Lífið

Þór­dís Elva bað poppstjörnunnar

Agnar Már Másson skrifar
„Eiginkona Þórdísar Elvu,“ stendur ritað á bol Arden. „Eiginkona Jann Arends,“ er sömuleiðis skrifað á bol Þórdísar.
„Eiginkona Þórdísar Elvu,“ stendur ritað á bol Arden. „Eiginkona Jann Arends,“ er sömuleiðis skrifað á bol Þórdísar. Facebook

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur bað kærustu sinnar, hinnar kanadísku Jann Arden. „Hún sagði já,“ skrifar Þórdís á samfélagsmiðla og birtir myndir af sér og unnustu sinni, þar sem þær tilkynna um trúlofunina.

Hin 45 ára Þórdís Elva og 63 ára Arden hafa verið saman síðan í apríl en Þórdís skildi við Víði Guðmundsson, tónlistarmann og leikara, síðla árs 2023. 

Arden er ein þekktasta söngkona Kanada, meðal annars fyrir lögin „Insensitive“, sem varð hennar stærsti smellur, „Could I Be Your Girl“, „Cherry Popsicle“ og „I Would Die for You“. Hún hefur einnig gefið út metsölubækur. 

Í lok maí kom Þórdís Elva fram í hlaðvarpsþætti Jann Arden. Ætla má að samband þeirra hafi þróast eftir það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.