Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Sjóðir Vanguard keyptu í Kviku fyrir nærri milljarð króna

Bandaríski sjóðastýringarrisinn Vanguard ræður yfir nálægt eins prósenta hlut í Kviku eftir að hafa keypt nánast öll þau bréf sem voru seld í bankanum í lokunaruppboði í Kauphöllinni á föstudaginn fyrir rúmlega viku í aðdraganda þess að Ísland færðist upp í flokk nýmarkaðsríkja.

Innherji
Fréttamynd

Segir at­vikið að­för að blaða­mönnum

Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla.

Innlent
Fréttamynd

Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair

Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Hætta á því að tekjuvöxtur Símans haldi ekki í við verðbólgu

Hætta er á því að tekjuvöxtur Símans haldi ekki í við verðbólgu og fjárfestar hljóta að velta fyrir sér framtíðarsýn fjarskiptafélaganna á meðan tekjuvöxturinn er eins hægur og raun ber vitni. Þetta kemur fram í nýju verðmati greiningarstofunnar Jakobsson Capital, sem Innherji hefur undir höndum.

Innherji
Fréttamynd

Mismunandi leiðir inn á markaðinn II

Að fá inn akkeris- og/eða kjölfestufjárfesta gerir fyrirtækjum kleift að handvelja tiltekna aðila inn í hluthafahópinn, aðila sem koma ekki einungis með fjármagn heldur verðmæta þekkingu og reynslu að borðinu.

Umræðan
Fréttamynd

Brim kaupir aukinn kvóta og nýtt skip

Brim hf. hefur gengið frá samkomulagi við Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. um kaup á félaginu RE 27 ehf. en eignir þess eru frystitogarinn Sólborg RE og veiðiheimildir. Markmið viðskiptanna er sagt vera að efla uppsjávarsvið Brims og styrkja uppsjávarvinnslu félagsins á Vopnafirði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breyta nafni hótel­keðju Icelandair og Flug­leiða

Nafnabreytingu á Flugleiðahótelum hf. og keðju Icelandair Hótela er lokið, en nýir eigendur félagsins, Berjaya Land Berhard (Berjaya), gerðu samkomulag við fyrri eigendur, Icelandair Group, um að láta af notkun vörumerkis þess síðarnefnda að lokinni sölu hótelfélagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Undirbúningur sjóða sem seldu íslensku bréfin „langur og vel skipulagður“

Ótti innlendra fjárfesta um að það sé talsvert uppsafnað framboð af hlutabréfum sem ekki hafi náðst að selja á þeim verðum þegar erlendir vísitölusjóðir komu inn á markaðinn í uppboði eftir lokun Kauphallarinnar síðasta föstudag skýrir meðal annars það verðfall sem hefur orðið á bréfum flestra skráða félaga í vikunni. 

Innherji
Fréttamynd

„Við þurfum að gera miklu betur“

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að flugfélagið þurfi einfaldlega að gera miklu betur í innanlandsfluginu en raunin hefur verið að undanförnu, til að ná upp trausti á innanlandsflugið. 

Innlent
Fréttamynd

Sjálfvirkni rekur fleyg milli innlánsvaxta bankanna

Nýir og sjálfvirkir innlánsreikningar Íslandsbanka, sem hafa gert bankanum kleift að stórbæta vaxtakjörin í samanburði við Arion banka og Landsbankann, varpa ljósi á hversu mikill ávinningur er fólginn í sjálfvirknivæðingu og samkeppni í fjármálakerfinu. Vextirnir eru komnir í nánd við vextina á óbundnum reikningum Auðar, fjármálaþjónustu Kviku banka, sem hefur um nokkurt skeið boðið mun betri kjör en keppinautarnir.

Innherji
Fréttamynd

Stjórnin endurspegli ekki hluthafahóp Sýnar

Í dag fóru þrjú félög, sem saman fara með 10,8 prósent hlut í Sýn, fram á að haldinn yrði annar hluthafafundur og ný stjórn yrði kjörin. Fasti ehf., sem er í eigu hjónanna Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eirar Einarsdóttur, er stærsta félagið í hópnum. Hilmar Þór segir að stjórn Sýnar endurspegli einfaldlega ekki hluthafahóp félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krefjast nýs stjórnarkjörs hjá Sýn

Þrír hluthafar sem fara saman með 10,18% eignarhlut í Sýn hf. hafa krafist þess að boðað verði til hlutahafafundar um nýtt stjórnarkjör. Innan við mánuður er frá því að kosið var til stjórnar Sýnar í kjölfar þess að nýr fjárfestahópur keypti stærsta einstaka hlutinn í félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gjaldeyrisinnflæðið sem kom ekki þegar íslenskir fjárfestar voru teknir í bólinu

Umfangsmikil sala erlendra fjárfestingarsjóða, sem hafa að undanförnu byggt upp stöður í skráðum félögum hér á landi, til erlendra vísitölusjóða í aðdraganda þess að íslenski hlutabréfamarkaðurinn var færður upp í flokk nýmarkaðsríkja olli því að hlutabréfaverð flestra fyrirtækja í Kauphöllinni lækkaði verulega þegar markaðir lokuðu fyrir helgi.

Innherji
Fréttamynd

Salan á Mílu stóð tæpt eftir óvænt útspil

Í byrjun september leit út fyrir að kaup franska sjóðastýringarfélagsins Ardian á Mílu, sem Samkeppniseftirlitið blessaði í síðustu viku eftir undirritun sáttar við Ardian, myndu renna út í sandinn.

Klinkið
Fréttamynd

Biðstaða á meðan fjárfestar bíða eftir planinu hjá stjórn Símans

Efnahagsreikningur Símans tekur stakkaskiptum núna þegar loksins er orðið ljóst að salan á Mílu fyrir tæplega 70 milljarða króna gengur í gegn. Stóra spurningin, sem ætti að opinberast á allra næsta vikum, er hvað félagið hyggst gera við það mikla reiðufé sem það situr á eftir söluna. Flestir eiga von á því að þeir fjármunir verði meira eða minna allir greiddir út til hluthafa.

Klinkið
Fréttamynd

Icelandair stefnir núna á þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrir innanlandsflug

Rafmagnsflugvélin, sem Icelandair tilkynnti á föstudag að félagið hygðist taka þátt í að þróa með Heart Aerospace, verður uppfærð útgáfa af minni vél, sem sænski flugvélaframleiðandinn var búinn að vera með í þróun. Stefnt er að því að nýja flugvélin verði komin í farþegaflug árið 2028, eftir sex ár.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um ríkiseign á bönkunum á Alþingi

Þingmaður Viðreisnar telur enga ástæðu fyrir ríkið að halda áfram að eiga hlut í Íslandsbanka og Landsbanka. Hægt væri að leysa út allt að fjögur hundruð milljarða með sölu þeirra til greiðslu skulda. Forsætisráðherra vill hins vegar að ríkið haldi ráðandi eign í Landsbankanum.

Innlent