Innlent

Verð­bólgan eykst en loðnan gleður

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um nýjustu verðbólgutölurnar sem birtust í morgun. 

Við heyrum í verkalýðsforkólfum og talsmönnum atvinnurekenda sem skella skuldinni á stjórnvöld og skattahækkanir þeirra. 

Einnig fáum við sjónarmið fjármálaráðherra í málinu en umræður um verðbólguna hófust á Alþingi í morgun. 

Að auki segjum við frá nýjum ráðleggingum Hafró varðandi loðnuveiðar en hámarksaflinn hefur nú verið aukinn verulega í ráðgjöf Hafró frá því sem var áður. 

Í sportpakka dagsins ræður handboltinn að sjálfsögðu ríkjum eins og síðustu daga. Nú eru miðamálin í höllinni í Herning til umræðu en fáir miðar verða í boði fyrir Íslendinga sem vilja mæta á völlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×