Land risið um sjö sentimetra Frá 27. október hefur land risið um sjö sentimetra samkvæmt GPS-mælistöð á fjallinu Þorbirni. Aflögunin verður vegna kvikusöfnunar í syllu á um fimm kílómetra dýpi. Innlent 6. nóvember 2023 13:39
Varar við því að ala óþarflega á ótta vegna mögulegs eldgoss Formaður Landsbjargar varar við því að ala of á ótta íbúa í Grindavík. Ástandið sé alvarlegt en viðbragðsaðila tilbúna og sérfræðinga fylgjast vel með stöðunni allan sólarhringinn. Skjálftavirkni er stöðug við Þorbjörn og landris sömuleiðis. Innlent 6. nóvember 2023 13:01
Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. Innlent 6. nóvember 2023 11:52
Rólegt yfir skjálftamælum í nótt Vakthafandi náttúrúvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að nóttin hafi verið róleg þegar kemur að skjálftavirkninni á Reykjanesi, í það minnsta miðað við síðustu nætur. Innlent 6. nóvember 2023 06:47
Rýmingaráætlun fyrir Grindavík komin út Rýmingaráætlun fyrir Grindavík hefur verið birt á vefsíðu bæjarfélagsins. Þar er tilmælum komið á framfæri til bæjarbúa varðandi mögulega rýmingu kæmi til eldgoss sem myndi ógna byggð í Grindavík. Áætlunin hefur verið birt á íslensku, ensku, og pólsku. Innlent 5. nóvember 2023 18:33
„Þetta er kvikusöfnun á fárra kílómetra dýpi, það er ekkert grín“ „Staðan er ekki góð. Nú er annað eldstöðvakerfi komið í gang en það sem var fyrrum. Það er svolítið ólíkt því sem var á miðöldum, þá leið lengra á milli þess að eldstöðvakerfin hrukku í gang. Þetta er kvikusöfnun á fárra kílómetra dýpi, það er ekkert grín. Þannig að ég lít svo á að staðan sé erfið. Það getur brugðið til beggja vona,“ segir Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur um jarðhræringar á Reykjanesi. Innlent 5. nóvember 2023 15:32
Segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar Skjálftavirkni jókst á ný í nótt og landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar á svæðinu við komuna í lónið í gær. Innlent 5. nóvember 2023 12:01
Landris heldur áfram Landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn og engin skýr merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði. Gera má ráð fyrir áframhaldandi jarðskjálftavirkni vegna kvikuinnskotsins, sem veldur aukinni spennu á svæðinu. Innlent 5. nóvember 2023 10:58
Snarpur skjálfti í morgun Skjálftavirkni jókst upp úr klukkan fimm í morgun við Eldvörp á Reykjanesskaga. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð, rétt fyrir klukkan 6.00 í morgun. Yfir 130 skjálftar hafa mælst síðasta klukkutímann, flestir á um 3-5 kílómetra dýpi. Enginn gosórói er á svæðinu. Innlent 5. nóvember 2023 07:17
Bein útsending: Vefmyndavélar í beinni frá Þorbirni Mikil skjálftavirkni og jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi að undanförnu og hefur töluverður hraði verið á landrisi við Þorbjörn. Vísir er með vefmyndavélar á svæðinu, þar sem sjá má útsýnið af Þorbirni, yfir Bláa lónið og Reykjanesskagann annars vegar og svo Grindavík hinsvegar. Innlent 4. nóvember 2023 19:40
Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. Innlent 4. nóvember 2023 19:11
Mögulega aukinn hraði í tilfærslum Síritandi GPS mælar í grennd við fjallið Þorbjörn virðast sýna töluvert stökk í tilfærslum í dag. Mælir við Eldvörp sýnir rúmlega eins sentimetra tilfærslu til vesturs á milli mælinga, yfir átta klukkustunda tímabil, sem er veruleg hröðun frá síðustu dögum. Þetta stökk er sjáanlegt á öllum mælum í kringum landrisið sem nú á sér stað, þó mismikið. Innlent 4. nóvember 2023 17:56
Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. Innlent 4. nóvember 2023 14:56
Skjálftavirkni minnkað en búist við að hún aukist aftur Nokkuð hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga síðan á sjötta tímanum í gær. Jarðskjálftar sem mælst hafa eru að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands minni en áður en gera megi ráð fyrir að jarðskjálftavirkni aukist aftur. Innlent 4. nóvember 2023 12:11
Dregið úr jarðskjálftavirkni Nokkuð hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi síðan klukkan 18 í kvöld og skjálftarnir sem nú mælast eru minni. Virknin er þó enn töluverð og um 450 skjálftar hafa mælst á svæðinu í kringum Þorbjörn frá klukkan 15 í dag. Engin merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborð. Innlent 3. nóvember 2023 20:48
Skjálfti af stærðinni 4,3 Jarðskjálfti af stærðinni 4,3 mældist norðaustur af Grindavík klukkan 13:14 í dag. Um er að ræða einn stærsta skjálfta sem mælst hefur í yfirstandandi hrinu. Innlent 3. nóvember 2023 14:34
Skjálftavirknin viðbúin þegar land rís svona hratt Stærðarinnar skjálftar hafa riðið yfir norðvestur af Grindavík frá miðnætti, þrír hafa verið yfir fjórum að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir eðlilegt að stærri skjálftar ríði yfir þegar landris verður eins hratt og raunin er við fjallið Þorbjörn. Það þurfi þó ekki að þýði að von sé á gosi. Innlent 3. nóvember 2023 12:06
Lokum Bláa lóninu Þann 9. desember 2019 hófst sprengigos á eyjunni Whakaari úti fyrir ströndum Nýja Sjálands. Gosið kom nokkuð á óvart og var töluvert af ferðamönnum á eyjunni. Fólkið á svæðinu hafði enga undankomuleið og alls létust 22 á eyjunni þennan dag. Skoðun 3. nóvember 2023 12:01
750 skjálftar frá miðnætti Alls hafa 750 jarðskjálftar mælst á Reykjanesinu frá miðnætti og segir sérfræðingur að virknin hafi aukist aðeins í nótt. Innlent 3. nóvember 2023 07:23
„Þetta er í fyrsta sinn sem manni er svolítið órótt“ „Ég vaknaði bara strax við þann fyrsta sem kom eftir miðnætti. Og vaknaði aftur um klukkan þrjú og hef ekki sofnað síðan. Þetta er bara búið að vera viðvarandi; stórir skjálftar. Maður sér á vefnum að þeir eru yfir þrír meira og minna.“ Innlent 3. nóvember 2023 06:42
Skjálfti 4,2 að stærð rétt vestur af Bláa lóninu Skjálfti 4,2 að stærð varð um 1,2 kílómetra vestur af Bláa lóninu á Reykjanesskaga klukkan 3:51 í nótt. Sjö skjálftar sem hafa verið stærri en 3 að stærð, hafa mælst frá miðnætti, en skjálftanir hafa fundist víða á suðvesturhorni landsins. Innlent 3. nóvember 2023 05:41
Heitt vatn og rafmagn undir: „Allt kapp lagt á það að verja virkjunina“ Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku segir virkjun fyrirtækisins í Svartsengi gríðarlega mikilvæga, enda sjái hún íbúum á Reykjanesi fyrir heitu og köldu vatni og rafmagni. Verði eldgos á vondum stað verði erfiðast að koma heitu vatni til íbúa. Innlent 2. nóvember 2023 23:00
Þensla undir Þorbirni og öflugra merki um landris Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris. Innlent 2. nóvember 2023 18:52
Staðfest að kvika sé á fjögurra til fimm kílómetra dýpi Ítarleg greining á nýjum GPS gögnum og myndum frá gervitunglum staðfesta að kvikuinnskot sé að myndast á fjögurra til fimm kílómetra dýpi undir svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Landris heldur áfram á svæðinu. Innlent 2. nóvember 2023 13:51
Jarðskjálftavirkni heldur áfram Jarðskjálftavirkni heldur áfram við Þorbjörn og Svartsengi á Reykjanesskaga. Rúmlega tvö hundruð skjálftar hafa mælst frá miðnætti en engar stórar breytingar eru á virkninni síðan í gær. Síðasta sólarhring hafa aðalega smáskjálftar mælst á svæðinu en enn má gera ráð fyrir stærri skjálftum. Innlent 2. nóvember 2023 08:49
Öflugt landris en engin merki um að eldgos sé yfirvofandi Engin skýr merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs á Reykjanesi. Landris við fjallið Þorbjörn heldur þó áfram af krafti. Innlent 1. nóvember 2023 22:00
Stærsti skjálftinn í nótt 3,7 stig Tæplega hundrað skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesinu frá miðnætti, sá stærsti upp á 3,7 stig. Sá kom rétt fyrir klukkan eitt í nótt og var á fimm kílómetra dýpi, 4,6 kílómetra norðvestur af Grindavík. Innlent 1. nóvember 2023 07:29
„Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. Innlent 31. október 2023 23:01
Vel undirbúin fari að gjósa Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. Innlent 31. október 2023 20:00
Tveir stórir skjálftar norður af Grindavík Laust fyrir klukkan níu í morgun reið yfir skjálfti sem mældist 3,1 að stærð um 3,6 km norður af Grindavík en litlu seinna reið annar og stærri yfir á sama stað en sá mældist 3,4 að stærð. Innlent 31. október 2023 10:19