Sló mann í höfuðið með pönnu Lögreglan á höfuðborgarsvæði var kölluð til í gærkvöldi í úthverfi Reykjavíkurborgar vegna meiriháttar líkamsárásar þar sem maður hafði slegið annan mann í höfuðið með pönnu. Innlent 31. desember 2022 07:51
Segir skárra að fá í sig rafstraum en kylfuhögg Formaður Landssambands lögreglumanna segir lögreglumenn fagna ákvörðun dómsmálaráðherra um að breyta reglugerð til þess að heimila lögreglunni að bera svokölluð rafvarnarvopn, sem í daglegu tali eru kölluð rafbyssur. Innlent 30. desember 2022 21:12
Rannsaka andlát hreyfihamlaðs manns í Breiðholtsslaug Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur andlát hreyfihamlaðs manns í Breiðholtslaug til rannsóknar. Talið er að hann hafi legið hreyfingarlaus á botni heits potts í um þrjár mínútur áður en sundlaugargestur kom að honum. Maðurinn var á áttræðisaldri þegar hann lést í byrjun desember. Innlent 30. desember 2022 20:01
Lögreglan óskar eftir vitnum að banaslysi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Höfðabakka í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins 10. desember síðastliðinn, þar sem ekið var á gangandi vegfaranda sem lést. Innlent 30. desember 2022 13:57
Lögregla kölluð til vegna öskrandi aðila á bílskúrsþaki sem reyndist vera að losa um spennu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í nótt um öskrandi aðila á bílskúrsþaki, beran að ofan. Þegar lögregla kom á vettvang og gaf sig á tal við manninn kom í ljós að hann hafi farið út að öskra til að losa um spennu. Þá var tilkynnt um nágranna sem rifust vegna snjómoksturs og sofandi aðila í snjóskafli. Innlent 30. desember 2022 09:22
Öskrandi á bílskúrsþaki, sofandi í snjóskafli og snjóerjur nágranna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í heldur óvenjulegt útkall í gær þegar hún var kölluð til vegna manns sem var sagður standa uppi á bílskúrsþaki, ber að ofan og öskrandi. Innlent 30. desember 2022 06:35
Ætla ekki að láta kyrrt liggja fyrr en fullnægjandi svör hafa borist Einungis ófullnægjandi gögn hafa borist ríkislögreglustjóra frá lögreglunni í dóminíska lýðveldinu í máli Hrafnhildar Lilju sem myrt var fyrir fjórtán árum. Þetta segir yfirlögregluþjónn sem ætlar ekki að láta kyrrt liggja fyrr en fullnægjandi svör hafi borist. Innlent 29. desember 2022 19:40
Fjögur stórfelld fíkniefnabrot í nóvember 707 hegningarlagabrot voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nóvember en brotum fækkaði talsvert milli mánaða. Fjögur stórfelld fíkniefnabrot voru skráð í nóvember. Innlent 29. desember 2022 12:49
Fimm ára barn sat óbeltað í kjöltu móður sinnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann bifreiðar í gær þar sem of margir farþegar voru í bílnum. Umrædd bifreið tekur aðeins tvo farþega en þrír voru í bifreiðinni. Umframfarþeginn var fimm ára barn, sem sat í fangi móður sinnar. Innlent 29. desember 2022 06:29
„Almenningur sér í gegnum þetta fimbulfamb hjá lögreglunni“ Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars þeirra sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, segir ákvörðun lögreglu um að hækka viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar vera sýndarmennsku. Ákvörðunina tók lögregla í kjölfar þess að Landsréttur féllst ekki á kröfu um gæsluvarðhald yfir mönnunum. Innlent 28. desember 2022 18:58
Eldurinn á lögreglustöðinni rannsakaður sem íkveikja Héraðssaksóknari rannsakar eld, sem borinn var inn í anddyri lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu, vegna gruns um íkveikju. Innlent 28. desember 2022 16:09
Völdu að greina almenningi ekki strax frá hækkun viðbúnarstigs Lögreglan taldi ekki tilefni til að greina almenningi strax frá því að viðbúnaðarstig hafi verið hækkað eftir úrskurð Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Tilkynnt var um breytinguna í dag, um tveimur vikum eftir að hún tók gildi þann 13. desember. Innlent 28. desember 2022 15:57
Mæðgin ákærð eftir að þremur milljónum var stolið af reikningi eldri manns Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ákært sex manns fyrir að hafa ýmist svikið samtals þrjár milljónir króna af bankareikningi karlmanns á níræðisaldri í Hrísey eða peningaþvætti með því að hafa notið ávinnings af fjársvikunum. Innlent 28. desember 2022 14:58
Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. Innlent 28. desember 2022 13:06
Eldur í íbúðarhúsnæði og eldsneytisþjófnaður meðal verkefna lögreglu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um eld í íbúðarhúsnæði. Mikið tjón varð á íbúðinni en ekkert á mönnum. Innlent 28. desember 2022 06:17
Rýmingu í Mýrdal aflétt Rýmingu tveggja húsa í Mýrdal vegna yfirvofandi snjóflóðahættu hefur verið aflétt. Fólk á svæðinu er þó beðið um að gæta að sér á ferðum sínum undir bröttum hlíðum næstu daga. Innlent 27. desember 2022 15:20
Stálu þremur hoppukastölum og flutningabíl um jólin Flutningabíll með þremur hoppukastölum innanborðs var stolið af athafnasvæði Skátalands á dögunum. Búnaðinn átti að nota á fyrirtækjaskemmtun síðar í dag og óskar forsvarsfólk fyrirtækisins eftir aðstoð almennings við að finna flutningabílinn. Þetta er annað ökutækið sem stolið er af skátahreyfingunni á stuttu tímabili. Innlent 27. desember 2022 14:40
Rýma hús vegna snjóflóðahættu Tvö hús að Höfðabrekku í Mýrdal, austan Víkur, voru rýmd um kvöldmatarleytið vegna mögulegrar snjóflóðahættu. Innlent 26. desember 2022 23:14
Stakk af eftir að hafa valdið árekstri Laust fyrir klukkan 22 í gærkvöldi var tilkynnt um árekstur á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík. Þar hafði verið ekið á bifreið sem í voru hjón með tvö börn. Tjónvaldurinn flúði vettvang. Innlent 26. desember 2022 07:54
Ósátt með að mega ekki hafa börnin í eftirdragi Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um bifreið að draga börn á sleða upp skíðabrekkuna í Breiðholti. Þegar lögregla ræddi við hlutaðeigandi voru þeir ekki sáttir með að mega ekki draga börnin upp brekkuna. Innlent 25. desember 2022 07:39
Verður ekki ákærður fyrir að selja bjór Eigandi brugghússins Steðja verður ekki ákærður fyrir að hafa stundað smásölu áfengis án þess að hafa til hennar tilskilin leyfi. Innlent 24. desember 2022 08:24
Stal jólapakka og úlpu Á sjöunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað í verslunarmiðstöð í Kópavogi. Þar hafði jólapakka með nýjum fötum verið stolið. Því gæti svo farið að einhver endi í jólakettinum eftir athæfið. Innlent 24. desember 2022 07:23
Sérsveitin í aðgerð á Keflavíkurflugvelli Sérsveit ríkislögreglustjóra var með töluverðan viðbúnað á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í dag. Lögregla var kölluð til eftir að taska fannst yfirgefin í flugvallarbyggingunni. Innlent 23. desember 2022 17:37
Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn framlengdur fram yfir áramót Einn situr enn í gæsluvarðhaldi vegna hnífstunguárásarinnar á Bankastræti Club. Úrskurðurinn var í dag framlengdur til 17. janúar næstkomandi. Innlent 23. desember 2022 17:13
Líkamsárás, eignaspjöll og tilraun til snjósleðaþjófnaðar Tveir voru vistaðir í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt í kjölfar líkamsárásar og eignaspjalla. Þá var lögregla kölluð til vegna ágreinings og mögulegra skemmdarverka. Innlent 23. desember 2022 06:23
Bandaríkjamaður beit lögreglumann á Hverfisgötu Bandarísku karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hóta lögreglumönnum, reyna að bíta lögreglumann og fyrir að bíta annan lögreglumann. Lögreglumaðurinn sem var bitinn hlaut yfirborðsáverka. Innlent 22. desember 2022 19:16
Nafn mannsins sem leitað var í Þykkvabæjarfjöru Leit að Renars Mezgalis hefur verið hætt. Hans hefur verið saknað frá 15. desember síðastliðnum. Bifreið hans fannst í flæðarmálinu í Þykkvabæjarfjöru daginn eftir og talið er að hann hafi lent í sjónum þar og sé látinn. Innlent 22. desember 2022 15:24
Varðhaldskröfu í hryðjuverkamáli hafnað vegna vafa um ásetning Tveir karlmenn á þrítugsaldri þurfa ekki að sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Landsréttur setur spurningamerki við hvort ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. Innlent 22. desember 2022 12:43
Lögreglan afhenti innbrotsþjófi þýfið þegar hann var leystur úr haldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afhenti innbrotsþjófi í miðbænum það góss sem hann hafði stolið þegar verið var að leysa hann úr haldi. Íbúi í húsinu þar sem hann var gómaður segir málið hlægilegt en vonar að þjófurinn njóti þess litla sem hann hafði úr krafsinu. Innlent 22. desember 2022 07:00
Réðst á afgreiðslustúlku og sló hana ítrekað í andlitið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til rétt fyrir klukkan 22 í gærkvöldi þegar ungur maður réðst á stúlku sem var að störfum í verslun í Kópavogi og sló hana ítrekað í andlitið. Innlent 21. desember 2022 06:16