Jarðskjálfti sem mældist 4 að stærð norðaustur af Siglufirði
Jarðskjálfti sem mældist fjórir að stærð varð rúma þrjátíu kílómetra norðaustur af Siglufirði klukkan sjö í morgun. Þetta var þó eini stóri skjálftinn sem mældist - alls mældust um fimm hundruð skjálftar frá miðnætti en nær allir undir þremur að stærð.