Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Agnar Már Másson skrifar 1. janúar 2026 10:55 Fjöldi Íslendinga hefur tjáð sig um skaupið. Á mynd eru Eiríkur Rögnvaldsson, Kristinn Haukur Guðnason, Heiða Björg Hilmisdóttir, Hörður Ágústsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Samsett Mynd Áramótaskaupið virðist hafa vakið mikla lukku í ár af samfélagsmiðlum að dæma. Sumir vilja meina að það sé það besta í mannaminnum, en ekki var öllum hafi skemmt. Margir netverjar lýsa aðdáun sinni á Sóla Hólm, sem lék Ingu Sæland, ráðherra og formann Flokks fólksins. Shit. Þetta var 10/10. Takk 😬#skaupið pic.twitter.com/Y07Z3EcWrx— Hörður (@horduragustsson) December 31, 2025 Sóli Hólm appreciation tweet. pic.twitter.com/QijI3ZlBKX— Jóhann Már Helgason (@Joimar) December 31, 2025 Skotspænir bradaranna í skaupinu taka margir gríninu af léttúð. Einhverjum þótti harkalega vegið að Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra, en tvö atriði fjölluðu um það að fólk myndi ekki hvað hún héti en Heiða virðist aftur á móti sjálf hafa húmor fyrir því. „Þakka RÚV innilega fyrir að kynna mig rækilega - geggjað skaup,“ skrifar borgarstjórinn. Skaupið bara helviti fínt þetta árið. Byrjaði á nokkrum bangers. Greyið borgarstjórinn…— Hafsteinn Árnason (@h_arnason) December 31, 2025 Heiða Björg er borgarstjóri Reykjavíkur.Skjáskot/Facebook „Elska þetta rauða og blómlega fataval og hvað þær ná okkur skemmtilega!“ skrifar Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi. View this post on Instagram A post shared by Sanna Magdalena Mörtudóttir (@sannsypants) Bergþór Másson áhrifavaldur virðist einnig hafa tekið vel í atriðið þar sem grín var gert að honum. „Lengst [uppi],“ skrifar hann en það var Jóhann Kristófer, eða Joey Christ, sem fór með hlutverk vinar síns. View this post on Instagram A post shared by bergþór másson (@bergthormasson) Áslaug Arna, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, tók því fagnandi að komast í skaupið.° Frábært skaup! Skemmtilegt, fyrir allan aldur og gott jafnvægi. Gleðilegt ár kæru vinir, gott að námamenn komist enn í skaupið! #skaupið pic.twitter.com/UrQq5cbSJK— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 1, 2026 Íþróttafréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson skrifar á X að skaupið hafi verið eitt það besta í mörg ár. Kollegi Stefáns á Sýn, Sindri Sindrason fréttamaður, tekur í svipaðan streng: „Besta Skaup frá 1980-og eitthvað,“ skrifar Sindri á Facebook. „Besta Skaup sem ég hef séð síðan ég man ekki hvenær,“ skrifar Jakob Bjarnar blaðamaður. Mikið var gaman að sjá sköpunarverk okkar Ágústu Evu aftur á skjánum eftir öll þessi ár. #skaupið— Gaukur Ulfarsson (@gaukur_u) January 1, 2026 „Versta skaup ever“ og meintir málfarsfordómar Það voru aftur á móti ekki allir sáttir. Sumum fannst meðal annars fullgróflega vegið að Guðmundi Inga Kristinssyni ráðherra en mikið grín var gert að tungumálahæfileikum hans. „Versta skaup ever,“ skrifar Kristinn Haukur Guðnason, blaðamaður DV, á Facebook. Eiríkur Rögnvaldsson málfræðingur skrifar aftur á móti pistil í Facebook-hópinn Málspjallið og segir handritshöfunda hafa sýnt málfarsfordóma í garð Guðmundar Inga. „Þið getið kallað mig húmorslausan ef þið viljið, en mér fannst þetta ekki fyndið – og ekki bara það: Mér fannst þetta ósmekklegt, óviðeigandi og beinlínis ljótt,“ skrifar Eiríkur. Það reyndist aftur á móti að öðru leyti erfitt að finna fleiri sem voru ósáttir með skaupið. Hér hafa nokkur ummæli verið tínd saman héðan og þaðan af netinu. Mér fannst Skaupið afar gott punktur.— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) January 1, 2026 9,5/10 mögulega besta skaup sem ég hef séð. Kef parking best. Takk. #skaupið #skaup— neitakkerábíl (@Gaujinn92) December 31, 2025 Besta skaupið í helvíti mörg ár 🙌🤝#skaupið— Óskar G Óskarsson (@Oskarsson07) December 31, 2025 Þetta var prýðilegt. Ágætt jafnvægi í ádeilunni, sumt var stórgott. Glatað tækifæri samt að láta mömmuna á sleppistæðinu í Kef taka Terminator 2 (fyrst Inga Sæland tók Liam Neeson). Gleðilegt ár, kæru landar! #skaupið— Eyjólfur Garðarsson (@EyjolfurGardars) December 31, 2025 Þetta var prýðilegt. Ágætt jafnvægi í ádeilunni, sumt var stórgott. Glatað tækifæri samt að láta mömmuna á sleppistæðinu í Kef taka Terminator 2 (fyrst Inga Sæland tók Liam Neeson). Gleðilegt ár, kæru landar! #skaupið— Eyjólfur Garðarsson (@EyjolfurGardars) December 31, 2025 Barnabarn Ingu Sæland hefur alla mína samúð, þvílíkt ár 🫠 #skaupið— Sverrir Friðriksson (@sigurdrifa.bsky.social) December 31, 2025 at 10:44 PM Áramótaskaupið Áramót Grín og gaman Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Margir netverjar lýsa aðdáun sinni á Sóla Hólm, sem lék Ingu Sæland, ráðherra og formann Flokks fólksins. Shit. Þetta var 10/10. Takk 😬#skaupið pic.twitter.com/Y07Z3EcWrx— Hörður (@horduragustsson) December 31, 2025 Sóli Hólm appreciation tweet. pic.twitter.com/QijI3ZlBKX— Jóhann Már Helgason (@Joimar) December 31, 2025 Skotspænir bradaranna í skaupinu taka margir gríninu af léttúð. Einhverjum þótti harkalega vegið að Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra, en tvö atriði fjölluðu um það að fólk myndi ekki hvað hún héti en Heiða virðist aftur á móti sjálf hafa húmor fyrir því. „Þakka RÚV innilega fyrir að kynna mig rækilega - geggjað skaup,“ skrifar borgarstjórinn. Skaupið bara helviti fínt þetta árið. Byrjaði á nokkrum bangers. Greyið borgarstjórinn…— Hafsteinn Árnason (@h_arnason) December 31, 2025 Heiða Björg er borgarstjóri Reykjavíkur.Skjáskot/Facebook „Elska þetta rauða og blómlega fataval og hvað þær ná okkur skemmtilega!“ skrifar Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi. View this post on Instagram A post shared by Sanna Magdalena Mörtudóttir (@sannsypants) Bergþór Másson áhrifavaldur virðist einnig hafa tekið vel í atriðið þar sem grín var gert að honum. „Lengst [uppi],“ skrifar hann en það var Jóhann Kristófer, eða Joey Christ, sem fór með hlutverk vinar síns. View this post on Instagram A post shared by bergþór másson (@bergthormasson) Áslaug Arna, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, tók því fagnandi að komast í skaupið.° Frábært skaup! Skemmtilegt, fyrir allan aldur og gott jafnvægi. Gleðilegt ár kæru vinir, gott að námamenn komist enn í skaupið! #skaupið pic.twitter.com/UrQq5cbSJK— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 1, 2026 Íþróttafréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson skrifar á X að skaupið hafi verið eitt það besta í mörg ár. Kollegi Stefáns á Sýn, Sindri Sindrason fréttamaður, tekur í svipaðan streng: „Besta Skaup frá 1980-og eitthvað,“ skrifar Sindri á Facebook. „Besta Skaup sem ég hef séð síðan ég man ekki hvenær,“ skrifar Jakob Bjarnar blaðamaður. Mikið var gaman að sjá sköpunarverk okkar Ágústu Evu aftur á skjánum eftir öll þessi ár. #skaupið— Gaukur Ulfarsson (@gaukur_u) January 1, 2026 „Versta skaup ever“ og meintir málfarsfordómar Það voru aftur á móti ekki allir sáttir. Sumum fannst meðal annars fullgróflega vegið að Guðmundi Inga Kristinssyni ráðherra en mikið grín var gert að tungumálahæfileikum hans. „Versta skaup ever,“ skrifar Kristinn Haukur Guðnason, blaðamaður DV, á Facebook. Eiríkur Rögnvaldsson málfræðingur skrifar aftur á móti pistil í Facebook-hópinn Málspjallið og segir handritshöfunda hafa sýnt málfarsfordóma í garð Guðmundar Inga. „Þið getið kallað mig húmorslausan ef þið viljið, en mér fannst þetta ekki fyndið – og ekki bara það: Mér fannst þetta ósmekklegt, óviðeigandi og beinlínis ljótt,“ skrifar Eiríkur. Það reyndist aftur á móti að öðru leyti erfitt að finna fleiri sem voru ósáttir með skaupið. Hér hafa nokkur ummæli verið tínd saman héðan og þaðan af netinu. Mér fannst Skaupið afar gott punktur.— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) January 1, 2026 9,5/10 mögulega besta skaup sem ég hef séð. Kef parking best. Takk. #skaupið #skaup— neitakkerábíl (@Gaujinn92) December 31, 2025 Besta skaupið í helvíti mörg ár 🙌🤝#skaupið— Óskar G Óskarsson (@Oskarsson07) December 31, 2025 Þetta var prýðilegt. Ágætt jafnvægi í ádeilunni, sumt var stórgott. Glatað tækifæri samt að láta mömmuna á sleppistæðinu í Kef taka Terminator 2 (fyrst Inga Sæland tók Liam Neeson). Gleðilegt ár, kæru landar! #skaupið— Eyjólfur Garðarsson (@EyjolfurGardars) December 31, 2025 Þetta var prýðilegt. Ágætt jafnvægi í ádeilunni, sumt var stórgott. Glatað tækifæri samt að láta mömmuna á sleppistæðinu í Kef taka Terminator 2 (fyrst Inga Sæland tók Liam Neeson). Gleðilegt ár, kæru landar! #skaupið— Eyjólfur Garðarsson (@EyjolfurGardars) December 31, 2025 Barnabarn Ingu Sæland hefur alla mína samúð, þvílíkt ár 🫠 #skaupið— Sverrir Friðriksson (@sigurdrifa.bsky.social) December 31, 2025 at 10:44 PM
Áramótaskaupið Áramót Grín og gaman Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira