59 greindust með kórónuveiruna í gær
59 greindust með kórónuveiruna í gær. Sóttvarnalæknir segir faraldurinn enn í vexti og í veldisvexti á köflum. Landinn þurfi að vera viðbúinn því að ekki takist að kveða niður veiruna eins og síðasta vetur vegna útbreiðslu. Farsóttarþreyta verði að víkja fyrir þolinmæði og þrautseigju.