Fyrsta stikla úr Reykjavík Fusion

Frumsýning á fyrstu stiklu úr væntanlegum íslenskum spennuþáttum sem heita Reykjavík Fusion og eru væntanlegir í haust. Þetta er fyrsta sjónvarpsþáttaserían frá framleiðslufyrirtækinu Act4 og kemur hugmyndin frá Herði Rúnarssyni sem skrifar seríuna ásamt Birki Blæ Ingólfssyni. Í aðalhlutverkum eru Ólafur Darri og Hera Hilmar, en í þáttunum má líka sjá stóran hóp frábærra leikara eins og Þröst Leó, Unni Birnu Backman, Góa, Þorstein Gunnarsson og fleiri. Leikstjórar seríunnar eru Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson.

1175
01:11

Vinsælt í flokknum Lífið