„Sýndum þessu ást og unnum hart að þessu“ Tónlistarmennirnir Birnir og Páll Óskar sameina krafta sína í nýjum poppsmelli sem kemur út í dag. Lagið heitir Spurningar og verður tónlistarmyndband þess einnig frumsýnt í dag. 14.1.2021 11:01
Taka skinkusamlokur af bílstjórum eftir Brexit Vegna nýs viðskiptasamnings Evrópusambandsins og Bretlands eftir Brexit er innflutningur einstaklinga á ýmsum vörum óheimill, til dæmis þeim sem innihalda kjöt eða mjólkurvörur. Þessum reglum hafa bílstjórar sem ferðast á milli fengið að finna fyrir. 11.1.2021 23:47
Beið eftir aðstoð í allt að tuttugu gráðu frosti Gönguskíðamaðurinn sem slasaðist á fæti á Langjökli síðdegis í dag var fluttur niður af jöklinum og komið um borð í sjúkrabíl í Húsafelli eftir að hafa beðið eftir aðstoð ásamt félögum sínum. 11.1.2021 23:01
Parler ætlar í hart við Amazon Samfélagsmiðillinn Parler ætlar að höfða mál gegn Amazon eftir að fyrirtækið neitaði að hýsa vefsíðu miðilsins áfram. Ákvörðun Amazon kom í kjölfar þess að bæði Google og Apple ákváðu að fjarlægja Parler úr smáforritaverslunum sínum. 11.1.2021 22:04
Tvöföld skimun „alveg þess virði“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur fylgst vel með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli til þess að tryggja að allir þekki þær reglur sem eru í gildi. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að fólk sem kemur hingað til landsins og kýs ekki að fara í skimun þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttahúsi. 11.1.2021 20:56
Fjölmiðlafólk á meðal umsækjenda hjá Reykjavíkurborg Alls bárust 45 umsóknir um stöðu teymisstjóra samskiptateymis Reykjavíkurborgar, en staðan var auglýst til umsóknar í byrjun desember. RÚV greinir frá. 11.1.2021 19:07
Óttast „falskt áhyggjuleysi“ vegna bóluefnis Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir þjóðina vera á hættulegum tímapunkti í faraldrinum. Smitum fer ört fjölgandi en bólusetningar hófust í desember síðastliðnum. Johnson óttast að fólk sé kærulausara vegna þessa. 11.1.2021 18:47
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona sem nýverið lauk meðferð við brjóstakrabbameini segir að boðun í skimun sem hún fékk rétt fyrir fertugsafmæli sitt hafi líklega bjargað lífi sínu. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún furðar sig á ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að skima konur ekki fyrr en við fimmtugsaldur. 11.1.2021 18:01
Árásarmaðurinn í Forbury Gardens hlaut lífstíðardóm Khairi Saadallah, árásarmaðurinn sem stakk þrjá menn til bana í Forbury Gardens í Bretlandi í fyrra, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Þá játaði Saadallah fyrir dómi að hafa reynt að myrða þrjá aðra menn sem voru einnig staddir í garðinum. 11.1.2021 17:55
Óttast „glatað sumar“ vegna tvöfaldrar skimunar Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það skipta sköpum fyrir ferðaþjónustuna að fólk sé ekki skyldað til þess að vera í sóttkví milli skimana og er hún ekki hrifin af þeirri hugmynd að einhverjir gætu verið skyldaðir í farsóttahúsið ef þeir greinist með tiltekið afbrigði veirunnar. Hún efist um að það sé lagaheimild fyrir slíkum aðgerðum. 10.1.2021 21:41