Innlent

Verðlækkanir á bensíni og ára­móta­heit lands­manna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Bensínverð hefur lækkað um þriðjung frá áramótum eftir að kílómetragjaldið tók gildi. Formaður Neytendasamtakanna segir kvartanir hafa borist um að olíufélögin hafi haldið verði uppi í aðdragandanum. 

Minnst fjörutíu fórust í eldsvoða á skemmtistað í svissnesku Ölpunum á nýársnótt og á annað hundrað eru slasaðir. Talið er að svokölluð yfirtendrun skýri hve hratt eldurinn breiddist út. Við fáum slökkviliðsstjóra til að útskýra hvað það þýðir í kvöldfréttatímanum. 

Við verðum í beinni frá líkamsræktinni í Laugum, þar sem margir láta eflaust sjá sig á næstu dögum og við heyrum í landsmönnum um áramótaheitin sem þeir strengdu - eða strengdu ekki.

Í sportpakkanum hittum við á íslenska landsliðið í handbolta, sem fagnaði ástinni á æfingu dagsins eftir óvænta hjónavígslu.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×