Bein útsending: Katrín og Lilja mæta á fund nefndar vegna Íslandsbankasölunnar Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund í dag vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Forsætisráðherra og viðskiptaráðherrra munu þar svara spurningum nefndarmanna. Innlent 30. nóvember 2022 08:31
Væntir frekari samruna fyrirtækja á næsta ári Líkur eru á frekari samþjöppun og samrunum fyrirtækja á næsta ári, einkum á sviði upplýsingatækni og sjávarútvegs- og matvælaiðnaði. Á sama tíma mun fjöldi fjölskyldufyrirtækja þurfa á meira fjármagni að halda til fjárfestinga. Innherji 29. nóvember 2022 14:10
Ráðinn í starf framkvæmdastjóra eignaumsýslusviðs Reita Jón Kolbeinn Guðjónsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Eignaumsýslusviðs Reita. Viðskipti innlent 29. nóvember 2022 12:36
Stöðugildum fækkað og nýir framkvæmdastjórar ráðnir Stjórn Sýnar hefur samþykkt nýtt skipulag félagsins sem miðar meðal annars að því að bæta arðsemi félagsins, einfalda starfsemina og búa félagið undir frekari vöxt. Stöðugildum verður fækkað og nýir framkvæmdastjórar verða ráðnir. Viðskipti innlent 29. nóvember 2022 09:04
Ríkið sýknað af kröfu Símans um veiðirétt Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu Símans um að fjarskiptafyrirtækið ætti veiðirétt fyrir landi sínu sem liggur að Sandá í Þjórsárdal. Umfangsmikil skógrækt Skógræktarinnar á jörðinni skipti sköpum í málinu. Viðskipti innlent 28. nóvember 2022 15:29
Þrátt fyrir mikinn útlánavöxt er Kvika enn fjárfestingarbanki Sveiflur í afkomu Kviku varpa ljósi á að félagið er enn fjárfestingarbanki jafnvel þótt vægi útlána hafi vaxið hratt. Útlán Kviku hafa aukist um 45 prósent frá áramótum en á sama tíma hefur efnahagsreikningurinn vaxið um 21 prósent. „Stærri efnahagsreikningur og stærra útlánasafn leggja grunninn að stöðugri og sterkari grunnrekstri til framtíðar,“ segir í verðmati Jakobsson Capital. Innherji 28. nóvember 2022 12:01
Fjárfestu seldu sig út úr verðbréfasjóðum fyrir meira en tíu milljarða Talsvert var um innlausnir fjárfesta í verðbréfasjóðum í október, einkum í sjóðum sem fjárfesta í skuldabréfum, þrátt fyrri að bæði vísitala hlutabréfa og skuldabréfa hafi hækkað í Kauphöllinni í síðasta mánuði. Óvenju miklar verðlækkanir samtímis útflæði á árinu þýðir að eignir skuldabréfasjóða hafa minnkað um 44 milljarða frá áramótum og ekki verið minni frá því í ágúst í fyrra. Innherji 28. nóvember 2022 09:48
Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. Innherji 25. nóvember 2022 12:49
Solid Clouds opinbera annan leik fyrirtækisins Forsvarsmenn íslenska leikjafyrirtækisins Solid Clouds ætla að forsýna nýjasta leik fyrirtækisins á næstu dögum. Starborne Frontiers er annar tölvuleikur félagsins og verður hann opinberaður á fjárfestadegi Solid Clouds þann 1. desember. Leikjavísir 25. nóvember 2022 09:27
Fresta jólaglögg vegna áhyggna af öryggi í miðbænum Starfsmannafélag Símans hefur ákveðið að fresta jólaglögg starfsmanna sem átti að fara fram í miðbænum annað kvöld vegna óvissu í kring um átök í undirheimum. Hótanir um árásir í miðbænum um helgina hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum. Innlent 24. nóvember 2022 17:50
Vísir formlega hluti af samstæðu Síldarvinnslunnar í desember Vísir hf. í Grindavík og dótturfélög verða formlega hluti af samstæðu Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað frá og með 1. desember næstkomandi. Þetta kemur fram í uppgjöri Síldarvinnslunnar fyrir þriðja ársfjórðung sem var birt rétt í þessu. Innherji 24. nóvember 2022 17:00
Styrmir Sigurjónsson hættir hjá Arion banka Styrmir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá bankanum. Viðskipti innlent 24. nóvember 2022 16:53
Horfur „nokkuð jákvæðar“ hjá Festi og mælir með að halda bréfunum IFS mælir með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í Festi. Horfur fyrir næstu mánuði í rekstri félagsins eru „nokkuð jákvæðar“ en það verður áfram „þrýstingur á framlegð“ í ljósi efnahagsmála erlendis. Stríðsátök í Úkraínu hafa gert það að verkum að ástandið á verður áfram „erfitt“ og verðbólga há alþjóðlega. Innherji 24. nóvember 2022 16:00
Guðni og Sigurður reka fjárfestingafélag með átta milljarða í eigið fé Guðni Rafn Eiríksson, fjárfestir og eigandi verslananna Epli, og Sigurður Bollason fjárfestir reka fjárfestingafélag sem er með um átta milljarða í eigið fé. Innherji 24. nóvember 2022 14:02
Icelandair flýgur til Detroit Icelandair hyggst hefja áætlunarflug til bandarísku stórborgarinnar Detroit næsta vor. Viðskipti innlent 24. nóvember 2022 13:11
Skýrslan stendur óhögguð þrátt fyrir gagnrýni Bankasýslunnar Ríkisendurskoðun segir að skýrsla hennar um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka standi óhögguð þrátt fyrir gagnrýni Bankasýslu ríkisins og annarra. Tekið hafi verið tillit til atriða sem Bankasýslan gerði athugasemdir við í umsagnarferli skýrslunnar. Viðskipti innlent 24. nóvember 2022 12:00
Róbert Wessmann tekinn af Mannlífi Allar fréttir um Róbert Wessmann, eiganda lyfjafyrirtækisins Alvogen, eru horfnar af vef fjölmiðilsins Mannlíf. Halldór Kristmannsson, sem hefur átt í deilum við Róbert segir hvarf fréttanna ekki tengjast sátt milli hans og Róberts. Innlent 23. nóvember 2022 19:21
Sterkar vísbendingar um stóran koparfund Amaroq á Grænlandi Nýjar rannsóknir málmleitarfyrirtækisins Amaroq Minerals sviptu hulunni af málmbelti sem ber mjög svipuð einkenni og ein stærsta og verðmætasta koparnáma heims sem er staðsett í Ástralíu. Innherji 23. nóvember 2022 16:51
Útilokar að ríkisstjórnin endurtaki tilboðsleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir útilokað að núverandi ríkisstjórn beiti aftur tilboðsfyrirkomulagi við næstu sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Innlent 23. nóvember 2022 11:42
Bein útsending: Bjarni svarar spurningum um Íslandsbankaskýrsluna Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund í dag vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Fjármálaráðherra er á meðal þeirra sem svarar spurningum nefndarinnar í dag. Innlent 23. nóvember 2022 09:15
Kveðja Stjörnutorg fyrir fullt og allt með tónlistaratriðum og gefins bíómiðum Kveðjuhóf verður haldið á Stjörnutorgi í Kringlunni klukkan 11:30 á morgun. Gestalistinn er öllum opinn en rapparinn Daniil tekur lagið, Gústi B þeytir skífum og gefnir verða bíómiðar. Nýtt veitinga- og afþreyingarsvæði, Kúmen, opnar á allra næstu dögum og lokar Stjörnutorg því eftir 23 ára starfsemi. Lífið 22. nóvember 2022 18:44
Hækkar verðmat Íslandsbanka vegna betri reksturs þrátt fyrir dekkri horfur Jakobsson Capital hefur hækkað verðmat sitt á Íslandsbanka um níu prósent einkum í ljósi þess að grunnreksturinn gengur betur en gert var ráð fyrir. Engu að síður eru „örlítið dekkri horfur“ þegar kemur að bankarekstri á næsta ári. Innherji 22. nóvember 2022 15:31
Einkavæðing banka og ábyrgð ráðherra Það má öllum vera ljóst að stjórnarsamstarfið er undir þegar ráðherrar tjá sig um bankasöluna og ábyrgð fjármálaráðherrans. Ef þau viðurkenna ábyrgð hans þá verður krafan eindregnari um að hann segi af sér, fari þau ekki fram á það sjálf. En hversu langt ætla þau að ganga? Skoðun 22. nóvember 2022 13:30
Aðstoðarritstjóri Euromoney gagnrýnir skýrslu um sölu á Íslandsbanka Aðstoðarritstjóri Euromoney gagnrýnir nýlega skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir að verðið í útboðinu hafi verið sanngjarnt einkum í ljósi krefjandi markaðsaðstæðna. Það hefði haft dýrkeyptar afleiðingar fyrir innlenda hlutabréfamarkaðinn að selja á hærra gengi miðað við eftirspurnina. Að sama skapi hafi umræða um tiltekið Excelskjal verið á villigötum. Innherji 22. nóvember 2022 13:03
Halldór og Róbert slíðra sverðin Sættir hafa náðst á milli lyfjafyrirtækisins Alvogen og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, sem bar Róbert Wessman forstjóra þess þungum sökum í fyrra. Alvogen féll frá málsókn gegn Halldóri sem segist nú ekki lengur hafa stöðu uppljóstrara. Viðskipti innlent 22. nóvember 2022 12:18
Staðreyndir og þvættingur um úttekt Ríkisendurskoðunar Það hefur verið sagt að það sé vísindalega sannað að það sé ómögulegt annað en að vera vitur eftir á. Við höfum orðið vitni að því síðustu daga þegar þekkt bandalag stjórnarandstöðuflokka og sumra fjölmiðlamanna, fóðruð með skýrslu Ríkisendurskoðunar, hefur tekið það að sér að útskýra fyrir landsmönnum hvernig hefði átt að standa að sölu á stórum hlut í banka sem er skráður á markað. Þar er teygt sig langt við að snúa öllum staðreyndum á haus til að þjóna eigin pólitískri hentisemi. Umræðan 22. nóvember 2022 08:56
IFS lækkaði verðmat Marels um 22 prósent og ráðleggur að halda bréfunum IFS Greining hefur lækkað verðmat sitt á Marel um 22 prósent og mælir með því að fjárfestar haldi bréfum sínum. Lækkunina má einkum rekja til þess að meðaltal fjármagnskostnaðar (e. Weighted Average Cost of Capital, WACC) hækkaði um 1,4 prósentustig vegna þess að áhættulausir vextir og áhættuálag á hlutabréf hafa hækkað. Innherji 21. nóvember 2022 14:18
Marel fjárfestir í tæknifyrirtæki sem sótti fjóra milljarða til fjárfesta Marel fjárfesti í tæknifyrirtækinu Soft Robotics fyrir skemmstu ásamt fleiri fjárfestum. Fyrirtækið, sem staðsett er í Boston í Bandaríkjunum, þróar sjálfvirkar lausnir til að grípa til dæmis matvæli af færibandi með þjörkum og raðar þeim í kassa. Innherji 18. nóvember 2022 15:23
Magnús Þór til Kviku Magnús Þór Gylfason, fyrrverandi forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, hefur verið ráðinn tik Kviku banka. Hann á að hefja störf þar á nýju ári. Viðskipti innlent 17. nóvember 2022 21:45
„Mikil samlegðartækifæri “ í kaupum Hampiðjunnar á Mørenot Ljóst er að „mikil samlegðartækifæri eru til staðar“ samhliða kaupum Hampiðjunnar á Mørenot. Skráning Hampiðjunnar á Aðalmarkað á næsta ári mun fjölga tækifærum til ytri vaxtar enn frekar og bæta verðmyndun. Þetta segir forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS. VÍS er níundi stærsti hluthafi Hampiðjunnar. Innherji 17. nóvember 2022 15:05