Skjálftavirknin viðbúin þegar land rís svona hratt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. nóvember 2023 12:06 Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Egill Aðalsteinsson Stærðarinnar skjálftar hafa riðið yfir norðvestur af Grindavík frá miðnætti, þrír hafa verið yfir fjórum að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir eðlilegt að stærri skjálftar ríði yfir þegar landris verður eins hratt og raunin er við fjallið Þorbjörn. Það þurfi þó ekki að þýði að von sé á gosi. Frá miðnætti hafa yfir tuttugu jarðskjálftar riðið yfir sem mældust yfir 3 að stærð og þrír sem mældust yfir 4 að stærð. Sá stærsti mældist 4,3 og reið yfir laust eftir klukkan átta í morgun með upptök um 4 km norðvestur af Grindavík. Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands. „Það má kannski að einhverju leyti eiga von á skjálftavirkni þegar það er að rísa svona hratt eins og er að gerast þarna undir Þorbirni og nú er staðan sú að þetta er ristímabil númer fimm sem við erum í og milli þeirra hefur sigið aðeins. Þannig að núna síðan fyrir tveimur, þremur dögum erum við í rauninni komin í hástöðu ef við horfum á alla viðburðina sem hafa átt sér stað þannig að jarðskorpan er kannski í einhverjum skilningi orðin ennþá meira spennt og fullt af misgengjum þarna sem geta hrokkið til,“ útskýrir Halldór. En má lesa í þessa stóru skjálfta sem riðu yfir í nótt? Þýða stærri og kraftmeiri skjálftar auknar líkur á gosi? „Já og nei. Kvika getur fundið sér leiðir upp um misgengi þannig að þegar hreyfist þá getur orðið auðveldara fyrir kviku að fara þar upp en það sjást engin bein merki um að það sé kvika að koma upp um þessi misgengi. Við allavega sjáum ekki að það sé í neinu magni sem við getum greint enn sem komið er allavega. Stundum er horft miklu frekar til minni jarðskjálfta, þannig að það er runa af litlum jarðskjálftum, þá getur það verið uggvænlegra í ákveðnum skilningi.“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla-og jarðskjálftafræðingur lýsti á íbúafundi í gær þeim mögulegu sviðsmyndum sem gætu orðið í framhaldinu. Ein þeirra fól í sér áframhaldandi skjálftavirkni með skjálftum allt að fimm að stærð. En hvernig er þessi tala reiknuð út? „Það eru ýmsir þættir sem stjórna mestu um stærð jarðskjálfta sem geta orðið á hverjum stað. Þar hefur, hvað getum við sagt, mikið að gera með þykkt hinnar brotgjörnu jarðskorpu þannig að ef að hún er þunn þá getur ekki safnast upp nema bara ákveðið magn af spennu og það ræður síðan stærð jarðskjálftanna sem verða,“ segir Halldór. Reynslan og sagan geti líka verið góður mælikvarði. „Sagan segir okkur að það verði ekki stórir jarðskjálftar þarna í grennd við Grindavík, ekki eins og til dæmis á Suðurlandi eða Norðurlandi út af því að þessi brotgjarni hluti skorpunnar er þynnri.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir 750 skjálftar frá miðnætti Alls hafa 750 jarðskjálftar mælst á Reykjanesinu frá miðnætti og segir sérfræðingur að virknin hafi aukist aðeins í nótt. 3. nóvember 2023 07:23 Skjálfti 4,2 að stærð rétt vestur af Bláa lóninu Skjálfti 4,2 að stærð varð um 1,2 kílómetra vestur af Bláa lóninu á Reykjanesskaga klukkan 3:51 í nótt. Sjö skjálftar sem hafa verið stærri en 3 að stærð, hafa mælst frá miðnætti, en skjálftanir hafa fundist víða á suðvesturhorni landsins. 3. nóvember 2023 05:41 Heitt vatn og rafmagn undir: „Allt kapp lagt á það að verja virkjunina“ Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku segir virkjun fyrirtækisins í Svartsengi gríðarlega mikilvæga, enda sjái hún íbúum á Reykjanesi fyrir heitu og köldu vatni og rafmagni. Verði eldgos á vondum stað verði erfiðast að koma heitu vatni til íbúa. 2. nóvember 2023 23:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Frá miðnætti hafa yfir tuttugu jarðskjálftar riðið yfir sem mældust yfir 3 að stærð og þrír sem mældust yfir 4 að stærð. Sá stærsti mældist 4,3 og reið yfir laust eftir klukkan átta í morgun með upptök um 4 km norðvestur af Grindavík. Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands. „Það má kannski að einhverju leyti eiga von á skjálftavirkni þegar það er að rísa svona hratt eins og er að gerast þarna undir Þorbirni og nú er staðan sú að þetta er ristímabil númer fimm sem við erum í og milli þeirra hefur sigið aðeins. Þannig að núna síðan fyrir tveimur, þremur dögum erum við í rauninni komin í hástöðu ef við horfum á alla viðburðina sem hafa átt sér stað þannig að jarðskorpan er kannski í einhverjum skilningi orðin ennþá meira spennt og fullt af misgengjum þarna sem geta hrokkið til,“ útskýrir Halldór. En má lesa í þessa stóru skjálfta sem riðu yfir í nótt? Þýða stærri og kraftmeiri skjálftar auknar líkur á gosi? „Já og nei. Kvika getur fundið sér leiðir upp um misgengi þannig að þegar hreyfist þá getur orðið auðveldara fyrir kviku að fara þar upp en það sjást engin bein merki um að það sé kvika að koma upp um þessi misgengi. Við allavega sjáum ekki að það sé í neinu magni sem við getum greint enn sem komið er allavega. Stundum er horft miklu frekar til minni jarðskjálfta, þannig að það er runa af litlum jarðskjálftum, þá getur það verið uggvænlegra í ákveðnum skilningi.“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla-og jarðskjálftafræðingur lýsti á íbúafundi í gær þeim mögulegu sviðsmyndum sem gætu orðið í framhaldinu. Ein þeirra fól í sér áframhaldandi skjálftavirkni með skjálftum allt að fimm að stærð. En hvernig er þessi tala reiknuð út? „Það eru ýmsir þættir sem stjórna mestu um stærð jarðskjálfta sem geta orðið á hverjum stað. Þar hefur, hvað getum við sagt, mikið að gera með þykkt hinnar brotgjörnu jarðskorpu þannig að ef að hún er þunn þá getur ekki safnast upp nema bara ákveðið magn af spennu og það ræður síðan stærð jarðskjálftanna sem verða,“ segir Halldór. Reynslan og sagan geti líka verið góður mælikvarði. „Sagan segir okkur að það verði ekki stórir jarðskjálftar þarna í grennd við Grindavík, ekki eins og til dæmis á Suðurlandi eða Norðurlandi út af því að þessi brotgjarni hluti skorpunnar er þynnri.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir 750 skjálftar frá miðnætti Alls hafa 750 jarðskjálftar mælst á Reykjanesinu frá miðnætti og segir sérfræðingur að virknin hafi aukist aðeins í nótt. 3. nóvember 2023 07:23 Skjálfti 4,2 að stærð rétt vestur af Bláa lóninu Skjálfti 4,2 að stærð varð um 1,2 kílómetra vestur af Bláa lóninu á Reykjanesskaga klukkan 3:51 í nótt. Sjö skjálftar sem hafa verið stærri en 3 að stærð, hafa mælst frá miðnætti, en skjálftanir hafa fundist víða á suðvesturhorni landsins. 3. nóvember 2023 05:41 Heitt vatn og rafmagn undir: „Allt kapp lagt á það að verja virkjunina“ Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku segir virkjun fyrirtækisins í Svartsengi gríðarlega mikilvæga, enda sjái hún íbúum á Reykjanesi fyrir heitu og köldu vatni og rafmagni. Verði eldgos á vondum stað verði erfiðast að koma heitu vatni til íbúa. 2. nóvember 2023 23:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
750 skjálftar frá miðnætti Alls hafa 750 jarðskjálftar mælst á Reykjanesinu frá miðnætti og segir sérfræðingur að virknin hafi aukist aðeins í nótt. 3. nóvember 2023 07:23
Skjálfti 4,2 að stærð rétt vestur af Bláa lóninu Skjálfti 4,2 að stærð varð um 1,2 kílómetra vestur af Bláa lóninu á Reykjanesskaga klukkan 3:51 í nótt. Sjö skjálftar sem hafa verið stærri en 3 að stærð, hafa mælst frá miðnætti, en skjálftanir hafa fundist víða á suðvesturhorni landsins. 3. nóvember 2023 05:41
Heitt vatn og rafmagn undir: „Allt kapp lagt á það að verja virkjunina“ Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku segir virkjun fyrirtækisins í Svartsengi gríðarlega mikilvæga, enda sjái hún íbúum á Reykjanesi fyrir heitu og köldu vatni og rafmagni. Verði eldgos á vondum stað verði erfiðast að koma heitu vatni til íbúa. 2. nóvember 2023 23:00