Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ég líki þessu svo­lítið við Blikana“

Ísak Snær Þorvaldsson vildi ekki koma aftur til Íslands og fór á láni til danska félagsins Lyngby, frá Rosenborg í Noregi. Hann fer vel af stað með nýju liði, skoraði í fyrsta leiknum og segir uppleggið henta sér vel, það minni svolítið á Breiðablik.

„Gerir þetta skemmti­legt fyrir deildina“

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var sáttur með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir 1-2 tap gegn Val í toppslag Bestu deildarinnar í kvöld. Þrjú lið eru nú jöfn að stigum í efstu sætum deildarinnar og allt stefnir í æsispennandi toppbaráttu.

„Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“

Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður með að enda 1435 daga langa bið Valsmanna eftir því að komast í efsta sæti Bestu deildarinnar. Valsmönnum tókst það með 1-2 sigri gegn Víkingi í kvöld. Túfa segir Valsliðið vera að þroskast og að laga marga hluti sem hefur vantað síðustu ár.

Upp­gjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Vals­menn tóku topp­sætið af tíu Víkingum

Víkingur tók á móti Val í toppslag og tapaði fyrsta heimaleiknum í sumar. Lokatölur 1-2 í Víkinni og Valsmenn tylla sér á toppinn í Bestu deildinni. Víkingar lentu marki undir og urðu manni færri skömmu síðar, tókst samt að setja jöfnunarmark og virtust ætla að halda út með jafntefli en fengu á sig klaufalegt mark á lokamínútum leiksins.

Víkingur aftur­kallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn

Víkingur hefur endurkallað Daða Berg Jónsson úr láni frá Vestra. Daði hefur verið einn besti leikmaður Vestra á tímabilinu og er markahæsti leikmaður liðsins í Bestu deildinni í sumar. Hann spilar með toppliði deildarinnar það sem eftir lifir tímabils en missir af bikarúrslitaleiknum með Vestra.

Hittust á Ís­landi og keyptu Mbeumo

Hæstráðendur hjá Manchester United hafa fundað í veiðihúsi Jim Ratcliffe undanfarna vikuna og tóku þar ákvörðun um að festa kaup á Bryan Mbuemo frá Brentford. Milli funda hafa stjórnarmennirnir skellt sér í veiði og kíkt á kránna í Vopnafirði.

„Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vand­ræða“

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur, segir kjöraðstæður á golfvelli bæjarins þar sem meistaramót hófst í dag, degi á eftir áætlun. Enn eitt eldgosið hafi engin áhrif enda völlurinn ekki lengur á hættusvæði. Kylfingar lentu ekki í neinum vandræðum þrátt fyrir að vegurinn að vellinum sé lokaður. 

„Við erum með betri menn í öllum stöðum“

Oliver Ekroth, fyrirliði Víkings, segir liðið búa yfir betri leikmönnum í öllum stöðum en andstæðingurinn. Malisheva frá Kósovó mætir Víkingi í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Sjá meira