton Brink Gufunesmálið svokallaða vakti mikinn óhug en í september voru Lúkas Geir Ingvarsson, á myndinni, og Stefán Blackburn dæmdir í sautján ára fangelsi fyrir manndráp. Matthías Björn Erlingsson var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir sinn þátt en þremenningarnir voru fundnir sekir um að nema Hjörleif Hauk Guðmundsson á brott af heimili hans, beita hann miklu ofbeldi og skilja hann eftir í Gufunesi. Þar fannst hann illa haldinn og lést skömmu síðar. Hér er Lúkas Geir leiddur fyrir dómara.Vísir/Anton Brink Mikill fjöldi kom saman í miðborginni í september undir slagorðinu „Þjóð gegn þjóðarmorði“. Efnt var til fjöldafunda um allt land til að þrýsta á ríkisstjórnina um að grípa til aðgerða vegna hörmunganna á Gasa.Vísir/Viktor Freyr Breska sundkappanum Ross Edgley var vel fagnað þegar hann kom í land í Nauthólsvík eftir að hafa synt hringinn í kringum Ísland á 116 dögum.Vísir/Anton Brink Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi eftir að fregnir bárust af veislu vélhjólaklúbbsins Hell's Angels. Lögregla viðhafði mikið eftirlit í tengslum við viðburðinn, sem Vítisenglum þótti lítið tilefni til. „Ímyndaðu þér peninginn sem fór í þetta en hefði getað verið nýttur í að laga holur í vegunum,“ sagði einn.Vísir/Ívar Fannar Flugfélagið Play varð gjaldþrota í lok september. Fyrr í sama mánuði hafði Einar Örn Ólafsson, forstjóri félagsins, fárast út af spádómum um yfirvofandi endalok félagsins og sagt útlit fyrir mikinn afkomubata í kjölfar nýafstaðinar fjármögnunar.Vísir/Anton Brink Enn var mótmælt á haustmánuðum vegna aðgerðaleysis stjórnvalda gagnvart ástandinu á Gasa.Vísir/Anton Brink Snorri Másson var kjörinn varaformaður Miðflokksins í október. Flokkurinn sótti heldur betur í sig veðrið á árinu og mældist með 22 prósenta fylgi í árslok í Þjóðarpúlsi Gallup.Vísir/Lýður Valberg Það var dulúðlegt útsýnið yfir Kópavog þann 18. október, þegar þoka lá yfir Kópavogi en norðurljósin dönsuðu á dimmbláum himninum.Vísir/Vilhelm Samtök um dýravelferð á Íslandi stóðu fyrir gjörningi við Alþingishúsið í október, til að mótmæla blóðmerahaldi. Á myndinni má sjá Rósu Líf Darradóttur, einn stofnenda samtakanna, með brúsa sem eiga að sýna magn blóðs sem tekið er úr einni hryssu á blóðtökutímabilinu, samtals 40 lítra.Vísir/Lýður Valberg Tugir þúsunda komu saman á Arnarhóli og í miðborginni þann 24. október, til að fagna því að 50 ár voru liðin frá Kvennaverkfallinu árið 1975.Vísir/Anton Brink Farin var söguganga um Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg og Lækjargötu, þar sem þátttakendur hittu ýmsar kjarnakonur úr kvennabaráttunni. Kvennalistakonur tóku á móti gestum í Hallargarðinum, þar sem þær fóru yfir slagorð sín og baráttu.Vísir/Anton Brink Vetur konungur minnti á sig í höfuðborginni í lok október, með vetrarfærð og tilheyrandi umferðaröngþveiti.Vísir/Anton Brink Það lá vel á Daða Má Kristóferssyni fjármála- og efnahagsráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í nóvember. Vísir/Vilhelm Árið var viðburðaríkt hjá Gðumundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra. Hann var meðal annars í eldlínunni í upplýsingadeilu við Morgunblaðið og sætti harðri gagnrýni fyrir að framlengja ekki skipun skólameistara Borgarholtsskóla. Guðmundur endaði árið í hjartaaðgerð og sagði af sér eftir áramót. Hér er hann í viðtali við Andrés Magnússon blaðamann Morgunblaðsins undir vökulu auga Ágústs Ólafs Ágústssonar aðstoðarmanns Guðmundar Inga.Vísir/Vilhelm Guðný Hallgrímsdóttir var meðal sex presta sem sögðu í desember að þeir óttuðust að skjólstæðingar þeirra yrðu fyrir niðurskurðarhnífnum. Prestarnir sex eiga það sameiginlegt að vinna með fólki sem á undir högg að sækja og er oft „ósýnilegt“ í samfélaginu, svo sem fatlaðir, fangar og innflytjendur. Á myndinni sést Guðný í feikna fjöri með fólkinu sínu í Grensáskirkju.Vísir/Vilhelm „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar,“ biðlaði tónlistarmaðurinn Páll Óskar til stjórnar Ríkisútvarpsins, þegar hún lá undir feldi og íhugaði að draga Ísland úr Eurovision til að mótmæla þátttöku Ísraela í keppninni. Palla varð að ósk sinni og Ísland verður ekki með árið 2026.Vísir/Vilhelm Ullarklæddur sveinki gerði vart við sig þegar nálgaðist jól og heimsótti meðal annars sundstað en virðist ekki hafa látið sig hafa það að fá sér sundsprett í kuldanum.Vísir/Sigurjón Fréttir ársins 2025 Fjölmiðlar Ljósmyndun Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins komu saman á vinnufundi í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum 3. janúar til að „þétta hópinn“. Ráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur tók við völdum 21. desember 2024, í kjölfar þingkosninga 30. nóvember sama ár.Vísir/RAX Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða aðfaranótt 8. janúar. Geirdís Hanna Kristjánsdóttir missti heimili sitt í brunanum og sagði borgaryfirvöld ábyrg fyrir því hversu illa fór.Vísir/Vilhelm Alþingi var sett þann 4. febrúar eftir langt þinghlé. Mikil nýliðun var á þinginu en tæplega þriðjungur þingheims hafði aldrei áður setið á þingi.Vísir/Vilhelm Nýr borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna, Sósíalista og Flokks fólksins tók við í Reykjavík í febrúar, undir forystu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur sem varð borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar og fráfarandi borgarstjóri, hafði áður slitið meirihlutasamstarfinu við Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata og freistað þess að mynda nýjan meirihluta en ekki haft erindi sem erfiði.Vísir/Vilhelm Lagið RÓA með VÆB-bræðrum var framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Það lenti í næstneðsta sæti í keppninni með 33 stig en sigurlagið var Wasted Love frá Austurríki, sem hlaut 436 stig.Vísir/Hulda Margrét Venju samkvæmt var skellt í vöfflur hjá Ríkissáttasemjara þegar skrifað var undir nýjan kjarasamning aðildarfélaga Kennarasambands Íslands við ríki og sveitarfélög í lok febrúar. Félagsfólk KÍ samþykkti samningana í atkvæðagreiðslu sem lauk í byrjun mars.Vísir/Vilhelm Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason fengu fyrstu Mottumarssokkapörin afhent á Bessastöðum. Sokkarnir voru hannaðir af Birni Þór Björnssyni, sem þekktur er undir viðurnefninu Bobby Breiðholt, og Berglindi Häsler, ekkju listamannsins Svavars Péturs Eysteinssonar. Svavar Pétur var þekktari sem Prins Póló en hann lést úr krabbameini árið 2022.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson lét af störfum sem formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í lok febrúar. Notaði hann tækifærið til að skjóta föstum skotum á ríkisstjórnarflokkana en hvatti flokksmenn um leið til að elta ekki andstæðinga sína á hættulegri braut popúlismans.Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin nýr formaður Sjálfstæðisflokksins. Hafði hún sigur úr býtum eftir harða baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur en aðeins nítján atkvæðum munaði á milli þeirra.Vísir/Anton Brink Það var skiljanlega súrt fyrir Áslaugu að tapa með svo litlum mun, ekki síst í ljósi þess að sumir stuðningsmanna hennar mættu of seint til að fá kjörseðil eða sátu veðurtepptir heima. Þá voru því gerðir skórnir að gleðskapur kvöldið áður hefði átt sinn þátt í ósigrinum. Áslaug lét hins vegar engan bilbug á sér finna, vatt kvæði sínu í kross og hélt til Bandaríkjanna í nám.Vísir/Anton Brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gaf sér tíma fyrir ríkisstjórnarfund í mars til að ræða við mótmælendur, sem kölluðu eftir aðgerðum af hálfu ríkisstjórnarinnar vegna árása Ísraels á Gasa.Vísir/Anton Brink Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík morguninn 1. apríl. Gosið þótti hafa komið upp á óheppilegum stað og talið ógna bænum en reyndist fremur máttlaust og stóð aðeins yfir í tvo sólahringa.Vísir/Anton Brink Bogi Ágústsson las sinn síðasta fréttatíma í sjónvarpi Ríkisútvarpsins í lok apríl, eftir 48 ára starfsferil. Í kjölfarið gaf hann búningadeild RÚV veglegt bindasafn, sem hann hafði eignast á ferlinum.Vísir/Anton Brink Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún í byrjun maí. Umrædd íbúð er í eigu Félagsbústaða og hafði konan ekki greitt leiguna. Hún og aðrir íbúar höfðu um langt skeið sætt áreitni af hálfu annarar konu í húsinu. Vísir/Anton Brink Mótmæli vegna hernaðaraðgerða Ísraels á Gasa voru áberandi á árinu og ítrekað kallað eftir viðbrögðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Á mótmælum við utanríkisráðuneytið í júlí sauð upp úr og einn viðstaddra skvetti rauðri málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins.Vísir/Anton Brink Reykjavíkurborg samþykkti á vormánuðum að selja Perluna og tvo tanka til Perlunar þróunarfélags ehf. fyrir 3,5 milljarða króna. Kveðið var á um að Perlan yrði áfram nýtt undir afþreyingartengda starfsemi og að grunnskólabörn gætu áfram heimsótt náttúrusöfn hússins tvisvar sinnum á skólagöngunni.Vísir/Anton Brink Til átaka kom þegar tvær fylkingar mótmælenda mættust fyrir utan þinghúsið í lok maí, þar sem hópurinn Ísland - þvert á flokka hafði boðað til fjöldafundar til að mótmæla stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Aðrir mættu í miðborgina á sama tíma til að hvetja til samstöðu gegn rasisma og aðskilnaði. Fréttamaður á vettvangi varð var við hróp og köll milli hópa og þá voru gjallarhorn, fánar og skilti rifin af fólki.Vísir/Viktor Freyr Veðurguðirnir gerðu vart við sig á 17. júní og létu meðal annars rigna hressilega á hátíðargesti á Seltjarnarnesi.Vísir/Anton Brink Enn eitt gosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni 16. júlí en menn höfðu á orði að það væri bæði fallegt og á heppilegum stað. Fresta þurfti meistaramóti Golfklúbbs Grindavíkur vegna gossins, sem hafði annars lítil áhrif á líf og störf í Grindavík. Töluverð mengun fylgid hins vegar gosinu. Vísir/ Vilhelm Fjöldi Þjóðhátíðargesta neyddist til að leita skjóls í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum vegna snarvitlauss veðurs. Menn voru hins vegar ekki á því að láta það hafa áhrif á stemninguna. „Íslendingar eru harðir í horn að taka þannig að við bara tökum því sem kemur. Við höldum okkar striki bara,“ sagði formaður Þjóðhátíðarnefndar.Vísir/Viktor Freyr Norskir kafarar komu til landsins í ágúst til að sinna eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu. Þá höfðu laxar með skýr einkenni eldisfiska verið að veiðast í ánni. „Þetta er innrás, ekkert nema innrás og við áskiljum okkur þann rétt að verja ána á allan þann hátt sem við getum,“ sagði formaður Veiðifélags Vatnsdalsár. Um eldisfiskinn... ekki Norðmennina.Vísir/Anton Brink Gufunesmálið svokallaða vakti mikinn óhug en í september voru Lúkas Geir Ingvarsson, á myndinni, og Stefán Blackburn dæmdir í sautján ára fangelsi fyrir manndráp. Matthías Björn Erlingsson var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir sinn þátt en þremenningarnir voru fundnir sekir um að nema Hjörleif Hauk Guðmundsson á brott af heimili hans, beita hann miklu ofbeldi og skilja hann eftir í Gufunesi. Þar fannst hann illa haldinn og lést skömmu síðar. Hér er Lúkas Geir leiddur fyrir dómara.Vísir/Anton Brink Mikill fjöldi kom saman í miðborginni í september undir slagorðinu „Þjóð gegn þjóðarmorði“. Efnt var til fjöldafunda um allt land til að þrýsta á ríkisstjórnina um að grípa til aðgerða vegna hörmunganna á Gasa.Vísir/Viktor Freyr Breska sundkappanum Ross Edgley var vel fagnað þegar hann kom í land í Nauthólsvík eftir að hafa synt hringinn í kringum Ísland á 116 dögum.Vísir/Anton Brink Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi eftir að fregnir bárust af veislu vélhjólaklúbbsins Hell's Angels. Lögregla viðhafði mikið eftirlit í tengslum við viðburðinn, sem Vítisenglum þótti lítið tilefni til. „Ímyndaðu þér peninginn sem fór í þetta en hefði getað verið nýttur í að laga holur í vegunum,“ sagði einn.Vísir/Ívar Fannar Flugfélagið Play varð gjaldþrota í lok september. Fyrr í sama mánuði hafði Einar Örn Ólafsson, forstjóri félagsins, fárast út af spádómum um yfirvofandi endalok félagsins og sagt útlit fyrir mikinn afkomubata í kjölfar nýafstaðinar fjármögnunar.Vísir/Anton Brink Enn var mótmælt á haustmánuðum vegna aðgerðaleysis stjórnvalda gagnvart ástandinu á Gasa.Vísir/Anton Brink Snorri Másson var kjörinn varaformaður Miðflokksins í október. Flokkurinn sótti heldur betur í sig veðrið á árinu og mældist með 22 prósenta fylgi í árslok í Þjóðarpúlsi Gallup.Vísir/Lýður Valberg Það var dulúðlegt útsýnið yfir Kópavog þann 18. október, þegar þoka lá yfir Kópavogi en norðurljósin dönsuðu á dimmbláum himninum.Vísir/Vilhelm Samtök um dýravelferð á Íslandi stóðu fyrir gjörningi við Alþingishúsið í október, til að mótmæla blóðmerahaldi. Á myndinni má sjá Rósu Líf Darradóttur, einn stofnenda samtakanna, með brúsa sem eiga að sýna magn blóðs sem tekið er úr einni hryssu á blóðtökutímabilinu, samtals 40 lítra.Vísir/Lýður Valberg Tugir þúsunda komu saman á Arnarhóli og í miðborginni þann 24. október, til að fagna því að 50 ár voru liðin frá Kvennaverkfallinu árið 1975.Vísir/Anton Brink Farin var söguganga um Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg og Lækjargötu, þar sem þátttakendur hittu ýmsar kjarnakonur úr kvennabaráttunni. Kvennalistakonur tóku á móti gestum í Hallargarðinum, þar sem þær fóru yfir slagorð sín og baráttu.Vísir/Anton Brink Vetur konungur minnti á sig í höfuðborginni í lok október, með vetrarfærð og tilheyrandi umferðaröngþveiti.Vísir/Anton Brink Það lá vel á Daða Má Kristóferssyni fjármála- og efnahagsráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í nóvember. Vísir/Vilhelm Árið var viðburðaríkt hjá Gðumundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra. Hann var meðal annars í eldlínunni í upplýsingadeilu við Morgunblaðið og sætti harðri gagnrýni fyrir að framlengja ekki skipun skólameistara Borgarholtsskóla. Guðmundur endaði árið í hjartaaðgerð og sagði af sér eftir áramót. Hér er hann í viðtali við Andrés Magnússon blaðamann Morgunblaðsins undir vökulu auga Ágústs Ólafs Ágústssonar aðstoðarmanns Guðmundar Inga.Vísir/Vilhelm Guðný Hallgrímsdóttir var meðal sex presta sem sögðu í desember að þeir óttuðust að skjólstæðingar þeirra yrðu fyrir niðurskurðarhnífnum. Prestarnir sex eiga það sameiginlegt að vinna með fólki sem á undir högg að sækja og er oft „ósýnilegt“ í samfélaginu, svo sem fatlaðir, fangar og innflytjendur. Á myndinni sést Guðný í feikna fjöri með fólkinu sínu í Grensáskirkju.Vísir/Vilhelm „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar,“ biðlaði tónlistarmaðurinn Páll Óskar til stjórnar Ríkisútvarpsins, þegar hún lá undir feldi og íhugaði að draga Ísland úr Eurovision til að mótmæla þátttöku Ísraela í keppninni. Palla varð að ósk sinni og Ísland verður ekki með árið 2026.Vísir/Vilhelm Ullarklæddur sveinki gerði vart við sig þegar nálgaðist jól og heimsótti meðal annars sundstað en virðist ekki hafa látið sig hafa það að fá sér sundsprett í kuldanum.Vísir/Sigurjón
Fréttir ársins 2025 Fjölmiðlar Ljósmyndun Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira