Leyniskyttur gættu Trump og Rooney: „Hvað er eiginlega í gangi hér?“ Aron Guðmundsson skrifar 29. maí 2024 13:00 Wayne Rooney átti góða stund með Donald Trump á golfvellinum hér um árið þar sem að leyniskyttur gættu þeirra Vísir/Samsett mynd Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er frægasti einstaklingurinn sem enska knattspyrnugoðsögnin Wayne Rooney hefur spilað golf með og sagði Englendingurinn kostulega sögu af þeim golfhring í þættinum The Overlap á Sky Sports sem fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Manchester United sem og enska landsliðinu, Gary Neville stýrir. Rooney á að baki afar farsælan feril sem knattspyrnumaður og hefur eftir að skórnir fóru á hilluna verið að feta sig áfram á þjálfaraferli sínum. Á dögunum var Rooney ráðinn knattspyrnustjóri Plymouth Argyle. Í The Overlap var Rooney spurður að því hver væri frægasti einstaklingurinn sem að hann hefði spilað golf með og það stóð ekki á svörunum hjá fyrrverandi markahróknum. Donald Trump var maðurinn en Rooney varði einu ári af leikmannaferli sínum sem leikmaður D.C. United í Bandaríkjunum. Þar komst hann í kynni við Trump. „Hann bað mig um að taka son sinn Barron í smá einkaæfingar í fótbolta sem og ég gerði. Barron sagði í eitt skipti við mig „viltu koma að hitta pabba minn“ og fór með mig upp á skrifstofu hans í Hvíta húsinu. Þar var einkaritari Trump og hann spurði mig hvort ég hefði áhuga á því að leika nokkrar holur í golfi með Trump.“ Og það var akkúrat það sem Rooney gerði. Spilaði golf með þáverandi Bandaríkjaforsetanum Donald Trump og með í för var fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Rudy Guiliani, sem var þá lögfræðingur Donald Trump. „Það skrýtnasta við þetta allt saman var að Giuliani fylgdi okkur hvert fótmál í golfbíl,“ sagði Rooney hlæjandi. „Það fylgdu okkur menn á um fimmtíu til eitthundrað golfbílum, allt hluti af öryggisteymi Trump. Það voru leyniskyttur í bát á einu vatninu við golfvöllinn, leyniskyttur í runnum umhverfis völlinn og ég hugsaði með mér „hvað er eiginlega í gangi hér?“ Þáttinn The Overlap, þar sem að Gary Neville spyr Wayne Rooney spjörunum úr, má sjá hér fyrir neðan: Donald Trump Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Sjá meira
Rooney á að baki afar farsælan feril sem knattspyrnumaður og hefur eftir að skórnir fóru á hilluna verið að feta sig áfram á þjálfaraferli sínum. Á dögunum var Rooney ráðinn knattspyrnustjóri Plymouth Argyle. Í The Overlap var Rooney spurður að því hver væri frægasti einstaklingurinn sem að hann hefði spilað golf með og það stóð ekki á svörunum hjá fyrrverandi markahróknum. Donald Trump var maðurinn en Rooney varði einu ári af leikmannaferli sínum sem leikmaður D.C. United í Bandaríkjunum. Þar komst hann í kynni við Trump. „Hann bað mig um að taka son sinn Barron í smá einkaæfingar í fótbolta sem og ég gerði. Barron sagði í eitt skipti við mig „viltu koma að hitta pabba minn“ og fór með mig upp á skrifstofu hans í Hvíta húsinu. Þar var einkaritari Trump og hann spurði mig hvort ég hefði áhuga á því að leika nokkrar holur í golfi með Trump.“ Og það var akkúrat það sem Rooney gerði. Spilaði golf með þáverandi Bandaríkjaforsetanum Donald Trump og með í för var fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Rudy Guiliani, sem var þá lögfræðingur Donald Trump. „Það skrýtnasta við þetta allt saman var að Giuliani fylgdi okkur hvert fótmál í golfbíl,“ sagði Rooney hlæjandi. „Það fylgdu okkur menn á um fimmtíu til eitthundrað golfbílum, allt hluti af öryggisteymi Trump. Það voru leyniskyttur í bát á einu vatninu við golfvöllinn, leyniskyttur í runnum umhverfis völlinn og ég hugsaði með mér „hvað er eiginlega í gangi hér?“ Þáttinn The Overlap, þar sem að Gary Neville spyr Wayne Rooney spjörunum úr, má sjá hér fyrir neðan:
Donald Trump Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Sjá meira