Ísland í dag - Hjónabandsslit vegna misskilnings og 44 árum síðar saman á ný

Hrikalegur misskilningur olli skilnaði Steinunnar Helgu Hákonardóttur og Sigurðar Stefánssonar þegar þau voru ung og ástfangin. Þau hittust ekki næstu 44 árin þrátt fyrir að eiga saman dóttur. Og dóttir þeirra hitti ekki föður sinn. En svo hittust þau fyrir tilviljun 44 árum seinna þegar Steinunn var fráskilin frá seinni manni sínum og Sigurður orðinn ekkill. Og þá gátu þau loks rætt skilnaðinn sem varð vegna þessa hræðilega misskilnings sem sundraði þeim í upphafi. Þau eru nú yfir sig ástfangin aftur og hamingjusöm og njóta lífsins saman. En Steinunn skrifaði verðlaunabók um þessa ótrúlegu reynslu fyrir börnin sín til þess að upplýsa þau um það sem hún ein vissi og vildi útskýra svo margt. Steinunn vill vekja athygli á því hve mikilvægt er að tala saman og ræða um það sem erfitt er að ræða svo ekki komi upp misskilningur sem leitt geti til óhamingju. Vala Matt fór og heyrði þessa ótrúlegu og sorglegu reynslusögu sem þó endaði svo fallega.

16119
12:36

Vinsælt í flokknum Ísland í dag