Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stjarnan sækir tvo öfluga Þórsara

Miðherjinn Madison Sutton og landsliðskonan Eva Wium Elíasdóttir hafa yfirgefið herbúðir Þórs frá Akureyri og samið við Stjörnuna í Garðabænum til næstu tveggja ára.

Leiknir lætur þjálfarann fara

Þjálfarinn Ólafur Hrannar Kristjánsson hefur verið látinn fara frá Leikni Reykjavík. Liðið situr í neðsta sæti Lengjudeildar karla með aðeins eitt stig. Ákvörðunin var tekin eftir afar slæmt tap í gærkvöldi.

Mexíkó hyggst halda HM 2031 með Banda­ríkjunum

Knattspyrnusamband Mexíkó hyggst halda heimsmeistaramót kvenna í fótbolta árið 2031 ásamt Bandaríkjunum, sem fengu samþykkt boð um að halda fyrsta 48 liða mótið í kvennaboltanum.

Tókst ekki verja titilinn í vítaspyrnukeppni

BK Häcken er sænskur bikarmeistari eftir sigur gegn Malmö í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum, þar sem tvö bestu bikarlið Svíþjóðar undanfarinna ára mættust. Daníel Tristan Guðjohnsen og Arnór Sigurðsson komu báðir inn af varamannabekk Malmö, en tóku ekki vítaspyrnu. 

Hafnaði Manchester fyrir borg englanna

Sveindís Jane Jónsdóttir hafði úr fjölmörgum liðum að velja þegar samningur hennar við Wolfsburg rann út. Hún ákvað að þrengja valið niður í tvo alvöru kosti, Manchester United eða Angel City, og fór á endanum til síðarnefnda liðsins sem spilar í Los Angeles í Kaliforníu.

Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið

Oklahoma City Thunder vann vesturdeild NBA og er á leið í úrslit eftir 4-1 sigur í einvíginu gegn Minnesota Timberwolves, sem vannst með þrjátíu stiga 124-94 stórsigri í nótt. OKC er fyrsta liðið til að rústa fjórum leikjum í úrslitakeppninni og komast í úrslit, þar sem liðið verður það næstyngsta frá upphafi.

Sjá meira