Innlent

Tíma­móta­viðræður hafnar og ögur­stund hjá Sam­fylkingunni

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Tímamótaviðræður um frið milli Rússlands og Úkraínu hófust í dag. Við ræðum við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um viðræðurnar í kvöldfréttum klukkan 18:30 sem segir mikilvægt að virða fullveldi Úkraínu.

Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík smöluðu þúsundum inn í flokkinn fyrir prófkjör sem fer fram á morgun. Við heyrum í formannsframbjóðendum og ræðum við formann kjörstjórnar.

Þá hittir Oddur Ævar íbúa í Breiðholti sem er orðinn langþreyttur á bílastæðaskorti fyrir utan eigið heimili. Hann hefur orðið fyrir hótunum þeirra sem sækja bílastæðin og segir íbúa ráðþrota.

Allt að þriðjungur vinnutíma heimilislækna fer í útgáfu ýmiss konar vottorða. Við förum yfir málið með formanni Félags íslenskra heimilislækna sem gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði í málinu. Einnig hittum við nokkra sem horfðu ekki á landsleikinn í handbolta í dag og aðra sem blótuðu þorrann.

Við verðum í beinni frá Listasafni Reykjavíkur þar sem fram fara tvær stórar opnanir og Smári Jökull Jónsson fréttamaður verður í fyrirpartýi þorrablóts Stjörnunnar þar sem fullt er út úr dyrum og mikil stemning. 

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×