Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2026 15:51 Jón Rúnar var formaður knattspyrnudeildar FH á árunum 2005 til 2019. Vísir/Arnar Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, krefst 2,5 milljóna króna í skaðabætur frá Hafnarfjarðarbæ fyrir að hafa afhent fjölmiðlum skýrslu frá endurskoðendafyrirtækinu Deloitte. Í skýrslunni hafi falist aðdróttun um að Jón Rúnar hefði stundað siðferðislega ámælisverð viðskipti. Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness þann 17. desember og lögð fram á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær. Málið varðar knatthúsið Skessuna sem var opnuð í október árið 2019 á níutíu ára afmæli Fimleikafélags Hafnarfjarðar, FH. Vegna þungrar fjárhagsstöðu FH fór félagið þess á leit við bæjarfélagið að það keypti Skessuna af félaginu. Framkvæmdin fór langt fram úr áætlun vegna viðbyggingar sem Hafnarfjarðarbær sagði FH einhliða hafa ákveðið að reisa. Hluti framkvæmdarinnar var því fjármagnaður með lántöku sem FH átti erfitt með að greiða af. Hafnarfjarðarbær ákvað vegna þess að fá ráðgjafarfyrirtækið Deloitte til að fara ofan í saumana á meðferð fjármuna FH á byggingartíma knatthússins. Fjallað var um skýrslu Deloitte á Vísi í desember 2024. Lögmaður Jóns Rúnars rekur í stefnunni málavexti og hvernig bærinn afhenti fjölmiðlum skýrslur Deloitte ásamt athugasemdum bæjarins við skýrsluna í formi spurninga til FH. Fundið er að því að Jóni Rúnari hafi ekki verið boðið að koma sínum sjónarmiðum og leiðréttingum á framfæri áður en skýrslan var afhent með fylgjandi fjölmiðlaumfjöllun. Rifjuð er upp störf Jóns Rúnars sem sjálfboðaliði fyrir FH frá 2004 til 2019 og þar á undan sem stjórnarmaður. Málið hafi litið illa út fyrir hann og sett ljótan blett á störf hans fyrir FH. Deloitte hafi beðið hann afsökunar á að hafa ekki leitað viðbragða hans. Yfirlýsingar FH í desember 2024 og janúar 2025 hafi ekki breytt því mannorðstjóni sem Jón Rúnar hafi orðið fyrir. „Þar sem undir hælinn er lagt hversu vel hinn almenni lesandi fylgist með og hverju hann trúir og treystir,“ segir í stefnunni. Lögmaður Jóns Rúnars hafi lagt til við Hafnarfjarðarbæ í ágúst 2025 að bærinn lýsti því yfir að hann hefði ekki vitneskju um að Jón Rúnar hefði persónulega hagnast á viðskiptum við FH um knatthúsið og rétt hefði verið að gefa honum færi á að gera athugasemdir við skýrsluna áður en hún var gerð opinber. Hafnarfjarðarbær hafnaði þeirri málaleitan sem hafi orðið tilefni að skaðabótamáli Jóns Rúnars. Hann höfði það ekki peninganna vegna heldur sé mikilvægt að sveitarfélög séu ekki ábyrgðarlaus af gjörðum sínum og vegi að mönnum með útbreiðslu rangra staðhæfinga. Í málsástæðum Jóns Rúnars kemur fram að það hefði verið augljós hagsmunaárekstur að Jón Rúnar og Viðar bróðir hans, formaður FH, hefðu hagnast persónulega á viðskiptum fyrir hönd félagsins. Í umfjölluninni í skýrslunni, sem hafi verið röng og villandi, hafi birst aðdróttun um siðferðislega ámælisverð viðskipti. Þá hafi skýrslurnar verið trúnaðarmál og bundnar fyrirvörum. Þær hafi ekki verið unnar til almennrar dreifingar. Bænum hafi borið að gæta að æruvernd Jóns Rúnars en ekki gert það með því að afhenda skýrsluna án þess að kynna hana fyrir honum og gefa honum raunhæft tækifæri til að bregðast við. Fram kemur í stefnunni að umfjöllun um Jón Rúnar hafi sviðið hann sérstaklega og einkum að hún var á grundvelli úttektar frá virtu endurskoðunarfyrirtæki. Hún hafi sett svartan blett á störf hans fyrir FH. Hann sé í stórri FH-fjölskyldu en hann er faðir Jóns Ragnars Jónssonar, tónlistarmanns og fyrrverandi leikmanns, og Friðriks Dórs Jónssonar, eins harðasta stuðningsmanns félagsins og vallarþuls í Kaplakrika árum saman. Þá er bróðir hans Viðar formaður aðalstjórnar, fyrrverandi leikmaður auk þess sem synir hans Arnar Þór, Davíð Þór og Bjarni Þór spiluðu fyrir FH. „Aðrir fjölskyldumeðlimir hafa einnig verið virkir stuðningsmenn FH. Þetta mál hefur því ekki snert stefnanda einan, heldur fjölskylduna alla,“ segir í stefnunni sem lesa má í heild sinni hér að neðan. Tengd skjöl Jón_Rúnar_stefnaPDF6.1MBSækja skjal FH Hafnarfjörður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness þann 17. desember og lögð fram á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær. Málið varðar knatthúsið Skessuna sem var opnuð í október árið 2019 á níutíu ára afmæli Fimleikafélags Hafnarfjarðar, FH. Vegna þungrar fjárhagsstöðu FH fór félagið þess á leit við bæjarfélagið að það keypti Skessuna af félaginu. Framkvæmdin fór langt fram úr áætlun vegna viðbyggingar sem Hafnarfjarðarbær sagði FH einhliða hafa ákveðið að reisa. Hluti framkvæmdarinnar var því fjármagnaður með lántöku sem FH átti erfitt með að greiða af. Hafnarfjarðarbær ákvað vegna þess að fá ráðgjafarfyrirtækið Deloitte til að fara ofan í saumana á meðferð fjármuna FH á byggingartíma knatthússins. Fjallað var um skýrslu Deloitte á Vísi í desember 2024. Lögmaður Jóns Rúnars rekur í stefnunni málavexti og hvernig bærinn afhenti fjölmiðlum skýrslur Deloitte ásamt athugasemdum bæjarins við skýrsluna í formi spurninga til FH. Fundið er að því að Jóni Rúnari hafi ekki verið boðið að koma sínum sjónarmiðum og leiðréttingum á framfæri áður en skýrslan var afhent með fylgjandi fjölmiðlaumfjöllun. Rifjuð er upp störf Jóns Rúnars sem sjálfboðaliði fyrir FH frá 2004 til 2019 og þar á undan sem stjórnarmaður. Málið hafi litið illa út fyrir hann og sett ljótan blett á störf hans fyrir FH. Deloitte hafi beðið hann afsökunar á að hafa ekki leitað viðbragða hans. Yfirlýsingar FH í desember 2024 og janúar 2025 hafi ekki breytt því mannorðstjóni sem Jón Rúnar hafi orðið fyrir. „Þar sem undir hælinn er lagt hversu vel hinn almenni lesandi fylgist með og hverju hann trúir og treystir,“ segir í stefnunni. Lögmaður Jóns Rúnars hafi lagt til við Hafnarfjarðarbæ í ágúst 2025 að bærinn lýsti því yfir að hann hefði ekki vitneskju um að Jón Rúnar hefði persónulega hagnast á viðskiptum við FH um knatthúsið og rétt hefði verið að gefa honum færi á að gera athugasemdir við skýrsluna áður en hún var gerð opinber. Hafnarfjarðarbær hafnaði þeirri málaleitan sem hafi orðið tilefni að skaðabótamáli Jóns Rúnars. Hann höfði það ekki peninganna vegna heldur sé mikilvægt að sveitarfélög séu ekki ábyrgðarlaus af gjörðum sínum og vegi að mönnum með útbreiðslu rangra staðhæfinga. Í málsástæðum Jóns Rúnars kemur fram að það hefði verið augljós hagsmunaárekstur að Jón Rúnar og Viðar bróðir hans, formaður FH, hefðu hagnast persónulega á viðskiptum fyrir hönd félagsins. Í umfjölluninni í skýrslunni, sem hafi verið röng og villandi, hafi birst aðdróttun um siðferðislega ámælisverð viðskipti. Þá hafi skýrslurnar verið trúnaðarmál og bundnar fyrirvörum. Þær hafi ekki verið unnar til almennrar dreifingar. Bænum hafi borið að gæta að æruvernd Jóns Rúnars en ekki gert það með því að afhenda skýrsluna án þess að kynna hana fyrir honum og gefa honum raunhæft tækifæri til að bregðast við. Fram kemur í stefnunni að umfjöllun um Jón Rúnar hafi sviðið hann sérstaklega og einkum að hún var á grundvelli úttektar frá virtu endurskoðunarfyrirtæki. Hún hafi sett svartan blett á störf hans fyrir FH. Hann sé í stórri FH-fjölskyldu en hann er faðir Jóns Ragnars Jónssonar, tónlistarmanns og fyrrverandi leikmanns, og Friðriks Dórs Jónssonar, eins harðasta stuðningsmanns félagsins og vallarþuls í Kaplakrika árum saman. Þá er bróðir hans Viðar formaður aðalstjórnar, fyrrverandi leikmaður auk þess sem synir hans Arnar Þór, Davíð Þór og Bjarni Þór spiluðu fyrir FH. „Aðrir fjölskyldumeðlimir hafa einnig verið virkir stuðningsmenn FH. Þetta mál hefur því ekki snert stefnanda einan, heldur fjölskylduna alla,“ segir í stefnunni sem lesa má í heild sinni hér að neðan. Tengd skjöl Jón_Rúnar_stefnaPDF6.1MBSækja skjal
FH Hafnarfjörður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira