Svona var vettvangur árásarinnar Jón Þór Stefánsson skrifar 14. júlí 2024 10:04 Svona mun vettvangur árásarinnar hafa verið við bæinn Butler í Pennsylvaníuríki. Google Earth/Vísir/Jón Þór Skotárás sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi var framin á fjölmennum kosningafundi í Pennsylvaníuríki, nánar tiltekið á vinsælum samkomustað við bæinn Butler. Samkomustaðurinn heitir Butler Farm Show Grounds í höfuðið á hátíðinni Butler Farm Show sem hefur verið haldinn á svæðinu í rúmlega sjötíu ár. Á skýringarmynd sem má sjá hér að ofan má sjá vettvang árásarinnar eins og honum er lýst í fjölmiðlum vestanhafs. Þess má geta að miðlarnir eru ekki allir á sama máli um ýmsar staðsetningar, en þar má aðallega nefna staðsetningu skyttu sem felldi árásarmanninn og hvar áhorfendur sem særðust voru staðsettir. Við teikningu á myndinni hér að ofan var aðallega stuðst við teikningu New York Times. Sviðið þar sem Trump var að halda ræðu þegar árásarmaðurinn hleypti af er táknað með stórum svörtum kassa. Kassinn er umkringdur öðrum svörtum kössum sem tákna stúkur þar sem áhorfendur fylgdust með. Í einni stúkunni særðist einn áhorfandi alvarlega, en einn lést og þrír slösuðust í árásinni með Trump meðtöldum. Á þaki húss, sem hefur verið á hægri hönd Trumps, er talið að maður að nafni Thomas Matthew Crooks hafi hleypt af um það bil sex skotum. Eitt þeirra er sagt hafa hæft eyra Trumps. Þetta þak er táknað með rauðum punkti á myndinni, en myndefni frá vettvangi sýnir lík hans uppi á umræddu þaki. Á öðru þaki, á hlöðu fyrir aftan Trump, voru skyttur bandarísku leyniþjónustunnar. Eftir að árásarmaðurinn skaut að Trump skaut skytta árásarmanninn sem lést vegna þess. Trump hlaut minni háttar meiðsli á eyra og hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Sjá meira
Samkomustaðurinn heitir Butler Farm Show Grounds í höfuðið á hátíðinni Butler Farm Show sem hefur verið haldinn á svæðinu í rúmlega sjötíu ár. Á skýringarmynd sem má sjá hér að ofan má sjá vettvang árásarinnar eins og honum er lýst í fjölmiðlum vestanhafs. Þess má geta að miðlarnir eru ekki allir á sama máli um ýmsar staðsetningar, en þar má aðallega nefna staðsetningu skyttu sem felldi árásarmanninn og hvar áhorfendur sem særðust voru staðsettir. Við teikningu á myndinni hér að ofan var aðallega stuðst við teikningu New York Times. Sviðið þar sem Trump var að halda ræðu þegar árásarmaðurinn hleypti af er táknað með stórum svörtum kassa. Kassinn er umkringdur öðrum svörtum kössum sem tákna stúkur þar sem áhorfendur fylgdust með. Í einni stúkunni særðist einn áhorfandi alvarlega, en einn lést og þrír slösuðust í árásinni með Trump meðtöldum. Á þaki húss, sem hefur verið á hægri hönd Trumps, er talið að maður að nafni Thomas Matthew Crooks hafi hleypt af um það bil sex skotum. Eitt þeirra er sagt hafa hæft eyra Trumps. Þetta þak er táknað með rauðum punkti á myndinni, en myndefni frá vettvangi sýnir lík hans uppi á umræddu þaki. Á öðru þaki, á hlöðu fyrir aftan Trump, voru skyttur bandarísku leyniþjónustunnar. Eftir að árásarmaðurinn skaut að Trump skaut skytta árásarmanninn sem lést vegna þess. Trump hlaut minni háttar meiðsli á eyra og hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.
Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Sjá meira