Innlent

Af­sögn þing­manns, hótanir Trumps og í beinni frá Sví­þjóð

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Formaður Viðreisnar segist vonsvikin vegna máls þingmanns flokksins sem játar að hafa sóst eftir því að kaupa vændi. Hann sagði af sér þingmennsku eftir að honum var tilkynnt að fjallað yrði um málið á Vísi. Við förum yfir vendingar dagsins í kvöldfréttum og ræðum meðal annars við talskonu Stígamóta, sem segir afsögn hafa verið eina valkostinn.

Bandaríkjaforseti íhugar að leggja tolla á ríki sem eru andsnúin áformum hans um yfirtöku á Grænlandi. Við heyrum í Donald Trump á blaðamannafundi í dag og ræðum við forsætisráðherra um öryggis- og varnarmál á norðurslóðum.

Hálfbróðir Margrétar Löf sem var dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að ráða föður sínum bana ætlar að halda áfram með kröfu um að hún verði svipt erfðarétti fyrir Landsrétti. Við hittum lögmann bróðursins sem segir málið snúast um réttlæti.

Þá rýnum við í sérstakt mál er varðar rektor Háskólans á Bifröst. Starfsmenn hafa lýst yfir vantrausti á hendur rektor sem nýtti gervigreind til að meta réttmæti höfundarstöðu starfsmanna. Persónuvernd skoðar mál rekstorsins.

Auk þess verðum við í beinni frá herrakvöldi og þorrablóti Fylkis - og að sjálfsögðu einnig í beinni frá fyrsta leik strákanna okkar á EM í handbolta.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Sýnar, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×