Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Erlendir menn voru í dag handteknir í Breiðholti vegna sölu á fíkniefnum, vörslu fíkniefna og ólöglegrar dvalar í landinu, að sögn lögreglu. 14.7.2025 17:24
Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Fullorðinn einstaklingur slasaðist í sundlaug í Mosfelssbæ á dögunum og hafa bæjaryfirvöld óskað eftir því að lögregla rannsaki atvikið. Ytri aðila hefur verið falið að gera öryggisúttekt í votrýmum sundlaugarinnar. 10.7.2025 23:41
Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sex starfsmönnum bandarísku öryggisþjónustunnar er vikið tímabundið úr starfi í tengslum við banatilræði gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta í júlí í fyrra. 10.7.2025 22:55
Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Þingfundi hefur verið slitið án árangurs í þinglokaviðræðum eftir dramatískan dag. Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu fyrir ríkisstjórnina í kvöld í von um að leysa úr þráteflinu sem myndast hefur í málþófinu um veiðigjaldafrumvarpið. 10.7.2025 20:59
Hélt á lokuðu umslagi Stjórn og stjórnarandstaða hafa átt í heitum deilum um „lokuð umslög“ í dag þar sem forsætisráðherra sagði stjórnarandstæðinga hafa lagt fram sitt eigið frumvarp í umslagi í þinglokaviðræðum. Stjórnarandstæðingar neituðu því en þingflokksformaður Samfylkingarinnar hélt einmitt á lokuðu umslagi í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. 10.7.2025 20:09
Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Formenn stjórnmálaflokka á Alþingi sitja nú fund vegna þráteflisins sem myndast hefur í umræðu um veiðigjöldin á Alþingi. Mikill hiti hefur verið í þingmönnum í dag. 10.7.2025 17:48
Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Lögreglan segist í síðustu viku hafa lagt hald á tuttugu kílógrömm af marijúana sem voru falin í vörusendingum. Ráðist var í húsleit í Hafnarfirði og nokkrir voru handteknir vegna málsins. 10.7.2025 17:27
Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja 50 prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. 9.7.2025 22:04
Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Eiginkona varaformanns í stjórn Íslandsbanka keypti að sögn óvart hlut í bankanum í gegnum einkabankaþjónustu Arion banka, sem upplýsti hana ekki um viðskiptin fyrr en nýlega. Varaformaðurinn segir viðskiptin vera „leið mistök“ en heildarverð þeirra nam um 3 milljónum króna. 9.7.2025 21:13
Pilturinn er fundinn Sautján ára piltur sem lögreglan á Norðurlandi vestra lýsti eftir fyrr í kvöld er fundinn heill á húfi. 9.7.2025 20:37