Auka öryggi og eftirlit á leikskólum
Borgarráð hefur samþykkt tillögu um að fela skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar að leggja fram tillögur um hvernig auka megi eftirlit og öryggi í leikskólum borgarinnar. Úrbætur, sem eiga að liggja fyrir eigi síðar en 31. október næstkomandi, verða yfirfærðar á annað skóla- og frístundastarf.