
Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um leitina að John Snorra Sigurjónssyni og félögum hans sem saknað er á fjallinum K2.
Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um leitina að John Snorra Sigurjónssyni og félögum hans sem saknað er á fjallinum K2.
Söngvarinn Valdimar á von á sínu fyrsta barni með unnustu sinni Önnu Björk Sigurjónsdóttur. Frá þessu greinir Valdimar á Facebook.
Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví við greiningu.
Áfram verður leitað að fjallgöngumanninum John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans, þeim Ali Sadpra og JP Mohr, á meðan aðstæður leyfa í dag. Leitin hófst að nýju þegar tók að birta í morgun.
Það verður mikið um að vera í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag. Fyrstur á mælendaskrá er Jón Ólafsson sem mun ræða stöðuna í Rússlandi, fangelsisdóm stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og hvort atburðarásin sé farin að valda Pútín áhyggjum.
Mótmælendur í Mjanmar halda áfram að mótmæla í Yangon þrátt fyrir að herforingjastjórnin, sem tók völdin í vikunni sem leið, hafi lokað á Internet-tenginu landsins sem og helstu samfélagsmiðla. Ákvað herinn að loka á netið svo mótmælendur gætu ekki skipulagt sig.
Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á bóluefni AstraZeneca benda til þess að bóluefnið veiti minni vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar. Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem verður birt á morgun.
Lögregla var kölluð til á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna konu á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur. Konan hafði neitað að greiða reikninginn á veitingastaðnum og gaf ekki upp nafn eða kennitölu þegar lögregla kom á vettvang. Var hún vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu.
Sajid Sadpara, göngufélagi Johns Snorra sem sneri við á lokasprettinum, kom í grunnbúðir K2 nú eftir hádegi. Sajid sneri við úr fjórðu búðum fjallsins eftir að súrefniskútur hans hætti að virka og fékk hann aðstoð við að komast niður í grunnbúðirnar nú í morgun.
Herforingjastjórn Myanmar hefur slökkt á Internet-tengingu landsins vegna mótmæla þar í landi. Herforingjastjórnin tók völdin í vikunni sem leið og setti kjörinn leiðtoga landsins í varðhald.