Gagnrýni

Gagnrýni

Gagnrýni á kvikmyndum, bókmenntum, tónlist, leikhúsverkum og fleiru.

Fréttamynd

Rödd samviskunnar

Bubbi Morthens (f. 1956) er listamaður með sterka rödd í margvíslegum skilningi. Maður með erindi. Rödd hans er krefjandi, áleitin, ástríðufull, hrjúf en hlý. Samviskurödd.

Gagnrýni
Fréttamynd

Rowling á glæpaslóðum

Metsöluhöfundurinn og skapari Harry Potter, J.K. Rowling, hefur skrifað fjórar sakamálasögur undir dulnefninu Robert Gal­braith og líklegt er að bækurnar verði fleiri. Aðalpersóna bókanna er einkaspæjarinn Cormoran Strike og aðstoðarkona hans, Robin Ellacott.

Gagnrýni
Fréttamynd

Lifi smekkleysan!

Valkyrjurnar eru mættar galvaskar, gallaðar og hlaðnar gervigimsteinum, ríðandi á hvítum uppblásnum einhyrningum inn í Tjarnarbíó til að segja áhorfendum söguna af kvenhetjunni Brynhildi

Gagnrýni
Fréttamynd

Realískur Jóker veldur uppnámi, deilum og usla

Joaquin Phoenix fer með hlutverk hins misheppnaða Flecks sem hann túlkar ekki síst með líkamanum og hreyfingum þannig að hann passar fullkomlega inn í þann drungalega raunveruleika sem hér er lagt upp með að skapa á hvíta tjaldinu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Kattarkonsert, en engin mús

Í einni myndinni um Tomma og Jenna er sá fyrrnefndi í hlutverki píanóleikara. Hann er í kjólfötum og gengur inn á svið, virðulegur á svipinn. Síðan byrjar hann að spila.

Gagnrýni
Fréttamynd

Shakespeare endurmetinn

Kynjapólitík verksins er óþægileg, ekki einungis vegna vofu Harveys­ Weinstein. Konurnar eru vændiskonur, fóstrur, fjarverandi eða fórna sér fyrir hinn listræna málstað karlkyns snillingsins.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hver vegur að heiman?

Átta ár eru liðin síðan leikstjórinn Elfar Aðalsteins sýndi stuttmyndina Sailcloth á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík og stóð uppi sem sigurvegari þegar myndin var valin besta íslenska stuttmyndin á hátíðinni.

Gagnrýni
Fréttamynd

Ís með innyflum

Stórhættulega stafrófið er skemmtileg og spennandi saga af stelpunni Fjólu sem ákveður að safna dóti til að selja á tombólu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Martröð á Jónsmessunótt

Hrollvekjuunnendur voru illa sviknir fyrr í sumar þegar í ljós kom að nýjasta mynd leikstjórans Ari Aster yrði ekki sýnd í kvikmyndahúsum hér á landi.

Gagnrýni
Fréttamynd

Aflausn án innistæðu

Húh! Best í heimi er byggt á sönnum sögum úr lífi leikaranna með það að leiðarljósi að skoða samfélagið út frá mannlegum brestum. Leikhópurinn RaTaTam, sem skoðað hefur ýmsa afkima samfélagsins síðustu misseri, frumsýndi sína þriðju sýningu í Borgarleikhúsinu síðasta föstudag.

Gagnrýni
Fréttamynd

Í senn ofsafenginn og hástemmdur

Það fór illa fyrir Sergej Prokofíev. Verk eftir hann var á dagskránni á Sinfóníutónleikunum á fimmtudagskvöldið. Hann var óumdeilanlega eitt mesta tónskáld Sovétríkjanna, en fimm árum áður en hann lést féll hann úr náðinni hjá Stalín. Og það var ekkert grín.

Gagnrýni
Fréttamynd

Góðir Framsóknarmenn!

Grímur Hákonarson er einn áhugaverðasti kvikmyndaleikstjórinn sem sinnir list sinni af hugsjón á Íslandi. Hann hefur alltaf verið svolítið sér á parti og samkvæmur sjálfum sér í gegnum tíðina hefur hann mótað sín sterku höfundareinkenni.

Gagnrýni
Fréttamynd

Fátt kemur á óvart

Í glæpasögunni Ósköp venjuleg fjölskylda kynnist lesandinn fjölskyldu sem virðist lifa fremur venjulegu lífi. Faðirinn er prestur, móðirin lögfræðingur og þau eiga unga dóttur sem dag einn er grunuð um morð. Foreldrarnir leggja vitaskuld allt kapp á að vernda dóttur sína og eru tilbúnir að ganga ansi langt í þeim efnum.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hvar er Bobby Fischer?

Bobby Fischer var ekki bara snillingur á skáksviðinu. Hann bjó líka yfir tónlistarhæfileikum. Þegar hann var táningur og var að keppa á skákmóti í Bled í Slóveníu ætluðu félagar hans að gera góðlátlegt grín að honum.

Gagnrýni
Fréttamynd

Sjálfshjálparbók sigurvegara

Hernaðarlistin er í raun yfir gagnrýni og stjörnugjöf hafin, hafandi sannað sig í 2.500 ár sem eitursnjall lífsleiðarvísir sem hefur verið færður í letur.

Gagnrýni
Fréttamynd

Tíminn og vatnið og ástin

Rithöfundurinn Maja Lunde er einn vinsælasti rithöfundur Norðmanna um þessar mundir. Fyrsta fullorðinsskáldsaga hennar, Saga býflugnanna, sló rækilega í gegn um allan heim og Blá er önnur fullorðinssaga hennar og hefur ekki hlotið síðri viðtökur.

Gagnrýni
Fréttamynd

Farsæl þroskasaga í fjórum þáttum

Viðtökur Toy Story 4 sanna að ævintýragjörnum leikföngum verður ekki í Góða hirðinn komið. Ævintýri Vidda löggustjóra og endimarkalausa geimstuðboltans Bósa Ljósárs teygja sig nú yfir 24 ár og enn er heilmikið líf í tuskunum og plastinu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Eins og hjónaband dúfu og krókódíls

Gárungar hafa sagt að það sé allt í lagi að koma of seint á tónleika í Hallgrímskirkju. Bergmálið sé svo mikið að maður heyrir samt fyrstu tónana. Fyrir þetta stóra kirkju er bergmálið auðvitað fullkomlega eðlilegt, en þá er grundvallaratriði að velja vel hvernig tónlist er þar flutt.

Gagnrýni
Fréttamynd

Á ferð um veröldina

Fyrr í þessum mánuði var barnadanssýningin Spor frumsýnd í Borgarbókasafninu í Gerðubergi sem einn af viðburðum Barnamenningarhátíðar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Lágspennufall

Hálf heimsbyggðin og jafnvel gott betur virðist ekki geta haldið vatni yfir hryllingsmyndinni Us, sem má teljast undarlegt þar sem slík er hún heldur bragðdauf og lítt spennandi.

Gagnrýni