Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Svona var vett­vangur á­rásarinnar

Skotárás sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi var framin á fjölmennum kosningafundi í Pennsylvaníuríki, nánar tiltekið á vinsælum samkomustað við bæinn Butler.

Erlent
Fréttamynd

Musk styður Trump

Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur farið mikinn á eigin samfélagsmiðli, X, í kjölfar skotárásar sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi. Musk lýsir yfir stuðningi við Trump.

Erlent
Fréttamynd

Grunaður á­rásar­maður hét Thomas Matthew Crooks

Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gær hét Thomas Matthew Crooks og var tvítugur. Leyniþjónusta Bandaríkjanna drap Crooks skömmu eftir að hann hleypti af nokkrum skotum sjálfur.

Erlent
Fréttamynd

Leiddur blóðugur af kosninga­fundi eftir skot­á­rás

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti var fluttur á sjúkrahús í snarhasti eftir að skotum var hleypt af á kosningafundi í Pennsylvaníuríki í kvöld. Þátttakandi á fundinum lét lífið og annar var fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir árásina. 

Erlent
Fréttamynd

Þekktur svika­hrappur kemur Trump í sam­band við rappara

Forsetaframboðsteymi Donalds Trump hefur undanfarið reynt að halda viðburði eða fundi með fyrrverandi Bandaríkjaforsetanum annars vegar og röppurum og hip-hop-tónlistarmönnum hins vegar. Talið er að það sé gert til að höfða til hörundsdökkra kjósenda.

Erlent
Fréttamynd

Heitir því að klára bar­áttuna og sigra Trump

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist ekki ætla að stíga til hliðar og lofaði að hann myndi sigra Donald Trump mótframbjóðanda sinn í komandi kosningum í ræðu sem hann hélt á kosningafundi í Wisconsin-ríki í dag. 

Erlent
Fréttamynd

Baktalaði Biden í golfi: „Gamla niðurbrotna skítahrúga“

Myndband af Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að baktala mótframbjóðanda sinn Joe Biden fer nú um netheima. Þar talar Trump vægast sagt illa um Biden og varaforsetann Kamölu Harris og kallar forsetann „niðurbrotna skítahrúgu“. Hann fullyrðir að Biden muni hætta við framboðið.  

Erlent
Fréttamynd

Utan­ríkis­stefna Trumps í lykilmálum og staða Ís­lands og annarra Norður­landa

Verði Trump næsti forseti Bandaríkjanna mun það valda minni breytingum á utanríkisstefnu þeirra en margir virðast ætla, að mati sérfræðings í alþjóðastjórnmálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Hernaðarleg þýðing Íslands og Grænlands fyrir Bandaríkin og NATO er óbreytt og óháð því hver verður næsti forseti. Norður-Noregur hefur hins vegar fengið mjög aukið vægi. Þá hafa nýju NATO ríkin, Finnland og Svíþjóð, þegar mikla þýðingu fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og fælingargetu þeirra og NATO á norðurslóðum gegn Rússlandi.

Umræðan
Fréttamynd

Friðhelgin stórauki vald for­setans

Dósent í stjórnmálafræði segir niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna, þess efnis að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti geti notið friðhelgi frá ákærum vegna embættisverka hans, munu hafa mikil áhrif á kosningabaráttuna framundan. 

Erlent
Fréttamynd

Á­kvörðun um refsingu Trump frestað

Dómari í New York ríki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að fresta ákvörðun um refsingu í máli Donald Trump fram í september á þessu ári. Trump var sakfelldur í málinu í maí á þessu ári fyrir skjalafals vegna mútugreiðslna til klámmyndaleikkonu.

Erlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur segir Trump njóta frið­helgi að hluta

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna eigi rétt á friðhelgi að hluta til, að minnsta kosti hvað við kemur það sem þeir gera í embætti forseta. Málið varðar friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta vegna háttsemi hans í kringum forsetakosningarnar 2020.

Erlent
Fréttamynd

Segir Biden „al­gjör­lega van­hæfan“

Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana, segir að aldur Joe Bidens mótframbjóðanda hans, sé ekki vandamálið, heldur „algjört vanhæfi“ hans. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Virgina-ríki í dag.

Erlent
Fréttamynd

„Ég veit að ég er ekki ungur maður“

Joe Biden bandaríkjaforseti, hélt kraftmikla ræðu í dag, þar sem hann svaraði óbeint fyrir gagnrýni sem hann hefur sætt fyrir slaka frammistöðu í kappræðum forsetaefnanna í nótt. 

Erlent
Fréttamynd

Biden hikandi og hás í fyrri kapp­ræðum kosninganna

Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál.

Erlent
Fréttamynd

Trump getur ekki gripið fram í fyrir Biden í nótt

Joe Biden og Donald Trump mætast í fyrri kappræðum sínum fyrir forsetakosningarnar í nótt. Prófessor í stjórnmálafræði segir á brattann að sækja fyrir Biden, sem þurfi að sanna sig fyrir kjósendum í kappræðum kvöldsins.

Erlent
Fréttamynd

Fyrstu kappræðurnar í fjögur ár gætu skipt sköpum

Fyrstu kappræður forsetaefnanna tveggja, Joe Biden, Bandaríkjaforseta fyrir Demókrataflokkinn, og Donald Trump fyrrverandi forseta fyrir Repúblikanaflokkinn, í fjögur ár fara fram í kvöld á sjónvarpsstöðinni CNN. Kappræðurnar gætu skipt sköpum fyrir baráttu frambjóðendanna tveggja og ljóst er að mikið er í húfi.

Erlent
Fréttamynd

„Við búum í fasísku ríki“

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og dæmdur afbrotamaður, segist hafa verið sakfelldur fyrir skjalafals af pólitískum ástæðum. Þetta sagði Trump í ræðu sem hann hélt í dag. Bandamenn hans hafa gagnrýnt sakfellinguna harðlega og heita hefndum.

Erlent
Fréttamynd

Ó­lík­legt að Trump fari í fangelsi

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær sakfelldur fyrir skjalafals til að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar 2016, með því markmiði að afvegaleiða kjósendur. Ólíklegt þykir að Trump verði dæmdur í fangelsi, þó það sé möguleiki, en lögmaður hans segir að forsetinn fyrrverandi ætli að áfrýja sakfellingunni.

Erlent
Fréttamynd

Stígur ekki til hliðar vegna um­deildra fána

Samuel A. Alito, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja sig frá tveimur málum sem dómstóllinn er með til skoðunar og snúa að árásinni á þinghúsi Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Hann hefur verið krafinn um það eftir að fregnir bárust af því að eftir árásina var tveimur fánum sem stuðningsmenn Donalds Trump hafa tekið að sér, hafa verið flaggað við hús í hans eigu.

Erlent
Fréttamynd

Leyni­skyttur gættu Trump og Roon­ey: „Hvað er eigin­­lega í gangi hér?“

Donald Trump, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seti, er frægasti ein­stak­lingurinn sem enska knatt­spyrnu­goð­sögnin Wa­yne Roon­ey hefur spilað golf með og sagði Eng­lendingurinn kostu­lega sögu af þeim golf­hring í þættinum The Overlap á Sky Sports sem fyrr­verandi liðs­fé­lagi hans hjá Manchester United sem og enska lands­liðinu, Gary N­evil­le stýrir.

Fótbolti