Vel undirbúin fari að gjósa Bjarki Sigurðsson skrifar 31. október 2023 20:00 Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu. Vísir/Arnar Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. Síðastliðinn sólarhring hafa um ellefu hundruð skjálftar mælst á Reykjanesskaganum. Fimm mældust yfir þrír að stærð, sá stærsti þrír komma sjö en sá varð einungis rúma þrjá kílómetra frá Grindavík. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veðurstofunni eru engar vísbendingar um gosóróa en þó eru skýr merki um kvikuhlaup. Hægt hefur á landrisinu við Svartsengi sem hófst fyrir fjórum dögum síðan. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir starfsmenn vera vel undirbúna komi til eldgoss. „Eins og staðan er þá er óvissustig sem þýðir að við erum að yfirfara alla okkar ferla og gera okkur tilbúin til þess að geta brugðist við ef eitthvað myndi gerast en eins og staðan er núna er þetta óvissustig og almannavarnir hafa ekki hækkað það,“ segir Helga. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að ekki sé hægt að útiloka það að kvika nái að brjóta sér leið upp við Bláa lónið þrátt fyrir að engin skýr merki séu um að það sé að fara að gerast þar eða annars staðar. Helga segir ferðamenn sem mæta í lónið vera upplýsta um stöðuna á staðnum. „Þeir hafa fundið fyrir þeim og spurt og verið að mörgu leyti forvitnir. Það hefur engin hræðsla gripið um sig eða neitt slíkt heldur meira forvitni og við reynt að upplýsa þá eins og unnt er. Við upplýsum gestina þegar þeir koma eftir bestu getu og reynum að fræða þá á sama tíma. Þeir taka þessari fræðslu vel og finnst þetta áhugavert, miklu frekar en hitt,“ segir Helga. Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Sundlaugar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Síðastliðinn sólarhring hafa um ellefu hundruð skjálftar mælst á Reykjanesskaganum. Fimm mældust yfir þrír að stærð, sá stærsti þrír komma sjö en sá varð einungis rúma þrjá kílómetra frá Grindavík. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veðurstofunni eru engar vísbendingar um gosóróa en þó eru skýr merki um kvikuhlaup. Hægt hefur á landrisinu við Svartsengi sem hófst fyrir fjórum dögum síðan. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir starfsmenn vera vel undirbúna komi til eldgoss. „Eins og staðan er þá er óvissustig sem þýðir að við erum að yfirfara alla okkar ferla og gera okkur tilbúin til þess að geta brugðist við ef eitthvað myndi gerast en eins og staðan er núna er þetta óvissustig og almannavarnir hafa ekki hækkað það,“ segir Helga. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að ekki sé hægt að útiloka það að kvika nái að brjóta sér leið upp við Bláa lónið þrátt fyrir að engin skýr merki séu um að það sé að fara að gerast þar eða annars staðar. Helga segir ferðamenn sem mæta í lónið vera upplýsta um stöðuna á staðnum. „Þeir hafa fundið fyrir þeim og spurt og verið að mörgu leyti forvitnir. Það hefur engin hræðsla gripið um sig eða neitt slíkt heldur meira forvitni og við reynt að upplýsa þá eins og unnt er. Við upplýsum gestina þegar þeir koma eftir bestu getu og reynum að fræða þá á sama tíma. Þeir taka þessari fræðslu vel og finnst þetta áhugavert, miklu frekar en hitt,“ segir Helga.
Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Sundlaugar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira