Bein útsending: Forseti Íslands og landlæknir á Forvarnardeginum Forvarnardagurinn verður haldinn í nítjánda skipti í grunn- og framhaldsskólum landsins í dag. Málþing verður frá Ingunnarskóla í Reykjavík klukkan 10 í beinu streymi hér á Vísi. 2.10.2024 09:01
Blöskrar „tvískinnungur“ hjá borgarfulltrúa eftir banaslys Borgarfulltrúa Pírata blöskrar að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ eftir að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg. Kona á fertugsaldri lést á gatnamótunum seint á laugardagskvöld þegar hún varð fyrir bíl. 1.10.2024 14:00
Vatnstjón í Hlíðaskóla og krakkarnir sendir heim Vatnspípa fór í sundur í Hlíðaskóla rétt fyrir klukkan eitt í dag og hefur þurft að loka skólanum vegna þessa og senda nemendur heim. 1.10.2024 13:14
Telur lykilspurningum um banaslysið enn ósvarað Bróðir Lúðvíks Péturssonar sem lést í vinnuslysi í Grindavík þann 10. janúar segir skýrslu Vinnueftirlitsins styðja eðlilega ósk fjölskyldunnar að heildstæð rannsókn verði gerð að aðdraganda slyssins og eftirleik þess. 1.10.2024 12:35
Hreinsaður af ásökunum eiginkonu sveitarstjórans Ekki er annað að sjá en greiðslur til Jóns Jónssonar, fyrirtækja og stofnana í hans eigu eða hann tengdist með stjórnarsetu á þeim tíma sem Jón sat í sveitarstjórn Strandabyggðar hafi verið í samræmi við samninga og samþykktir sveitarstjórnar. 1.10.2024 12:03
Flogið þangað sem enginn kemst nema í draumi „Það er auðvelt að gleyma sér og stara á stórbrotin listaverk skriðjöklanna, horfa á með augum fuglsins, fljúga þangað sem engin kemst nema í draumi.“ 1.10.2024 10:01
Bein útsending: Kynna niðurstöður um flugvöll og samgöngur Niðurstöður tveggja starfshópa um rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni og almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan 11 í Hafnarborg í Hafnarfirði. 1.10.2024 10:01
Ragnheiður Theodórs ein af fimm til PLAIO Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið PLAIO hefur ráðið til sín fimm starfsmenn, þvert á allar deildir fyrirtækisins. Markmiðið með ráðningunum er að styðja betur við innleiðingu nýrra viðskiptavina PLAIO, en þeim hefur fjölgað um 200% á undanförnum tólf mánuðum. 1.10.2024 09:41
Bein útsending: Assange lætur í sér heyra Julian Assange ávarpar laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsins klukkan hálf sjö að íslenskum tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur opinberlega fram síðan hann var fangelsaður fyrir fimm árum. 1.10.2024 05:31
Færri ferðamenn þýðir lægri dagpeningar ríkisstarfsmanna Dagpeningar til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins lækka frá því sem var í vor. Ástæðan er árstíðarsveifla í kostnaði gistingar hér á landi. 30.9.2024 15:46