Trump ræðst gegn Harris og beinir athygli að Rubio Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júlí 2024 10:44 Trump fór mikinn í ræðu sinni í gær. AP/Marta Lavandier Donald Trump virðist nú undirbúa sig undir það að Joe Biden muni mögulega stíga til hliðar og að varaforsetinn Kamala Harris verði forsetaefni Demókrata í hans stað. Trump, sem hefur látið fara lítið fyrir sér síðustu viku, hefur hingað til veitt Harris litla athygli en réðist gegn henni í ræðu í gær og gerði meðal annars grín að hlátrinum hennar. Forsetinn fyrrverandi þóttist hafa samúð með Biden, sem hann sagði illa farið með. Nú vildi Demókrataflokkurinn víkja honum til hliðar eftir 90 mínútna lélega frammistöðu. „Það er skammarlegt hvernig þau koma fram við hann. En ég vorkenni honum ekki. Hann er mjög vondur maður,“ sagði Trump meðal annars. Trump varði síðan nokkrum mínútum í að gera lítið úr Harris og gerði því skóna að vanhæfni hennar til að sinna forsetaembættinu væri eina ástæðan fyrir því að Demókrataflokkurinn hefði ekki þegar látið Biden fjúka. „Ef Joe hefði valið einhvern sem var jafnvel bara hálfvegis hæfur hefðu þeir vikið honum úr stólnum fyrir mörgum árum,“ sagði Trump. Trump sakaði Demókrata um að villa um fyrir þjóðinni varðandi heilsu Biden og staðhæfði enn og aftur að af forsetakosningunum 2020 hefði verið „stolið“. Þá skoraði hann á Biden að mæta sér á golfvellinum. Forsetinn fyrrverandi lét einnig að því liggja að hann væri búinn að gera upp hug sinn varðandi eigið varaforsetaefni og beindi athyglinni ítrekað að Marco Rubio, sem var meðal viðstaddra. Rubio er öldungadeildarþingmaður fyrir Flórída og fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Trump er sagður munu tilkynna ákvörðun sína fyrir landsþing Repúblikana, sem hefst á mánudaginn. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Trump, sem hefur látið fara lítið fyrir sér síðustu viku, hefur hingað til veitt Harris litla athygli en réðist gegn henni í ræðu í gær og gerði meðal annars grín að hlátrinum hennar. Forsetinn fyrrverandi þóttist hafa samúð með Biden, sem hann sagði illa farið með. Nú vildi Demókrataflokkurinn víkja honum til hliðar eftir 90 mínútna lélega frammistöðu. „Það er skammarlegt hvernig þau koma fram við hann. En ég vorkenni honum ekki. Hann er mjög vondur maður,“ sagði Trump meðal annars. Trump varði síðan nokkrum mínútum í að gera lítið úr Harris og gerði því skóna að vanhæfni hennar til að sinna forsetaembættinu væri eina ástæðan fyrir því að Demókrataflokkurinn hefði ekki þegar látið Biden fjúka. „Ef Joe hefði valið einhvern sem var jafnvel bara hálfvegis hæfur hefðu þeir vikið honum úr stólnum fyrir mörgum árum,“ sagði Trump. Trump sakaði Demókrata um að villa um fyrir þjóðinni varðandi heilsu Biden og staðhæfði enn og aftur að af forsetakosningunum 2020 hefði verið „stolið“. Þá skoraði hann á Biden að mæta sér á golfvellinum. Forsetinn fyrrverandi lét einnig að því liggja að hann væri búinn að gera upp hug sinn varðandi eigið varaforsetaefni og beindi athyglinni ítrekað að Marco Rubio, sem var meðal viðstaddra. Rubio er öldungadeildarþingmaður fyrir Flórída og fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Trump er sagður munu tilkynna ákvörðun sína fyrir landsþing Repúblikana, sem hefst á mánudaginn.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira