Lífið

Víkingar fengu son í jóla­gjöf

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Selma Dögg og Sölvi Geir eignuðust sitt þriðja barn saman skömmu fyrir jól.
Selma Dögg og Sölvi Geir eignuðust sitt þriðja barn saman skömmu fyrir jól.

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, og Selma Dögg Björgvinsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Víkinga, eignuðust son þann 20. desember 2025. Um er að ræða þeirra þriðja barn saman.

Parið greindi frá fregnunum á Instagram um áramótin.

„Vika síðan litli bróðir kom til okkar með hraði í óvæntri heimafæðingu. Við erum svo heppin að eiga lífið framundan með honum🤍,“ skrifuðu þau í færslunni.

Drengurinn fæddist heima.

Parið greindi frá því í sumar að von væri á prinsinum í desember með ansi skemmtilegu myndbandi þar sem mátti sjá foreldrana sýna systkinum drengsins sónarmyndir.

„Fullkomin viðbót. Hlökkum svo til að fá þig í fangið í desember,“ sagði parið þá.

Sölvi og Selma eiga dótturina Andreu Myrk, fædda árið 2020, og soninn Anton Haka, fæddan 2022. Auk þess á Sölvi tvo drengi úr fyrra sambandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.