Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Michelle Wie ekki í gegn

Táningsstúlkan stórefnilega Michelle Wie komst ekki í gegnum niðurskurðinn á John Deere mótinu í Bandarísku karlamótaröðinni í golfi. Hún lék í gær á 71 einu höggi á pari vallarsins og var samtals á einu höggi undir pari eftir 36 holur en hana vantaði tvö högg til að komast áfram.

Sport
Fréttamynd

Wie sjö höggum frá efsta manni

Michelle Wie fimmtán ára táningsstúlkan frá Bandaríkjunum keppir a á John Deere mótinu en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. Wie  fékk boð frá styrktaraðilum mótsins og virðist hafa gríðarlega stóran aðdáendahóp.

Sport
Fréttamynd

Ragnhildur í 58-65 sæti

Ragnhildur Sigurðardóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék á Bråviken-vellinum í Svíþjóð á sjö höggum yfir pari á fimmtudaginn á fyrsta keppnisdegi Rejmes-mótsins á Telia Tour mótaröðinni í golfi. Ragnhildur lék á 79 höggum og er í 58-65 sæti af alls 105 keppendum. Keppnin heldur áfram á morgun en þá verður skorið niður fyrir lokadaginn sem fram fer á laugardaginn.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur með forystu

Birgir Leifur Hafþórsson var rétt að ljúka öðrum hring sínum Open des Volcans mótinu í Frakklandi sem er hluti af áskorendamótaröð Evrópu í golfi. Hann lék á 73 höggum í dag eða á tveimur yfir pari og er sem stendur í ellefta sæti ásamt þremur öðrum kylfingum á 3 undir pari. Birgir er með forystu eftir fyrsta dag. Nicolas Joakimides frá Frakklandi er efstur 8 höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Jim Furyk vann Western mótið

Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk sigraði á Western-mótinu í golfi sem lauk í Lemont í Illinois í gærkvöldi.  Furyk tókst að verjast áhlaupi Tiger Woods sem varð annar, tveimur höggum á eftir. 

Sport
Fréttamynd

Stefnir í æsispennandi lokahring

Það stefnir í æsispennandi lokahring á Opna Chialis Western mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi. Bandaríkjamennirnir Jim Furyk og Ben Curtis eru efstir og jafnir á tólf höggum undir pari eftir 54 holur.

Sport
Fréttamynd

Björn lék á 69 höggum

Daninn Thomas Björn er með fjögurra högga forystu á Opna evrópska mótinu í golfi. Björn lék þriðja hringinn í gær á 69 höggum en leikið er á Írlandi á sama velli og næsta Ryder-keppni verður haldin á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Leika við Finna um 15. sætið

Karlalandsliðið í golfi leikur nú gegn Finnum á Evrópumóti áhugamanna á Hillside-strandvellinum í Southport á Englandi en leikið er um 15. sætið á mótinu. Rétt fyrir hádegi var búið að leika sex holur. Stefán Már Stefánsson er tveimur holum yfir í sínum leik, Finnarnir eru yfir í tveimur leikjum og jafnt er í tveimur viðureignum.

Sport
Fréttamynd

Couch hefur óvænt forystu

Bandaríkjamaðurinn Chris Couch hefur óvænt forystu á Opna Chialis Western mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi en leikið er í Lemont í Illinois. Couch var boðið á mótið eftir tvo sigra á áskorendamótaröðinni. Hann lék á 67 höggum í gær og er samtals á níu höggum undir pari eftir 36 holur.

Sport
Fréttamynd

Golf: Sigur gegn Finnum

Karlalandsliðið í golfi var rétt í þessu að leggja Finna, 3-2, á Evrópumóti áhugamanna á Hillside-strandvellinum á Englandi. Með sigrinum tryggði íslenska liðið sér 15. sætið á mótinu af tuttugu. Sigmundur Einar Másson, Stefán Már Stefánsson og Heiðar Davíð Bragason unnu leiki sína.

Sport
Fréttamynd

Spilað við Svía um 13.-16. sætið

Íslenska landsliðið í golfi er núna að spila við Svía um 13.-16. sætið á Evrópumóti áhugamanna í golfi. Otto Sigurðsson tapaði þremur fyrstu holunum gegn Niclas Lemke. Jafnt var í leik Arnar Ævars Hjartarsonar og Stefáns Más Stefánssonar gegn Alex Noren og Kalle Edberg eftir fyrstu þrjár holurnar.

Sport
Fréttamynd

Þrír kylfingar efstir

Þrír kylfingar eru jafnir eftir fyrsta keppnisdag á Cialis-mótinu í golfi í Illinois í Bandaríkjunum. Bandaríkjamennirnir Ben Curtis, Jim Furyk og Todd Fischer léku allir á sjö höggum undir pari. Þremenningarnir hafa tveggja högga forystu á Ástralann Robert Allenby og Bandaríkjamennina Chad Campbell og Harrison Frazar.

Sport
Fréttamynd

Ísland-Írland

Íslenska karlalandsliðið í golfi er núna að spila við Íra í keppni um  til sextánda sætið á Evrópumóti áhugamanna í golfi. Þegar níu holur voru búnar af fjórmenningnum áttu þeir Örn Ævar Hjartarson og Stefán Már Stefánsson eina holu á Írana Michael McGeady og Jim Carvill.

Sport
Fréttamynd

Golf-Erfitt hjá íslensku sveitinni

Íslenska karlalandsliðið í golfi er í 16. sæti á 27 höggum yfir pari eftir fyrsta daginn á Evrópumóti landsliða áhugamanna á Hillside golfvellinum í Southport í Englandi. Sex kylfingar skipa hvert lið og er spilaður höggleikur í dag og á morgun. 20 þjóðir taka þátt í keppninni. Frakkar og Wales eru efst á einu höggi undir pari.

Sport
Fréttamynd

Golf: Landsliðið hóf leik í morgun

Karlalandsliðið í golfi hóf leik í morgun á Evrópumóti áhugamanna í golfi en leikið er á á Hillside-strandvellinum í Southport á Englandi. Örn Ævar Hjartarson, Heiðar Davíð Bragason, Magnús Lárusson, Ottó Sigurðsson, Sigmundur Einar Másson og Stefán Már Stefánsson skipa liðið.

Sport
Fréttamynd

Harrington hækkar á heimslistanum

Írinn Padraig Harrington færðist úr ellefta sæti í það áttunda á heimslista kylfinga eftir sigur á Barclays mótinu í bandarísku mótaröðinni í gær.

Sport
Fréttamynd

Remesy vann í bráðabana

Frakkinn Jean Francois Remesy vann landa sinn Jean Van De Velde á fyrstu holu í bráðabana á Opna franska meistaramótinu í evrópsku mótaröðinni í gær.

Sport
Fréttamynd

Ragnhildur setti vallarmet

Ostamótið í golfi var haldið á Akranesi um helgina, en mótið er liður í Toyota-mótaröðinni í sumar. Í kvennaflokki sigraði Ragnhildur Sigurðardóttir úr GK nokkuð örugglega, en hún lék síðari hring sinn á mótinu í gær á tveimur höggum undir pari eða sjötíu höggum, sem er vallarmet.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María komst ekki áfram

Ólöf María Jónsdóttir lauk öðrum hring á Algarve-mótinu í golfi nú laust fyrir hádegi. Ólöf María lék annan hringinn á 75 höggum eða þremur yfir pari vallarins. Hún var því á 9 höggum yfir pari samtals og kemst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Sport
Fréttamynd

Furyk efstur á Barclays Classic

Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk hefur forystu á Barclays Classic mótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð. Furyk er á 8 höggum undir pari en landi hans Brian Gay er annar, höggi á eftir.

Sport
Fréttamynd

Ólöf keppir í Portúgal á morgun

Ólöf María Jónsdóttir mun hefja leik klukkan 10.40 í fyrramálið á Opna portúgalska mótinu í golfi, sem er liður í Evrópumótaröðinni. Mótið fer fram á Gramacho Pestana golfvellinum í Algarve og er heildarverðlaunaféð í mótinu 300 þúsund evrur, eða 2,4 milljónir króna.

Sport
Fréttamynd

6 íslenskar kepptu á opna franska

6 íslenskar stúlkur tóku þátt í Opna franska áhugamannamótinu í golfi sem fór fram bænum Pau í suðurhluta Frakklands um helgina. Helena Árnadóttir úr GR náði bestum árangri íslensku stúlknanna og komst í gegnum niðurskurðinn. Hún hafnaði í 40. sæti af 70 keppendum.

Sport
Fréttamynd

Campbell sigraði á Opna bandaríska

Nýsjálendingurinn Michael Campbell sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem lauk í Pinehurst í Norður-Karólínu í gærkvöldi. Fyrir lokahringinn var Campbell fjórum höggum á eftir Suður-Afríkumanninum Retief Goosen sem átti titil að verja. Goosen fór illa að ráði sínu og lék holurnar 18 í gær á 11 höggum yfir pari og varð í 11.-14.. sæti.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur í 34.-40. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson er í 34.-40. sæti á St. Omer mótinu í golfi í Frakklandi. Birgir er búinn að spila sjö holur í morgun. Hann fékk skolla á annarri holu og nú áðan fór hann sjöundu holuna á þremur yfir pari og er því samtals á tveimur höggum yfir pari. Rétt fyrir hádegi voru sjö kylfingar jafnir í fyrsta sætinu á fjórum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Goosen með þriggja högga forystu

Suður-Afríkumaðurinn Retief Goosen hefur þriggja högga forystu fyrir síðasta hringinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Goosen er á þremur höggum undir pari en Bandaríkjamennirnir Olin Browne og Jason Gore eru jafnir í öðru sæti. Báðir hafa leikið holurnar 54 á pari.

Sport
Fréttamynd

Þrír jafnir í efsta sæti

Suður-Afríkumaðurinn Retief Goosen og Bandaríkjamennirnir Olin Browne og Jason Gore eru efstir og jafnir á tveimur höggum undir pari samtals eftir tvo keppnisdaga á Opna bandaríska mótinu í golfi, öðru risamóti ársins.

Sport
Fréttamynd

Dottinn niður í 12.-16. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson er dottinn niður í 12.-16. sæti á St.Omer mótinu í Frakklandi í áskorendamótaröð Evrópu. Hann er samtals á tveimur undir pari en hann fékk skolla á ellefu og tólftu. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum.

Sport
Fréttamynd

Þremur höggum á eftir efstu mönnum

Birgir Leifur Hafþórsson endaði þriðja hring sinn með fugli á St.Omer mótinu í Frakklandi í dag. Hann lék samtals á 69 höggum og var tveimur höggum undir pari vallarins og er samtals á 211 höggum, tveimur undir pari. Hann er í 10.-14. sæti og er aðeins þremur höggum á eftir efstu mönnum mótsins, Carl Sunesen frá Svíþjóð og James Heath.

Sport
Fréttamynd

Fjarlægur draumur sem rættist

Margfaldur Íslandsmeistari kvenna í golfi, Ólöf María Jónsdóttir, er nú orðin atvinnumaður og keppir á  evrópsku mótaröðinni, fyrst Íslendinga. Hún ferðast nú um heiminn og leikur golf um alla Evrópu. Hún æfir í Texasfylki yfir vetrartímann en reynir að skjótast heim til Íslands á milli móta yfir sumartímann.

Sport
Fréttamynd

Frábær árangur hjá Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafþórsson er sem stendur í 3.-5. sæti á St. Omer mótinu í Frakklandi sem er hluti af áskorendamótaröð Evrópu. Hann hefur leikið frábærlega í morgun og er fjórum höggum undir pari eftir tíu holur.

Sport